17.7.2008 | 15:41
Fundargerð 3 í Ketilásnefnd- You better move on.....
Fundur haldinn á "Bláu Könnunni" á Akureyri laugardaginn 12. júlí klukkan 13.45.
Mættar eru Magga (Margrét Traustadóttir) formaður, Gugga (Guðbjörg G. Benjamínsdóttir) gjaldkeri og Vilborg Traustadóttir (Ippa) ritari. Sem sagt Sauðanessystur mínus ein plús ein frænka.
Fundur settur meðan beðið er eftir blaðamanni/ljósmyndara Morgunblaðsins sem hyggst taka viðtal við okkur vegna hippadansleiksins á Ketilási 26. júlí. n.k.
Ákveðið að Gugga ræði við "Staðarhaldara" á Ketilási vegna tjaldstæða, fái mannskap í miðasölu, athugi með leyfið og samlokusöluna sem ákveðið hafði verið að hafa á ballinu.
Magga sjái um að athuga með posa svo við getum tekið kort, sömuleiðis sjái hún um að fá dyraverði og útbúi miða.
Vilborg (Ippa) á að sjá um kynningar.
Ákveðið að ballið hefjist klukkan 10.00 og standi til c.a. 02.00 , húsið opnar klukkan 21.30
Blaðamaður mætti og tók krassandi viðtal og góðar myndir, við höfum einnig sent honum gamlar myndir af Stormum og vonumst til að viðtalið birtist eigi síðar en í helgarblaði Morgunblaðsins. Mynd var tekin af ljósmyndaranum og mun henni verða skellt hér inn við fyrsta tækifæri en það vantar eina snúru sem er í láni! Hér kemur myndin en það hefur ekkert heyrst frá blaðamanninum síðan á Bláu Könnunni!? Fleira ekki gert og fundi slitið.

Við erum þó enn að velta fyrir okkur fyrirsögn viðtalsins. "Vaknaði upp inn á Ólafsfirði" eða "slógust með girðingarstaurum" eða "týndi fölsku tönnunum", en þar er vísað í það þegar maður nokkur bankaði upp á á Sauðanesi til að spyrjast fyrir um það hvar nákvæmlega við hefðum tjaldað á Ketilástúninu kvöldið áður, hann hafði nefnilega kíkt vð en því miður ælt fyrir utan tjaldið og týnt tönnunum ... Þetta er að verða spennuþrungin bið eftir viðtalinu.
Síðan þessi fundur var haldinn hafa málin þróast hratt, Magga er búin að gera miðana, athuga með posann og koma þeirri vinnu yfir til gjaldkerans Guggu. Dyravarsla er í vinnslu og vonandi fáum við fíleflda menn í þá vinnu. Magga tók einnig að sér að gera plaggöt til að senda á nálæga staði eins og Siglufjörð, Ólafsfjörð, Sauðárkrók, Hofsós, Dalvík og Ketilás.
Gugga fékk tjaldstæðisleyfi á Ketilási fyrir gesti og það frítt með snyrtingu, leyfið klárt, samlokurnar verða til sölu á ballinu og er á fulli í því í þessum töluðu orðum að sækja um posa og ganga frá skriffinnskum í sambandi við það.
Vilborg hefur sent auglýsingar á Lífið á Sigló í Tunnuna o.fl. staði. Einnig sent erindi til útvarps og sjónvarpsstöðva ásamt því að kanna kostnað við útvarpsauglýsingar. Það verður tæpt með að endar nái saman en vonandi tekst okkur að ná inn einhverjum auka krónum sem við viljum þá að renni til hússins á Ketilási og viðhalds á því.
P.s. Var rétt að loka færslunni þegar blaðamaður á Dagblaðinu hringdi til að fá upplýsingar og mun koma grein í næstu viku hjá þeim.
Mætum því öll hress í bragði og skemmtum okkur saman á hinum eina og sanna Ketilási laugardaginn 26. júlí n.k. með hljómsveitinni Stormum.
Húsið opnar klukkan 21.30.

Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 249263
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
agny
-
andres
-
baldurkr
-
birgitta
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
blues
-
brahim
-
gattin
-
dabbi
-
saxi
-
ea
-
geirfz
-
gthg
-
vild
-
hannesgi
-
herdis
-
smalinn
-
hlynurh
-
maggatrausta
-
ingibjorgstefans
-
astromix
-
jensgud
-
nonniblogg
-
jullibrjans
-
ksig58
-
kiddirokk
-
lks
-
maggimark
-
mariaannakristjansdottir
-
motiv
-
nanna
-
solir
-
ottarfelix
-
palmig
-
ronnihauks
-
seljanesaett
-
sigurjonth
-
sms
-
bjre
-
stebbifr
-
stefanjon
-
fugla
-
valgerdurhalldorsdottir
-
nytthugarfar
-
ippa
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Af mbl.is
Innlent
- Mikið viðbragð lögreglu í nágrenni við Selfoss
- Rétt mátulega djúpur
- Kastaði frá sér mittistösku og flúði lögreglu
- Aðstoðuðu fólk sem festist í lyftu
- Lítilsháttar él en yfirleitt léttskýjað vestan til
- Ökumaður á barnsaldri reyndi að stinga af lögreglu
- Eðlilegt að fólk verði óánægt eftir uppsögn
- Innhverf manneskja sem elskar fólk
- Potturinn þrefaldur næst
- Hlýjasta aprílbyrjun aldarinnar
Erlent
- Ásakanir um árásir ganga á víxl í vopnahléi
- Tveir skotnir til bana í Þýskalandi
- 19 árásir Rússa fyrstu sex tíma vopnahlés
- Árásir Rússa halda áfram þrátt fyrir vopnahlé
- Fimm drukknað í öldugangi í Ástralíu
- Rússneskir borgarar efast um gagnsemi vopnahlésins
- Skortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðsins
- Úkraínskir hermenn hafa enga trú á vopnahléinu
- Ætlar að frelsa gíslana án þess að láta undan
- Úkraínumenn munu virða vopnahléið
Fólk
- Veikindafríi Palla formlega lokið
- Ég hafði uppi mjög sterkar varnir
- Katrín á Aldrei fór ég suður
- Ryan Gosling í nýrri Stjörnustríðsmynd
- Ísland vekur athygli í nýju tónlistarmyndbandi
- Finnst ég í raun ekki tilheyra neins staðar
- Amanda Bynes mætt á OnlyFans
- Fyrrverandi eiginkona Scottie Pippens velur sér annan yngri
- Amma Rutar í ástarleit á Tinder
- Opnar sig um skilnaðinn við Bill Gates
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.