Fundargerð 3 í Ketilásnefnd- You better move on.....

Fundur haldinn á "Bláu Könnunni" á Akureyri laugardaginn 12. júlí klukkan 13.45.  

Mættar eru Magga (Margrét Traustadóttir) formaður, Gugga (Guðbjörg G. Benjamínsdóttir) gjaldkeri og Vilborg Traustadóttir (Ippa) ritari.  Sem sagt Sauðanessystur mínus ein plús ein frænka. 

Fundur settur meðan beðið er eftir blaðamanni/ljósmyndara Morgunblaðsins sem hyggst taka viðtal við okkur vegna hippadansleiksins á Ketilási 26. júlí. n.k.

Ákveðið að Gugga ræði við "Staðarhaldara" á Ketilási vegna tjaldstæða, fái mannskap í miðasölu, athugi með leyfið og samlokusöluna sem ákveðið hafði verið að hafa á ballinu.

Magga sjái um að athuga með posa svo við getum tekið kort, sömuleiðis sjái hún um að fá dyraverði og útbúi miða.

Vilborg (Ippa) á að sjá um kynningar.

Ákveðið að ballið hefjist klukkan 10.00  og standi til c.a. 02.00 , húsið opnar klukkan 21.30

Blaðamaður mætti og tók krassandi viðtal og góðar myndir,  við höfum einnig sent honum gamlar myndir af Stormum og vonumst til að viðtalið birtist eigi síðar en í helgarblaði Morgunblaðsins.  Mynd var tekin af ljósmyndaranum og mun henni verða skellt hér inn við fyrsta tækifæri en það vantar eina snúru sem er í lániJoyful! Hér kemur myndin en það hefur ekkert heyrst frá blaðamanninum síðan á Bláu Könnunni!?   Fleira ekki gert og fundi slitið.  

DSC00343

Við erum þó enn að velta fyrir okkur fyrirsögn viðtalsins.  "Vaknaði upp inn á Ólafsfirði" eða "slógust með girðingarstaurum" eða "týndi fölsku tönnunum", en þar er vísað í það þegar maður nokkur bankaði upp á á Sauðanesi til að spyrjast fyrir um það hvar nákvæmlega við hefðum tjaldað á Ketilástúninu kvöldið áður, hann hafði nefnilega kíkt vð en því miður ælt fyrir utan tjaldið og týnt tönnunum ... Þetta er að verða spennuþrungin bið eftir viðtalinu.Wink


 

Síðan þessi fundur var haldinn hafa málin þróast hratt, Magga er búin að gera miðana, athuga með posann og koma þeirri vinnu yfir til gjaldkerans Guggu.  Dyravarsla er í vinnslu og vonandi fáum við fíleflda menn í þá vinnu.  Magga tók einnig að sér að gera plaggöt til að senda á nálæga staði eins og Siglufjörð, Ólafsfjörð, Sauðárkrók, Hofsós, Dalvík og Ketilás.

Gugga fékk tjaldstæðisleyfi á Ketilási fyrir gesti og það frítt með snyrtingu, leyfið klárt, samlokurnar verða til sölu á ballinu og er á fulli í því í þessum töluðu orðum að sækja um posa og ganga frá skriffinnskum í sambandi við það.

Vilborg hefur sent auglýsingar á Lífið á Sigló í Tunnuna o.fl. staði.  Einnig sent erindi til útvarps og sjónvarpsstöðva ásamt því að kanna kostnað við útvarpsauglýsingar.  Það verður tæpt með að endar nái saman en vonandi tekst okkur að ná inn einhverjum auka krónum sem við viljum þá að renni til hússins á Ketilási og viðhalds á því.  

P.s. Var rétt að loka færslunni þegar blaðamaður á Dagblaðinu hringdi til að fá upplýsingar og mun koma grein í næstu viku hjá þeim. 

Mætum því öll hress í bragði og skemmtum okkur saman á hinum eina og sanna Ketilási laugardaginn 26. júlí n.k. með hljómsveitinni Stormum.

Húsið opnar klukkan 21.30.

6 - Stormar(2)

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband