Æskuástir.......

....barst með póstinum mínum....byrt óbreytt og nafnlaust....

 

" Ég fór oft á Ketilásinn, og  sumarið 1968 hvað oftast. Ég hitti strák sem ég heillaðist af, hann var sætur og hress og við einhvernvegin smullum saman. Hvert laugardagskvöld beið hann eftir mér á Ketilási ,við héldumst hönd í hönd allt ballið, dönsuðum vangadans og keluðum smá og svo fór hvert heim til sín eftir ballið.

Sumarið leið og á síðasta balli haustsins sagði hann " Ég er að fara suður á vertíð" ég varð leið en sagði þó ekkert. Bara bless ! Þannig var það - engar skuldbindingar ekkert vesen en ástarsorg hjá mér í smá tíma.

Ég hef ekki séð hann síðan....veit að hann er giftur og á börn - það er ég líka.

Ef ég kem á Ketilás, þá er það ekki til þess að brjóta neitt upp, mitt samband við minn mann eða reyna að skemma neitt fyrir honum heldur - væri gaman að sjá hvernig hann lítur út í dag og hvernig honum hefur vegnað í lífinu. Það væri gaman. En ég er hamingjusöm í dag.

Okkur, mér og mínum Ketilásvini  var greinilega ekki ætlað að vera saman - og það er allt í lagi en hann á samt smáhólf í hjartanu mínu ! " InLove

Gaman að fá svona sögur. Frá Ketilási eigum við mörg góðar minningar. MT

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Takk takk....æðislega hefur þetta verið rómantískt sumar. Fallegt í minningunni.

Vilborg Traustadóttir, 17.2.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 249349

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband