Einstakur viðburður!

Stórdansleikur á Ketilási.

Allt sem við viljum er friður á jörð.

 

26.07.2008.

 

Laugardagskvöldið 26. júlí

mun hljómsveitin Stormar leika á dansleik á Ketilási í Fljótum, öll gömlu góðu lögin.

5 - Stormar(1)

 

 

 

 

 

 

 

Aldurstakmark 45. ár (nema í fylgd með fullorðunum).

Húsið opnar klukkan 21.30

Dansað verður fram eftir nóttu.

Missið ekki af "comeback " dansleik Hippakynslóðarinnar.

 

Tjaldstæði með snyrtingu er á Ketilási og er frítt þessa helgi.

 

 

Nefndin 

 

 

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg pottþéttur á því að þetta lag hljómaði oft á fóninum hjá Sollu og Möggu

kveðja. Röggi

Rögnvaldur S Valbergsson (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 22:58

2 Smámynd: Kristín Sigurjónsdóttir

Sæl öll gömlu Ketilás brýnin  

Ég hef verið að fylgjast með frá upphafi um þennan einstaka atburð sem er að koma að.

Mig langar að mæta á svæðið en það er óvíst að það gangi upp enda eru heysáturnar alltof litlar fyrir mig í dag og gluggarnir of þröngir  hummmm...

Þær Sauðanes systur eiga heiður skilið að gangast í það að ná saman göööömlu stuðboltunum sem mættu á Ketilás, enda var það staðurinn sem mótuðu mín fyrstu spor út í líf unglings sem þóttist vera fullorðin á þeim tíma, en viti menn ég mótaðist af þessum árum í þá konu sem ég er í dag og er mjög sátt við ... þrátt fyrir öll villings sporin á bak við heysáturnar.

Ég var á Sigló um síðustu helgi í 50. ára árgangsmóti sem var frábært í alla staði, krakkarnir heima eiga heiður skilið fyrir móttökurnar sem voru framar öllum okkar vonum.

Þessar minningar verða lengi í hjörtum okkar hjóna enda ógleymanlegar, skoðið myndir inn á http://siglo58.blog.is/blog/siglo58/ frá djamminu okkar, ég held að við höfum ekki verið Ketilás liðinu til skammar.

En eitt var ákveðið hjá okkur árganginum, það er að hittast á góðu Siglufjarðarballi í Salthúsinu Grindavík með haustinu http://salthusid.is/ þar sem við hjónin ráðum ríkjum og viljum nota húsið fyrir Siglfirðinga til að hittast, enda eins og Palli Fanndal sagði við mig, Siglfirðingar eru eins og vírus "út um allt" en auðvitað erum við algjörir gimsteinar.

Elskurnar mínar sjáumst sem flest á Ketilás og ef ég kem ekki á Ketilásinn sjáumst í Salthúsinu.

Kærar kveðjur Kristín Sigurjónsdóttir  

(Budda skipstjóra og Ásdísar dóttir, Herdísar og Jóhanns systir)

Kristín Sigurjónsdóttir, 15.7.2008 kl. 00:40

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Kristín! Það er skyldumæting fyrir þig á þetta ball, þú getur orðið samferða mér! Þá er þetta fullkomið!

Eins og þegar pabbi elti okkur langleiðina upp Sauðanesafleggjarann þar sem við hlupum til að ná að sætaferð. Þegar þau foreldrar mínir ætluðu að láta okkur "sofa yfir okkur" eftir ballið kvöldið áður. Við gáfum ekkert eftir og föttuðum að þau höfðu seinkað vekjaraklukkunni, vöknuðum og fórum í hasti ómálaðar og illa til reika á ballið en tókst þó að hlaupa pabba af okkur og "setja upp andlitið" í rútunni.

Ekki vildi ég vera pabbi minn eða mamma!!! Eða mamma þín á þessum árum!!!Pabbi þinn var alltaf á sjó svo hann missti næstum af öllu djamminu okkar....NÆSTUM.

Hvað um það Ketilásinn er málið núna!

Og svo Salthúsið!

Vilborg Traustadóttir, 15.7.2008 kl. 01:10

4 Smámynd: Ketilás

Kristín, takk !

En það jaðrar við guðlast ef þú mætir ekki ! Magga

Ketilás, 15.7.2008 kl. 09:05

5 Smámynd: Ketilás

Já Röggi þetta var sko eitt af okkar uppáhaldslögum. Spilað á rauða litla grammófóninn minn og vinillinn með Mannfred Mann orðin ansi þreyttur !  MT

Á samt ennþá margar vinil plötur

Ketilás, 15.7.2008 kl. 10:17

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Flott framtak þetta!  :)

Marta B Helgadóttir, 15.7.2008 kl. 10:25

7 identicon

Heysátur  vel á minnst.  Oft mikið að raka daginn eftir böll

Alla Valbergs (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband