Saga Ketilássins

Í annálum Hannesar á Melbreið og í Fundagerðabók UMF Holtshrepps kemur fram að Ketiláshúsið var upprunalega byggt árið 1926.  Þá var það byggt sem þinghús og jafnan nefnt "Hreppurinn", það var síðar tekið í notkun sem skóli.  1954 var búið að byggja það sem er upphækkun og er notað að hluta til sem eldhús í dag.  Breytingar voru gerðar á húsinu upp úr 1958.  Þá var byggður salurinn niðri (danssalurinn, sem við skólakrakkarnir þekktum sem leikfimisalinn).
Símon Þorsteinsson sem bjó á Nýrækt lengdi húsið þar sem upphækkunin er, eldhús, snyrtingar og forstofa, svo byggði Hermann Guðbjartsson frá Reykjarhóli salinn sem áður er nefndur. 
Þorsteinn í Stóraholti gaf landið undir samkomuhúsið.
Verið er að grafast fyrir um hvaðan nafnið Ketilás kemur, ef einhver veit það væri gaman að fá að vita það.
 
 
Heimildaöflun annaðist Rögnvaldur Valbergsson.  M.a. hjá Ásu á Nýrækt og Adda á Reykjarhóli. 
 
Kveðja Ippa. 
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Gaman að þessu. Mt

Hulda Margrét Traustadóttir, 7.3.2008 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 20
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 98
  • Frá upphafi: 248248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband