Ballið búið - þvílíkt fjör - besta ballið - þetta fer bara batnandi.

 

 

Kæru vinir og velunnarar Ketiláss.  Nú er hippaballið búið þetta árið og mikið var gaman. Veðurfræðingarnir voru reyndar að stríða okkur ásamt því að mikið var um að vera í fjórðungnum. Bæði ball í Miðgarði og á Siglufirði.  

 

Ketiláshúsið er ekki stórt og þar eru engar vínveitingar þannig að því miður verðum við að hafa miðaverð í samræmi við það.  Það hamlaði þó ekki gleði gesta sem greinilega voru komnir til að skemmta sér fyrir ALLAN peninginn.  

 

Sennilega líka búnir að reikna út hagnaðinn af því að mæta með bjórkippu þar sem einn bjór er á 300 kall (260 kall minni bjórarnir) miðað við að kaupa hann úr krana á 800 kall glasið á vínveitingastað. Að maður tali nú ekki um eitthvað sterkara!!!  Wink

 

Blómálfarnir þeir Maggi og Finnbogi Kjartans og Ari Jónsson eru fagmenn fram í fingurgóma og eiga þakkir skildar fyrir sitt framlag að æfa upp og spila gömlu góðu lögin okkar en auðvitað kostar sitt að fá svona "eðal-hippa" á svæðið.

 

Endar ná því naumlega saman þetta árið en við systur bættum allri innkomu okkar af markaði inn í dæmið og tökum ekkert sjálfar fyrir okkar vinnu sem reyndar hvorki við eða Gugga höfum gert fram til þessa.  Auk þess að við borguðum okkur inn á dansleikinn sjálfar.

 

 Þegar upp er staðið vantar lítillega upp á að þessu sinni þannig að það verður ekki afgangur fyrir húsið í ár þó þetta rétt dugi fyrir lágmarks húsaleigu.

 

Við erum þó nokkuð glaðar með okkur og borgum það sem á vantar með glöðu geði sjálfar. 

 

Hippar hafa ekki áhyggjur af peningum þegar ást og friður er annars vegar.

 

Vilborg Traustadóttir (Ippa) ritari 

   

DSC_2812

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband