Í upphafi var orðið....

Set hér inn til gamans upphaflegu hugmyndina að því að halda "come-back" ball á Ketilási. Þetta er að finna í athugasemdum við færslu sem kallast "Eyjólfur að hressast" á bloggsíðu minni ippa.blog.is undir bloggflokknum bloggar. Stundum veltir lítil þúfa þungu hlassi......

 

"Athugasemdir

 

... ég keyrði langan bíltúr í dag... frá Akureyri til Þórshafnar og til baka seinnipartinn, var að detta inn fyrir klukkutíma síðan... landi okkar var mjööög fallegt og alveg hreint komið í blóma... svanir, gæsir og endur með ungviðið sitt á tjörnum og ám, gróðurinn stórkostlegur... Öxarfjarðarheiðin hægfara en fallegt útsýnið yfir Melrakkasléttuna... verst að ég kemst ekki í sumarfrí fyrr en um miðjan ágúst... hvernig er það annars á ekkert að hafa "come back" ball á Ketilási, bannað yngri en 40??? djöf... væri það góð hugmynd...Brattur, 29.6.2007 kl. 22:02

 

Frábær hugmynd. Set Möggu systir í málið! Hún er svo drífandi. Ætti að ganga með Miðaldamönnum eða Geirmundi gamla? Þó er ekkert sem jafnast á við Gautana einu og sönnu.Vilborg Traustadóttir, 29.6.2007 kl. 23:18

 

... í alvöru, þetta yrði gaman... veistu hver ég er???Brattur, 29.6.2007 kl. 23:25 Ég er ekki alveg viss en kannast við svipinn. Úr Ketilásþokunni. Magga systir er komin með málið með ballið!!!Vilborg Traustadóttir, 30.6.2007 kl. 11:53

 

Ég heiti sem sagt Gísli og er Gíslason og er frá Ólafsfirði, kallaður Gilli í gamla daga... Alli Gísla sem var nokkuð þekkt nafn á veitaböllunum í gamla daga er bróðir minn... svo voru þarna nöfn frá Ólafsfirði eins og Matti Sæm. Maggi Hófu og Böddi Hófu o.fl. o.fl... held hinsvegar að ég hafi oftast verið frekar stilltur og ekki áberandi... en óttalegur kjáni....Brattur, 30.6.2007 kl. 13:32

 

Já ég tengdi þig við Ólafsfjörð. Allir þekkja Alla "Ólafsfirðing", held m.a.s.að önnur hvor systra minna hafi eitthvað verið að slá sér upp með honum. Kannast við hin nöfnin sem þú nefnir.  Aðallega gegn um systur mínar. Það var svo alltaf spurning ef maður fór á Ketilásinn hvort maður vaknaði á Ólafsfirði eftir ballið! Veit ekkert um kjánaskapinn....... en hafir þú lent fyrir barðinu á okkur systrum er nú ekki að sökum að spyrja......... Hvað um það ball bannað innan 40 er nú í uppsiglingu á Ketilási ef Magga systir stendur sína plikt!!!!Vilborg Traustadóttir, 30.6.2007 kl. 15:14

 

Talandi um kjána....auðvitað man ég líka eftir Gilla Ólafsfirðingi!!! Hæ!!Halló!!Vilborg Traustadóttir, 30.6.2007 kl. 15:30"



Ippa

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Úps....vakna í Ólafsfirði.....hmmm......hefði átt að ritskoða þetta........fór nú ekki óundirbúin á "stredderí" í Ólafsfjörð ef ég á að vera ærleg.....;-)

Vilborg Traustadóttir, 14.2.2008 kl. 20:00

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Svanhildur Karlsdóttir, 14.2.2008 kl. 20:18

3 Smámynd: Ketilás

Eins og áður hefur fram komið skiptir ekki máli "hver var með" hverjum eða nöfn yfirleitt ...ættum að sleppa þeim, viljum ekki hleypa neinu í uppnám eða gera leiðindi en -" í upphafi var orðið"og það er rétt svo það er bara eins og það var og hér erum við stödd í miðjum klíðum við að reyna að endurvekja Ketilás stemmingu fyrri ára, með mökum eða án, endilega verum saman sem þroskað fólk og upplifum það að hafa einu sinni verið leitandi eins og eðlilegt er með ung fólk ! Flower childs...... MT

Ketilás, 14.2.2008 kl. 20:24

4 Smámynd: Ketilás

En annars Vilvorg, ekki lækka aldurinn í 40. ár. Á fundi okkar var ákeðið 45. ára aldurstakmark ! Sjá neðar fundargerðir ! MT

Ketilás, 14.2.2008 kl. 20:27

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Eins og fram kemur eru þetta upphaflegu bollalengingarnar. Síðar var ákveðið að hafa aldurstakmarkið 45 ár, það er alveg rétt. Gott að þu minntist á það.;-)

Vilborg Traustadóttir, 14.2.2008 kl. 20:32

6 Smámynd: Ketilás

Eru ekki allir í stuði ....? Komið með hugmyndir að deginum !

Ketilás, 14.2.2008 kl. 20:32

7 Smámynd: Ketilás

Og fleiri lög Vilborg plötusnúður  Magga systir

Ketilás, 14.2.2008 kl. 20:34

8 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ok tek áskoruninni. :-)

Vilborg Traustadóttir, 14.2.2008 kl. 21:26

9 identicon

Hvernig á maður að koma með uppástungur af deginum þegar maður veit ekkert hvernig var að vera uppi á "þesum tima"

Stella (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 11:54

10 Smámynd: Ketilás

Spurðu bara "mömmu Gömlu". Annars er líka spennandi að nútímavæða hippana, það yrðu ábyggilega heilbrigðari hippar!!! Kv, Ippa

Ketilás, 15.2.2008 kl. 14:22

11 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það má líka leioðrétta það a frá því að þessi hugmynd var bara hugmynd hafa Stormar frá Siglufirði komið inn í myndina en ég sé að ég hef kastað fram Miðaldamönnum eða Geirmundi Valtýrssyni.....Svona eru orð til alls fyrst og í upphafi var orðið og orðið var hjá Bratti....;-)

Vilborg Traustadóttir, 15.2.2008 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 249349

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband