8.4.2008 | 21:55
Mega kaupast í Karnabæ
Ég á tvær eldri systur. Sollu og Möggu. Við bjuggum á Suaðanesi sem var einangrað þar til jarðgöng voru gerð gegn um Strákafjallið.
Þess vegna þurfti að panta vistir og varning einu sinni til tvisvar á ári að sunnan. Vörurnar komu svo með vitaskipinu. Eitt vorið var verið að panta og ákváðu Solla og Magga að "kría út" sparibuxur. Ekta stæl buxur, útvíðar og allt!!!
Þær mældu sig hátt og lágt og settu inn "tvennar buxur" og stærðina á pöntunarlistann frá Vitamál sem var staðlaður. Síðan settu þær í sviga"(mega kaupast í Karnabæ).
Karnabær var þá nýkominn til sögunnar og það þótti því ekki fínt að spóka sig um í buxum úr "Kaupfélaginu". Ætli þetta hafi ekki verið c.a.1967?
Verið góð hvert við annað...Ippa
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 17
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 248401
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- agny
- andres
- baldurkr
- birgitta
- bjarkey
- bjarnihardar
- blues
- brahim
- gattin
- dabbi
- saxi
- ea
- geirfz
- gthg
- vild
- hannesgi
- herdis
- smalinn
- hlynurh
- maggatrausta
- ingibjorgstefans
- astromix
- jensgud
- nonniblogg
- jullibrjans
- ksig58
- kiddirokk
- lks
- maggimark
- mariaannakristjansdottir
- motiv
- nanna
- solir
- ottarfelix
- palmig
- ronnihauks
- seljanesaett
- sigurjonth
- sms
- bjre
- stebbifr
- stefanjon
- fugla
- valgerdurhalldorsdottir
- nytthugarfar
- ippa
Athugasemdir
ekkert víst að svona buxur hafi fengist í kaupfélaginu.....efast reyndar um það...........
Alla frá Nýrækt (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 13:33
Efast um það líka Alla, en hvaða buxur við fengum man ég ekki !
Hulda Margrét Traustadóttir, 9.4.2008 kl. 15:07
Þetta voru frekar ljósbrúnar buxur rosalega flottar. Vel útvíðar. Ég "erfðir" þær eftir aðra ykkar ef svo má að orði komast.
Vilborg Traustadóttir, 9.4.2008 kl. 15:59
Ég heimta mynd af ykkur í buxunum
Stella (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 13:37
Ég held ég eigi einhversstaðar eina af mér í buxunum (erfðagóssinu!), úti á tröppum á Sauðanesinu. Vonandi eiga þær systur mínar líka myndir af sér í þeim!!!??? (Ippa)
Ketilás, 10.4.2008 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.