Velkomnir allir bloggvinir

Gaman að sjá nýju bloggvinina. Ef þið vitið um einhverja áhugasama væri mjög gott að benda þeim á síðuna. Svona til að skapa umræður og tengsl fyrir sumarið. Ein vinkona mín stakk upp á að taka alla helgina undir Ketiláshátíð! Hafa listviðburði, sýnigar og þess háttar samhliða sveitaballinu. Ég veit nú ekki með það en allar hugmyndir eru þess verðar að skoða þær.  

Þetta lag var vinsælt á Ketilásnum og því ekki að rifja það upp einmitt nú?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ketilás

Gaman að þessu.....

Ketilás, 8.2.2008 kl. 14:56

2 Smámynd: Agný

Ég ætti kanski að tala við hana frænku mína ja frændfólk sem er fætt og uppalið á Þrasastöðum í Fljótum...

 En að vísu flutti það fólk af jörðinni "71...En einhvern veginn hef ég það á tilfiningunni að það frændfólk mitt þekki mjög vel til balla á Ketilásnum....Mig rámar í það að nafna mín hafi eitthvað minnst á böll þarna...með glampa í augum..

En ekki á þetta bara að vera eitt ball? Lágmark að hafa svona almennilega samkomu sem byrjar á því að liðið kemur sér á staðinn á föstudegi og kemur upp einhverskonar "húsaskjóli" og verður málkunnugt  svona aðeins og svo gert eitthvað skemmtilegt saman á laugardeginum þar til drifið sig á ball og í dansinn...

Svo á sunnudeginum þá er teygt á misstirðum vöðvum og sinum ..eftir því hversu hver og einn hefur sýnt mikla dans takta...eftir það er þá við hæfi að pakka saman pinklum ogpjönkum og halda heim á leið...Smá hugmynd bara...

Agný, 8.2.2008 kl. 23:11

3 Smámynd: Ketilás

Hvernig væri að samþykkja að gerast bloggvinur Ketiláss Agný? Góð hugmynd hjá þér og ertu frænka Ingibjargar á Þrasastöðum? Hún er meðmælt þessu balli held ég að Magga systir hafi sagt!

Ketilás, 8.2.2008 kl. 23:32

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Já, sagði henni Ingibjörgu frá þessu. Þarf að spjalla við hana aftur ! Ég hef líka verið að hugsa um þetta með matinn. Hvernig væri að fá kvennfélagið til þess að útbúa mat fyrir liðið...mæta kl.17.00. Syngja saman" Allt sem við viljum er friður á jörð" Borða síðan saman og svo kemur ballið ????

Auðvitað yrði þetta að vera kaldir sviðakjammar og alles !! En, áfram ef þetta á að takast vel þá er æðislegt að fá góðar hugmyndir. Takk Agný ! MT

Hulda Margrét Traustadóttir, 9.2.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 42
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 111
  • Frá upphafi: 249391

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband