Ketilás
Ketilásball 2008
Undirritaðir hafa hist og talað saman um að standa fyrir "come-back" dansleik á Ketilási laugardaginn 26. júlí 2008. Dansleikurinn verður ætlaður fyrir 45 ára og eldri. Þ.e.a.s.aldurshóp frá gullaldarárum staðarins þar sem siglfirðingar, ólafsfirðingar og skagfirðingar komu saman til skemmtanahalds. Búið er að festa helgina og hljómsveitina Storma frá Siglufirði. Gaman væri að fá ykkur sem flest til liðs við okkur. Látið okkur endilega vita hvað ykkur finnst og einmitt til þess opnum við þessa bloggsíðu hér með!
F.h. sjálfskipaðrar undirbúningsnefndar:
Vilborg Traustadóttir, ritari
P.s. Hinir "fornfrægu" og vinsælu Stormar frá Siglufirði með Dadda Júll sem söngvara hafa leikið á tveimur fyrstu böllunum við góðar undirtektir. Í Stormum eru Daddi Júll, Árni Jör, Jobbi Blöndal, Halli Óskars, Rabbi í Leyningi (úr Gautum), Ómar Hauks og Fribbi Björns.
Hljómsveitin Hafrót hélt uppi fjörinu á einu balli (2010) en í henni eru Rabbi (úr Gautunum) og Árni Jör úr Stormum ásamt slagborðsleikara ættuðum úr Ófeigsfirði á Ströndum.
Árið 2011 lék hljómsveitin Blómálfarnir við mikinn fögnuð en í henni eru þeir landsþekktu tónlistarmenn Ari Jónsson, Finnbogi Kjartansson og Magnús Kjartansson. Árið 2012 stigu þeir Blómálfar enn á stokk og trylltu lýðinn á hippaballi. 2013 kom hljómsveitin Blek og Byttur til skjalanna og hélt uppi stuðinu á mjög vel heppnuðu balli.
Aðrir í nefndinni:
Margrét Traustadóttir, formaður
Gísli Gíslason, gjaldkeri
Þær breytingar urðu á nefndinni að Guðbjörg G. Benjamínsdóttir tók við af Gísla Gíslasyni.
Höfum bókað húsið 2012 og stefnum gallvaskar á ball og markað á sama tíma að ári. 2012 komu einnig Bjarni Grétar Magnússon og Hulda J Friðgeirsdóttir til liðs við nefndina.
---
Saga Ketilássins.
Í annálum Hannesar á Melbreið og í Fundagerðabók UMF Holtshrepps kemur fram að Ketiláshúsið var upprunalega byggt árið 1926. Þá var það byggt sem þinghús og jafnan nefnt "Hreppurinn", það var síðar tekið í notkun sem skóli. 1954 var búið að byggja það sem er upphækkun og er notað að hluta til sem eldhús í dag. Breytingar voru gerðar á húsinu upp úr 1958. Þá var byggður salurinn niðri (danssalurinn, sem við skólakrakkarnir þekktum sem leikfimisalinn).
Símon Þorsteinsson sem bjó á Nýrækt lengdi húsið þar sem upphækkunin er, eldhús, snyrtingar og forstofa, svo byggði Hermann Guðbjartsson frá Reykjarhóli salinn sem áður er nefndur.
Þorsteinn í Stóraholti gaf landið undir samkomuhúsið.
Verið er að grafast fyrir um hvaðan nafnið Ketilás kemur, ef einhver veit það væri gaman að fá að vita það.
Heimildaöflun annaðist Rögnvaldur Valbergsson. M.a. hjá Ásu á Nýrækt og Adda á Reykjarhóli.
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 28
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 248228
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- agny
- andres
- baldurkr
- birgitta
- bjarkey
- bjarnihardar
- blues
- brahim
- gattin
- dabbi
- saxi
- ea
- geirfz
- gthg
- vild
- hannesgi
- herdis
- smalinn
- hlynurh
- maggatrausta
- ingibjorgstefans
- astromix
- jensgud
- nonniblogg
- jullibrjans
- ksig58
- kiddirokk
- lks
- maggimark
- mariaannakristjansdottir
- motiv
- nanna
- solir
- ottarfelix
- palmig
- ronnihauks
- seljanesaett
- sigurjonth
- sms
- bjre
- stebbifr
- stefanjon
- fugla
- valgerdurhalldorsdottir
- nytthugarfar
- ippa