Fyrsta ballið

Mitt fyrsta Ketilásball var jafnframt fyrsta ballið sem ég fór á. Fyrir utan skólaböllin. M.a. á Ketilási þar sem ég var í barnaskóla. Ég dressaði mig upp i rauðköflóttu buxurnar sem Solla systir hafði saumað á mig. Fór í hvíta mussu með útsaumuðu bindi og skellti mér á ballið. Eins og jólatré! Mangi bróðir lofaði að passa mig vel. Gulli frændi var að syngja með hljómsveitinni. Þess vegna fékk ég að fara. Vegna þess að Gulli frændi var að syngja...ekki vegna þess að Mangi lofaði að passa mig. Enda var það nú eins og að biðja úlfinn að passa Rauðhettu. Ég var 15 ára.Þarna drakk ég í fyrsta sinn vín og komst í mikið stuð. Var með besta vini Manga á ballinu og einnig á túninu fyrir utan ballið.Wink 

Ketilástúninu.

Það var nefnilega vinsælt hjá ballgestum að skreppa út á tún í smá kelerí og fleira.  Halo

Ábyggilega ekki eins vinsælt hjá þeim sem  nytjaði túnið!  Allt grasið bælt!

Þegar ég kom heim beið mamma eins og sporhundur með nefið út í loftið.  Hún fann vínlykt af mér.  Ég sagði "já ég var að kyssa fullan strák".......svona var ég fljót til að ljúga mig út úr hlutunum.  

Þetta var nú upphafið að mörgum misskemmtilegum Ketilásböllum hjá mér...eins og gengur....það verður gaman að hitta jafnaldra sína og aðeins eldri/yngri í sumar og kannski endar maður á túninu?  Í svaka sveiflu.... 

 

Ég er hætt að ljúga.....reyndar hætt að drekka vín líka.....kláraði kvótann......

 

Ippa

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Ja há Vilborg varstu á túninu svona ung. Ég var svo upptekin af því að vera hippi og dansa að ég man ekki eftir því að hafa verið á túninu....Man vel eftir mér á Ketilási í buxum sem voru með kögri uppað hnjám og í rauðri peysu sem var líka með kögri og með hippaband um hárið....dansaði mikið.

Spurning um að finna fötin, fara í fitusog eða detox og mæta í dressinu !

Skemmtileg frásögn frá þér - þurfum fleiri ! MT

Hulda Margrét Traustadóttir, 9.2.2008 kl. 13:03

2 identicon

Þið þessar "stabílu" konur, móðir mín og systur hennar hafið greinilega farið hamfötum á túninu, "shit"segi ég nú bara..

Kannski maður verði í leyni á túninu í sumar

Stella (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 13:28

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Stella, farðu bara í leynilögguleik !!  Stabílu konurnar verða til fyrirmyndar....

Hulda Margrét Traustadóttir, 9.2.2008 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband