12.2.2008 | 11:37
Hressir krakkar....
Hvað er það sem gerir árin frá 1968 og næstu ár þar á eftir svona eftirminnileg fyrir okkur sem vorum dugleg að fara á Ketilás böllin. Fyrst og fremst vorum við náttúrulega á þeim aldri sem unglingar skemmta sér hvað mest þeir mega, svo var það hippamenningin, mjög spennandi og sá fatnaður sem fylgdi, og svo auðvitað tónlistin. Allar þær frábæru hljómsveitir sem lifa með okkur enn í dag og þeirra tónlist.
Það var sérstök tilfinning að fara með rútunni frá Sigló, allir í syngjandi góðu skapi og strákarnir með pela í rassvasanum stundum keyptum við stelpurnar eitthvað saman, einn ungling eða svo, sem svo var kallaður og blönduðum í gos. Hvað var svo helst drukkið ? Ekki var það bjórinn ja nema einhver hefði verið að koma úr siglingu nei genever, wodki og íslenskt brennivín held ég að algengast hafi verið að fólk hafi verið með með sér. Já og hvannarótarbrennivín. Svo var auðvitað sungið hátt og mikið í rútunni.
Stundum urðu slagsmál á milli manna á Ketilás hlaðinu eða túninu og oft voru það Ólafsfirðingar og Siglfirðingar sem slógust. Alltaf var lögreglubíll frá Siglufirði á hlaðinu og mönnum þá stungið þangað ef á þurfti að halda. En oftast tókst mönnum að leysa málin og halda áfram að skemmta sér.
Þegar ég bjó á Reyðarfirði samdi ég leikrit og setti upp ásamt krökkum í níunda bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar og við kölluðum það 68 kynslóðin Það var skemmtileg vinna og tókst vel til. Hressir krakkar þar líka.Síðast vissi ég til þess að það leikrit var sett upp í Reykholtsskóla með unglingum, þar og frænka mín ein lék í leikritinu, en vissi því miður ekki af þeirri uppsetningu firr en síðar.
Svona getur fortíðin orðið til þess að maður finnur þörf hjá sér að reyna að endurspegla gamla tíma. Já, þetta voru skemmtileg ár. Og hressir krakkar.
Allt sem við viljum er friður á jörð
MT
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 42
- Sl. sólarhring: 42
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 249391
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
agny
-
andres
-
baldurkr
-
birgitta
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
blues
-
brahim
-
gattin
-
dabbi
-
saxi
-
ea
-
geirfz
-
gthg
-
vild
-
hannesgi
-
herdis
-
smalinn
-
hlynurh
-
maggatrausta
-
ingibjorgstefans
-
astromix
-
jensgud
-
nonniblogg
-
jullibrjans
-
ksig58
-
kiddirokk
-
lks
-
maggimark
-
mariaannakristjansdottir
-
motiv
-
nanna
-
solir
-
ottarfelix
-
palmig
-
ronnihauks
-
seljanesaett
-
sigurjonth
-
sms
-
bjre
-
stebbifr
-
stefanjon
-
fugla
-
valgerdurhalldorsdottir
-
nytthugarfar
-
ippa
Athugasemdir
Þegar ég var að alast upp í Kópavoginum, þá fór maður á sveitaball í Hlégarði Mosfellssveit......en svo þegar flutt var í Hrútafjörðinn, þá voru það staðir, eins og Sævangur, Dalabúð, Víðihlíð, Laugarbakki og Hvammstangi.......alltaf viss sjarmi yfir þessum sveitaböllum
Svanhildur Karlsdóttir, 12.2.2008 kl. 13:29
Já það var viss rómans yfir þessu. Það verður gaman að sjá alla gömlu gæjana og gellurnar sveiflast um á Ketilásnum í sumar. Best ef það yrðu nú alvöru slagsmál milli Ólafsfirðinga og Siglfirðinga úti á túni! Fljótamenn gætu þá stillt til friðar.....
Vilborg Traustadóttir, 12.2.2008 kl. 16:08
Vilborg - vonandi hafa árin þroskað menn. Þú mannst "Allt sem við viljum er friður á jörð"
Svana, ég kom held ég einu sinni í Sævang, nokkrum sinnum í Dalabúð þegar ég var í húsmæðraskóla , eitthvað einu sinni í Víðihlíð..... Mikið hefur maður verið rólegur á Brúarárunum, ekki farið mikið á dansiball.
Hulda Margrét Traustadóttir, 12.2.2008 kl. 16:16
Ég hugsa að Siglfirðingar hafi þroskast nokkuð en er ekki eins viss um Ólafsfirðingana....;-)....Það þarf að fara að hrista rykið af þeim bröndurum öllum.....annars er þatta allt komið undir einn hatt...Fjallabyggð svo kannski hafa Fjallabyggingar allrir þroskast vel upp til hópa!
Vilborg Traustadóttir, 12.2.2008 kl. 16:56
Hm...já nú verða engin slagsmál allt orðið eitt byggðarlag, gott mál.....en það er erfitt að beygja þetta Fjallabyggðar nafn !! ER þetta rétt ? Ég mundi segja íbúar Fjallabyggðar ...........
Hulda Margrét Traustadóttir, 12.2.2008 kl. 17:09
Maður er víst svo ~ungur~ að þessi sveitaballastemming var nánast liðin undir lok þegar ég losnaði við bleyjuna...
Runólfur Jónatan Hauksson, 12.2.2008 kl. 17:09
Nú er lag - þú kemst inn - ekki gleyma nafnskírteininu !
Hulda Margrét Traustadóttir, 12.2.2008 kl. 17:14
Æi ég ritaði þetta með fallegu letri í word en byrtist svona - o.k. þá er bara að skrifa þetta beitn næst, er með nokkrar skemmtilegar sögur...bíðið bara....
Hulda Margrét Traustadóttir, 12.2.2008 kl. 19:59
beint, þoli ekki svona klaufavillur !!!
Hulda Margrét Traustadóttir, 12.2.2008 kl. 20:00
Allt í lagi að mæta "í fylgd með fullorðnum"! ;-)
Vilborg Traustadóttir, 12.2.2008 kl. 23:43
Takk fyrir að leyfa mér krakkagemsanum að vera með í Ketilásblogghópnum
(Já kommon, ég er nú bara rétt komin á fimmtugsaldurinn). Ketilás verður það 26. júlí ekki spurning, þ.e.a.s. ef ég kemst í gegnum síuna
!
Ég fór nú á nokkur sveitaböll á Ketilásnum, Höfðaborg, Miðgarði, Húnaveri og svo keyrðum við yfirleitt sjálf í Tjarnaborg.
Herdís Sigurjónsdóttir, 13.2.2008 kl. 09:45
Þú ættir að komast Herdís "í fylgd með fullorðnum"
MT
Ketilás, 13.2.2008 kl. 10:15
Hmmm..líst ekki á að Vilborg sé að efla til slagsmála..Jonni gæti verið á vaktinni..hehe..
Stella (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 11:15
Það er bara raunsæi að hugsa um slagsmál þegar svona samkunda er boðuð. Á þessum árum voru alltaf einhverjir að hjóla saman. Siglfirðingar og Ólafsfirðingar (my god). Kannski hefur þó sameiningin breytt þessu....og aldurinn sem færst hefur yfir.......geldféð var alltaf meinlausast í sveitinni....;-)....á meðan (á hinn bóginn) gömlu hrútarnir urðu geðvondir með árunum....
"Allt sem við viljum er friður á jörð" er eitt slagorðið og annað er "í fylgd með fullorðnum"...svo vonum það besta.....Herdís.....!!!
Vilborg Traustadóttir, 13.2.2008 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.