Úr textabók Öllu...

 
Þegar allir sungu Guttavísurnar.... 


Gutti: 30 árum síðar..

 

Senn þið heyrið sögu flutta

Sem þó allir hafa frétt.

Reyndar þolið þið ei Gutta,

Það er alveg rétt.

 

Moldfullur er ætíð maður sá,

Milli bara ráfar hann á kvöldin til og frá.

Konu sinni unir aldrei hjá

Og hann heldur fram hjá henni, já já svei mér þá.

 

Allan daginn út um bæinn

Eilíft heyrist hennar breim:

Gutti Gutti, Gutti, Gutti,

Gutti komdu heim.

 

Eftir tvo, þrjá, átta stutta

Alltaf lendir hann í slag.

Kvalin mjög er kona Gutta,

Kveinar sérhvern dag.

 

Hvað varst þú að gera Gutti minn?

Gleðikonan, hirti´ hún af þér allan peningin?

Rándýrt er að flengja ræfilinn.

Reifstu svona kjaft við nýja yfirmanninn þinn?

 

Þú skalt ekki þjóra, Gutti.

Þú þolir ekki meira svall.

Almáttugur, en sú mæða

Að eiga svona karl.

 

Gutti aldrei gegnir þessu,

Með Gretti Sig. Hannfer á bar.

Lamin var af trukkalessu

Á laugardaginn var.

 

Alveg hroðalega´ í dag hann datt.

Drottinn minn og hjónabandið illa’ á vegi statt.

Þar er allt í klessu, er það satt?

Ó já því er ver og miður, þetta er svo gratt.

 

Ævi hans er alla daga

Ekkert nema skakkaföll.

Enn er þessi angurssaga

Ekki næstum öll.

 

 

Kveðja, Ippa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Ótrúlega góð þessi ....

Herdís Sigurjónsdóttir, 29.2.2008 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband