26.7.2009 | 19:24
Nú er ballið búið.........
Takk öll sem mættuð á frábært ball á Ketilási í gær. Allt tókst mjög vel og engan skugga bar þar á. Þið eruð auðvitað skemmtilegust af öllum.
Stormar - takk fyrir frábært stuð !
Aðeins færri mættu en á síðasta ári og vildu margir kenna þar um kuldakastinu á Norðurlandi - en engum var kalt og meira að segja "gjörningurinn" á túninu tókst vel. Það verða settar inn myndir hér á síðuna fljótlega af öllum herlegheitunum !
Uppboðið gekk vel og við erum stoltar af því systur hversu vel þessu var tekið og svo bætti hún Áshildur Ö Magnúsdóttir um betur og gaf einnig mynd á uppboðið svo þær urðu alls sjö ! Einnig komu ungar stúlkur úr Fljótunum sem voru að selja ýmsa hluti á markaðnum og gáfu sinn hlut í söfnunina. Þannig að vonandi verður þetta góð viðbót í söfnunarsjóðinn hennar Þuríðar Hörpu sem við munum hafa samband við í dag eða á morgun.
Markaðurinn gekk vel og mjög góð mæting.
Meira seinna frá bara "smáþreyttum" en sælum nefndarkonum sem nú eru hver á fætur annarri að skila sér heim til sín !
En þessi síða heldur áfram auðvitað og vonandi verðið þið dugleg að kíkja hérna við, skoða myndirnar og fylgjast með framvindu mála.
Fallegt lag með honum Cliff Richard,Visions og vel við hæfi að enda á því. Stormarnir spiluðu það auðvitað af mikilli snilld og við fórum auðvitað einhver uppá stóla og veifuðum höndunum með friðarboðskapinn í huga
Bloggar | Breytt 27.7.2009 kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 26. júlí 2009
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 104
- Frá upphafi: 251512
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
agny
-
andres
-
baldurkr
-
birgitta
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
blues
-
brahim
-
gattin
-
dabbi
-
saxi
-
ea
-
geirfz
-
gthg
-
vild
-
hannesgi
-
herdis
-
smalinn
-
hlynurh
-
maggatrausta
-
ingibjorgstefans
-
astromix
-
jensgud
-
nonniblogg
-
jullibrjans
-
ksig58
-
kiddirokk
-
lks
-
maggimark
-
mariaannakristjansdottir
-
motiv
-
nanna
-
solir
-
ottarfelix
-
palmig
-
ronnihauks
-
seljanesaett
-
sigurjonth
-
sms
-
bjre
-
stebbifr
-
stefanjon
-
fugla
-
valgerdurhalldorsdottir
-
nytthugarfar
-
ippa