Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Hold tight!

 

Stuðið er rétt að hefjast, fengum frábæra ábendingu í dag í sambandi við málverkauppboð sem við hyggjumst standa fyrir á Ketilásnum laugardaginn 25. júlí.  Það verður á markaðinum sem áætlað er að verði frá klukkan 14.00 til 17.00.

Greinum nánar frá því þegar línur skýrast.

Þangað til dillum við okkur bara við músíkina. Cool

 

Ippa og Magga..... 

 


Times they are changcn

 

Svo sannarlega breyttir tímar!

Sjáið innlifunina sérstaklega hjá Mary...

Ippa í stuði...W00t 


Fundargerð 2009

Fundur í Ketilásnefnd haldinn á Akureyri þann 27. júní 2009

Mættar Margrét formaður og Vilborg ritari, Gugga gjaldkeri var fjarverandi en hafði verið í símasambandi við ritara fyrir fundinn.

Ákveðið að halda markað á Ketilásnum laugardaginn 25. júlí í tengslum við hippaballið um kvöldið sama dag.  Vilborg fjárfesti í hippamussum og skarti tengdu hippatímanum og verður það á boðstólum á góðu verði ásamt mörgu öðru sem hverjum og einum dettur í hug að bjóða upp á.  Það má nefna matvörur eins og t.d. harðfisk og hákarl, prjónavörur, vatnslitamyndi, málverk o.m.fl

Margrét heldur utan um "Markaðsmálin" á Ketilásnum þar sem Norðurport hefur ákveðið að flytja sig um set og vera með sína starfsemi þar þennann dag og hafa lokað á Akureyri þessa helgi. 

Ákveðið að hafa málverkauppboð á laugardeginum og verður það auglýst nánar.  Boðnar verða upp sex myndir eftir okkur systur og erum við að athuga með uppboðshaldara.

Ákveðið að ballið hefjist klukkan 22.00 um kvöldið.  

Auglýst verður með svipuðum hætti og síðasta ár eða í dagskrám og á netinu.  Einnig vonumst við til að fjölmiðlar telji þetta fréttnæmt og spjalli við okkur um framtakið og einnig hve vel tókst til í fyrra.

Við munum birta auglýsingu þegar texti og annað liggur fyrir en auglýsa þarf markað og ball samhliða.

Hljómsveitin Stormar hefur æft stíft og sent okkur ágrip af lagalista sem við reynum að setja inn á síðuna af og til.  Þess ber þó að geta að mörg af þeim lögum sem við birtum hér tengjast þessum tíma og ekki er gefið mál að Stormar flytji þau öll á ballinu.  Enda væri það að æra óstöðugan að ætla þeim að flytja allt það magn laga sem vinsælt var á þeirra gullaldarárum.

Ákveðið var að hefja dansleikinn með Gjörningi sem Margrét mun sjá um og fá vaska liðsmenn til liðs við sig til að útfæra hann nánar á staðnum.

Ákveðið að leita til þeirra aðila sem aðstoðuðu okkur í fyrra með miðasölu, dyravörslu og þess háttar.

Aldurstakmark verður sem fyrr 45 ár, eða í fylgd með fullorðnum.

Ákveðið að húsið njóti góðs af dansleiknum.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Vilborg Traustadóttir ritari.

Góðar stundir..... Kissing

 

 


Eitt enn, get ekki hætt....

Segi ekki meira....

Sofið rótt !


Komin tími á þetta....

Þið sofið ennþá betur núna. Yndislegt lag Heart

Ippa og Magga.


Eitt lag.....

 

Santana (live in Mexico 1969) Njótið fyrir svefninn !

Sofið rótt Heart


The end of the world

Yndislegt...InLove

 

Ippa og Magga 


Dead flowers...

 

Þeir hafa nú aldeilis elst vel í músíkinni þessir en ég get alveg fullyrt það hér og nú að Stormar hafa elst betur líkamlega og sennilega andlega líka.  Þegar svo Stormar eru búnir að æfa eins og þeir hafa gert undanfarið munu þeir ekkert standa Rollingunum á sporði.

Þetta verður BARA gaman.  LoL

Ippa og Magga....sem elska Storma út af lífinu....InLove....hvað með ykkur hin? Wizard 


Sonny and Cher


 

Dressin!!! Æði.W00t

Ippa og Magga.... 


My boy lollipop

Þarfnast ekki frekari útskýringa!!Halo

Ippa og Magga 


Næsta síða »

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 245218

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband