Nálgast 18.000 heimsóknir

Átján þúsundasti gesturinn fær óskalag í vinning.  Endilega gefa sig fram!!

 

Unity-Print-C12153527
Við erum að fara að hittast á Akureyri um helgina "Ketilásnefndin".  Við munum funda stíft.  Það verður gengið í kynningarstarfsemi og í framhaldi af því að útbúa auglýsingar og koma þeim til fjölmiðla ásamt því að ganga frá öllum lausum endum.  Hljómsveitin Stormar frá Siglufirði er komin í æfingagírinn, ja ef ekki hreinlega æfingahaminn!  Þeir ætla að æfa stanslaust á Siglufirði síðustu vikuna fyrir ball og einnig að kanna hljómburð og annað á Ketilásnum fyrir ballið.  Nú er bara að taka fram hippamussurnar og "JESÚS-skóna" og mæta á ballið á Ketilási þann 26. júlí næstkomandi. Nú eða bara einhver þægileg föt en þemað verður hippaárin.
 
Sjáumst hress! Wizard

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jamm, þarf að kanna hljómburð,óþarfi meðan rúðurnar hanga í og þakið sæmilega naglfast, hér í den skrúfuðu hljómsveitirnar bara í botn, (fullt blast) og töldu svo í lagið, ég held það hafi ekkert breist og bara best þannig

Rögnvaldur S Valbergsson (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 12:19

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það er bara jákvætt að "máta" húsið. ;-)

Vilborg Traustadóttir, 10.7.2008 kl. 17:43

3 identicon

Já, það var hægt að taka þátt í ballinu þó maður væri á næsta bæ...bara opna gluggana

Alla Valbergs (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 23:53

4 Smámynd: Ketilás

Og svo er bara að vona að sem flestir sjái sér fært að mæta á ballið okkar allra.

Mikið væri nú gaman ef við næðum fullu húsi !

Ketilás, 11.7.2008 kl. 08:17

5 Smámynd: Ketilás

Já,auðvitað ætlar nefndin ætlar að klára þetta um helgina, útbúa auglýsingar og senda á Sigló, Ólafsfjörð og á Krókinn, Rögnvaldur dreifir vonandi á Króknum ? Ef einhver Ólafsfirðingur les þetta væri gott ef sá hinn sami gæfi sig fram og yrði svo elskulegur að taka að sér dreifingu á helstu staði þess bæjar ?? Við reddum Sigló ! Einhverntíma var Grímseyingur að comenta hér - lætur vonandi boð út ganga !  Sjáumst. MT

Ketilás, 11.7.2008 kl. 08:22

6 Smámynd: Ketilás

Er ég kanski að rugla er Röggi ekki á Króknum ?  MT

Ketilás, 11.7.2008 kl. 08:23

7 identicon

Jú, ég bý á Króknum, sendið mér bara eitthvað til að hengja upp, þessvegna bara í tölvupósti, annars hef ég verið duglegur að láta vita af þessu

Rögnvaldur S Valbergsson (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 19:51

8 Smámynd: Ketilás

Gott Röggi, reddum því fyrir mánudag....takk....já, látum berast eins og við getum, förum væntanlega í mogga viðtal og myndatöku á morgun (jesus minn, vonandi klemur það nú vel út, gerum okkar besta )

Magga formaður, Ippa ritari og Gugga gjaldkeri.

Ketilás, 11.7.2008 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband