19.2.2008 | 13:54
Lítill fugl hvíslaði.......
Það var sumarið 1974. Vinkonurnar frá Siglufirði voru að dressa sig á Ketilásball. Ég ætla að fara í gallabuxunm sagði ein. Við ætlum allar að fara í gallabuxum sagði önnur. Gallabuxur voru nefnilega málið. Vinkonurnar voru á aldrinum 16-17 en tvær voru 15. Þær voru fæddar það seint á árinu. Aldurstakmarkið var 16 ár.
Við innganginn á Ketilási gekk allt vel eða þar til kom að annarri þeirra sem var 15 ára. Hún komst ekki inn. Nú hófust miklar rökræður við dyraverðina um óréttlæti heimsins og það hve heimskulegt fyrirkomulag það væri að mismuna eftir fæðingardegi. Þarna væru krakkar í sama bekk og hluti bekkjarins kæmist inn en hinn ekki! O.s.frv. o.s.frv. Dyraveriðirnir voru fastir fyrir en þegar annar þeirra skrapp frá um kvöldið mýktist hinn aðeins og leyfði stelpunum að ganga einn hring á ballinu. Einni í einu svo það yrði minna áberandi.
Stelpunum fannst svo gaman inni á ballinu að þegar þær svo fóru aftur út var gengist í að koma þeim inn aftur og nú eftir krókaleiðum. Gluggi á stafni hússins var kjörinn til þess. Hann var hulinn rauðri þykkri flauelisgardínu og auðvelt að athafna sig bak við hana svo lítið bar á. Þær sem voru inni opnuðu gluggann (laumulega) og skyndilega voru báðar stelpurnar komnar í fjörðið með hinum á ný.
Dyraverðirnir þekktu auðvitað stelpurnar og hentu þeim út en þær komust alltaf jafnharðan inn aftur. Á þessu gekk í nokkur skipti þar til dyraverðinir uppgötvuðu leiðina. Næst þegar þeir hentu þeim út héldu þeir rakleitt að glugganum og stóðu svo þar og gripu þá sem fyrr var inn og fóru með hana rakleitt út aftur. Við lítinn fögnuð hinna.
Seinna skemmtu þær sér við að rifja þetta upp í vinkonuhópnum. Þá var mikið hlegið. Enda er þetta það eina sem eftir stendur hjá vinkonunum í dag af þessu balli. Jú og gallabuxurnar....
Dyraverðirnir mega eiga það að þeir voru ótrúlega þolinmóðir og það er næsta víst að þeir hafi skemmt sér töluvert við þetta allt saman. Alla vega sátu þeir ekki aðgerðalausir þetta kvöld á Ketilási árið 1974.
Ippa
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.4.): 17
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 83
- Frá upphafi: 249349
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
agny
-
andres
-
baldurkr
-
birgitta
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
blues
-
brahim
-
gattin
-
dabbi
-
saxi
-
ea
-
geirfz
-
gthg
-
vild
-
hannesgi
-
herdis
-
smalinn
-
hlynurh
-
maggatrausta
-
ingibjorgstefans
-
astromix
-
jensgud
-
nonniblogg
-
jullibrjans
-
ksig58
-
kiddirokk
-
lks
-
maggimark
-
mariaannakristjansdottir
-
motiv
-
nanna
-
solir
-
ottarfelix
-
palmig
-
ronnihauks
-
seljanesaett
-
sigurjonth
-
sms
-
bjre
-
stebbifr
-
stefanjon
-
fugla
-
valgerdurhalldorsdottir
-
nytthugarfar
-
ippa
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Af mbl.is
Viðskipti
- Efnahagshorfur versna á heimsvísu að mati AGS
- Gervigreind margfaldar afköstin
- Pólitíkin hér stærri áskorun
- Hið ljúfa líf: Af Hrollaugi og öðrum hetjum Suðurlands
- Helmingur eigna lífeyrissjóðs erlendis
- Þegar vörumerki flæðir frjálst
- Flugmenn telja nýju stæðin of þröng
- Brjóta blað með lífsgæðakjarna
- Svipmynd: Skortur á sjóðum sem styðja félög í vexti
- Stækka hluthafahópinn
Athugasemdir
Minnir að ég hafi nú átt eitthvað við 2 í mínu nafnskírteini og úr hafi orðið 0 á tímabili USSSSSSSSSSSS
Þeir hafa haft gaman að þessu dyraverðirnir hehe
MT
Ketilás, 19.2.2008 kl. 14:16
Ég man eftir brasinu með nafnskírteini.....ég sýndi þeim nú bara á mér magann ef ég gleymdi mínu (eftir að ég átti barn 1975) ÞÁ KOMST
ÉG UMYRÐALAUST INN....
Vilborg Traustadóttir, 19.2.2008 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.