Læt loksins heyra frá mér......

...hef verið eitthvað of upptekin til að skrifa hér inn og er farin að skammast mín. Þökk sé Ippu fyrir að vera svona dugleg við að setja inn allar þessar perlur sem við eigum frá gullaldarárum tónlistar í heiminum !

Þegar ég hlustaði á Engilbert...hugsaði ég um rauða litla sæta plötuspilarann minn sem var eins og taska og ég gat farið með hann hvert sem ég vildi og tengt við rafmagn. Þvílík dýrð ! Á honum gatslitum við hverri plötunni á eftir annari, ég á þær samt allar ennþá og strík þeim annað slagið og hlusta á þær þó aðeins ískri í..............

Ég á nefnilega ennþá þá Engilbert og Tom og Rod og Bítlana og Stones og fl. og fl. á vinil. Og það sem betra er þá er til plötuspilari á heimilinu sem getur spilað vinil ...........Kissing Það er svo dásamlegt !

Annars allt í góðum gír og stittist alltaf í hittingin okkar á Ketilási, vonum bara að fólk taki nú saman höndum og mæti á þetta ball sem á að verða ofurgott ball !Smile Í skjóli heystakka og góðrar tónlistar á Ketilási í Fljótum, 26. júlí með STORMUM frá Siglufirði !

 

 

Minn plötuspilari var í þessum stíl bara rauður.

Heyrumst. MT

 

Þessi er þó líklega svona tíu árum eldri, minn var einfaldari......

 

Það er eitthvað mjög sjarmerandi við þetta - ekki rétt ? Og tónlistin ómaði !

Góða helgi. MT

Love is in the air.......vonandi hafa það allir sem best.....Peace !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gott að heyra frá þér, ég hélt um stund að ég væri orðin "ein í hópi"!!!;-)

Vilborg Traustadóttir, 30.3.2008 kl. 21:30

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Og ég man sko eftir plötuspilaranum þínum. Hann var sko kúl!!! Bragi eignaðist svo Grundig græjuskáp (sennilega seinna) en hann var alltaf með hann inni hjá sér svo við nutum hans ekki eins og plötuspilarans þíns. Mangi keypti svo plötuspilara nokkrum árum síðar og ég keypti hann af honum þegar hann var blankur en keypti mér svo Philips plöruspilara seinna. Þegar armurinn á gamla Manga spilara brotnaði og var ekki hægt að líma hann endalaust. Þetta var "græjusaga" okkar Sauðanessystkinanna. Vevvv á okkur, sem í lauslegri þýðingu er, vesalings við;-) Vinyllinn minn er eins og hann leggur sig hjá elsta syni mínum honum Trausta sem á reyndar gamlan plötuspilara líka.

Vilborg Traustadóttir, 30.3.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 18
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 101
  • Frá upphafi: 245298

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband