Það kom að máli við mig kona sem oft var á Ketilási í gamla daga. Hún bað mig að setja hérna fyrir sig smá pistil.......
Einhverntíman uppúr 1980 var hún á balli í félagsheimili úti á landi (ekki Ketilási þó í það skiptið) en hún hitti mann sem hún dansaði mikið við og vissi að hann var á þessu skipi, einhverju Felli heldur hún.....en það fór vel á með þeim og hann fylgdi henni heim eftir ball en kom ekki inn vegna þess að hún þorði ekki að bjóða hálf ókunnugum manni inn til sín og hún átti líka börn...hún hafði sagt honum hvar hún inni en lítið meira og þau kvöddust heitt og innilega, eða eins og hún sagði, "Ástríðufyllstu kossar lífs míns - ég gleymi þeim aldrei.
Daginn eftir í vinnunni var hringt af þessum vinalega manni og spurt hvort allt væri í lagi og hvernig henni liði ? Konan varð svo flemtri slegin þar sem hún sat þarna í vinnunni með samstarfsmennina forvitna allt í kring að hún varð vandræðaleg og lítið alúðleg við manninn og síðar þegar hún reyndi að hafa uppi á honum aftur gekk það ekki. En alltaf annað slagið blossar upp löngun til þess að hitta aftur þennan mann.
Nú lætur hún sig dreyma um að ef hann les þessar línur láti hann e.t.v. sjá sig á Ketilási í sumar. Ef hann les þetta væri gaman að fá einhverja vísbendingu frá honum til dæmis nafnið á fyrirtækinu sem konan vann hjá !
Gaman að þessu, rifjar upp gamla tíma og sumt gleymist ekki, þó árin líði !
E.t.v. náum við að komast í samband við þennan dularfulla sjómann !
Kv. Eigið góðan dag. MT
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 17
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 248401
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- agny
- andres
- baldurkr
- birgitta
- bjarkey
- bjarnihardar
- blues
- brahim
- gattin
- dabbi
- saxi
- ea
- geirfz
- gthg
- vild
- hannesgi
- herdis
- smalinn
- hlynurh
- maggatrausta
- ingibjorgstefans
- astromix
- jensgud
- nonniblogg
- jullibrjans
- ksig58
- kiddirokk
- lks
- maggimark
- mariaannakristjansdottir
- motiv
- nanna
- solir
- ottarfelix
- palmig
- ronnihauks
- seljanesaett
- sigurjonth
- sms
- bjre
- stebbifr
- stefanjon
- fugla
- valgerdurhalldorsdottir
- nytthugarfar
- ippa
Athugasemdir
En rómó og hálf sorglegt í leiðinni en rómantíkin birtist í ýmsum myndum! ;-)
Vilborg Traustadóttir, 22.4.2008 kl. 19:04
Ekki vann hún hjá póstinum?
Gaur (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 19:18
Úbbs....... hún vann á tímabili hjá póstinum en ekki þegar þetta var......en pössum upp á minnið - takmarkað hvað við getum munað 30 ár aftur í tímann.....hressa uppá minnið fellows.......hvar var hún að vinna ?
mamma mía, þetta er spennandi.............
MT
MARGRÉT (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.