Varalitur í skyrtukraga

Það hefur ýmislegt gerst á honum Ketilási.  Mig langar að segja ykkur sanna sögu af mér og vinkonu minni.  Það hafði verið einhvers konar fundur hjá bændunum í Fljótum á Ketilási og ball um kvöldið. Ég og vinkona mín mættum hressar að vanda því ballið var opið öllum.  Okkur þótti bera vel í veiði þar sem svo margir af bændum og búaliði voru mættir á svæðið.  Skyndilega heyri ég hvellan hlátur Huldu vinkonu og sá einn bóndinn í öngum sínum reyna að þurrka varalit úr skyrtukraganum .

Þá datt henni í hug að láta hann líta illa út í augum eiginkonunnar þegar heim kæmi.  Auðvitað fengu allir hinir bændurnir sömu meðferð hjá okkur báðum.  Ballið snerist upp í baráttu okkar við að komast í návígi við karlpeninginn til að merkja skyrtukragann með varalit.

Það sem við skemmtum okkur við þessa iðju en bændurnir voru á hröðum flótta undan okkur allt kvöldið.  Ekki fylgir sögunni hvort Fljótamenn hafi þurft að endurnýja spariskyrturnar sínar eftir þetta kvöld.  Það væri kannski hugmynd að láta hluta af hugsanlegum ágóða af ballinu okkar 26. júlí 2008 renna í "skyrtusjóð" vegna þessara spjalla sem við vinkonurnar ullum?

Alla vega væri hugsanlegt að stofna einhvers konar sjóð til að huga að viðhaldi Ketiláshússins en ég þykist vita að sé aldrei vanþörf á peningum í slíkt? 

Bara hugmynd! Cool

Eiginkonur nú vitið þið sannleikann, þó seint sé... Ninja

 

Góðar stundir...Ippa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Hehehehe þið eruð nú meiri grallararnir

Svanhildur Karlsdóttir, 13.2.2008 kl. 23:56

2 Smámynd: Ketilás

Prakkarar !  Góð hugmynd með sjóðinn.

Flott lag ! MT

Ketilás, 14.2.2008 kl. 08:12

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já maður gerði bara það sem manni datt í hug og manni datt ansi mikið í hug. Það er þó "allt á Huldu" um það hvernig þessi hugmynd náði fram að ganga....;-)....við bara duttum í gírinn.....

Vilborg Traustadóttir, 14.2.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 249349

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband