Fundur í Ketilásnefnd 4.nóv 2007

Fundur hefst kl.11.00 á heimili formanns. Hafði verið boðaður 3.nóv kl 16.00 á Bláu Könnunni. Gjaldkeri boðaði forföll. Formaður og ritari mættu en formaður frestaði fundi sökum mannmergðar á Bláu Könnunni.

Fundarefni:

1: Fá Ketilásinn – kostnaður.

2: Ræða við Storma.

3: Opna síðu vegna hugmyndavinnu o.fl.

4: Önnur mál.

----

1: Ákveðið var að formaður negldi húsið helgina fyrir verslunnamannahelgi 2008 og fái tilskilin leyfi. Einnig ákveðið að ræða kostnað þegar nánar er vitað um hann.

2: Ritari ræði við Theódór Júlíusson um að fá hljómsveitina Storma til að spila á ballinu.

3: Ákveðið að opna bloggsíðu í framhaldinu undir nafninu Ketilás08.blog.is (Moggabloggið) sem vettvang umræðu fyrir “come-backið”.

Eftirfarandi opnunarávarp samið:

Haus á síðu “Ketilás 2008”

Undirritaðir hafa hist og talað saman um að standa fyrir “come-back” dansleik á Ketilási laugardaginn 26. júlí 2008. Dansleikurinn verður ætlaður fyrir 45 ára og eldri. Þ.e.a.s.aldurshóp frá gullaldarárum staðarins þar sem siglfirðingar, ólafsfirðingar og skagfirðingar komu saman til skemmtanahalds. Búið er að festa helgina og hljómsveitina Storma frá Siglufirði. Gaman væri að fá ykkur sem flest til liðs við okkur. Látið okkur endilega vita hvað ykkur finnst og einmitt til þess opnum við þessa bloggsíðu hér með!

F.h. sjálfskipaðrar undirbúningsnefndar:
Vilborg Traustadóttir, ritari

Aðrir í nefndinni:
Margrét Traustadóttir, formaður
Gísli Gíslason, gjaldkeri

4: Önnur mál: Allt sem við viljum er friður á jörð.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.35


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 42
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 111
  • Frá upphafi: 249391

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband