Morgunblaðið á morgun mánudaginn 21. júlí....eða þriðjudaginn 22.??

Á morgun kemur viðtal í Morgunblaðinu við okkur stöllurnar sem stöndum að Come-back hippaballi á Ketilási í Fljótum, Skagafirði um næstu helgi. Það er kominn fiðringur í okkur allar og allt að verða klappað og klárt.  

Gugga búin að redda sínum gjaldkeramálum og Margrét er að semja leikþátt sem opnunaratriði!  

Vilborg rembist eins og rjúpan við staurinn að vekja athygli fjölmiðla og við erum búnar að auglýsa á nálægum stöðum fyrir norðan.

Sjáumst fjallhress í Fljótunum á laugardaginn.W00t

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnað lag, Bítlarnir björguðu sálarheill bandaríkjamanna og gáfu þeim aftur vonina en þjóðin var miður sín eftir morðið á Kennedy, þeir komu með þetta lag á nákvæmlega réttum tíma en alveg fyrir tilviljun, þetta var það sem bandarísku þjóðina vantaði, I Want to hold your hand: og auðvitað beint í fyrsta sætið

Rögnvaldur S Valbergsson (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 22:19

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gaman að fá svona skýringar með lögunum. Takk fyrir það. :-)

Vilborg Traustadóttir, 20.7.2008 kl. 22:56

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Best að taka ekki of djúpt í árina að um leikþátt sé að ræða, nokkrar línur af gamansemi svona rétt til að koma fólki í stuð. Gaman að útskýringu Rögga, hefðum átt að vera með svona greinaskrif frá honum um tónlistina hér á síðunni, en það er ekki of seint, meira af þessu. Annars mánudagur og ég var að kíkja á langtímaspána og mér sýnist að það verði gott veður næsta laugardag - vonum það besta.....

Hulda Margrét Traustadóttir, 21.7.2008 kl. 07:07

4 Smámynd: Ketilás

Ég sé ekki viðtalið við okkur í Mogganum í dag. Kemur bara á morgun. Magga ekkert lítillæti leikþáttur er leikþáttur þó stuttur sé! Var einmitt að hugsa þetta sama um greinarskrif Rögga.:-)

Ippa

Ketilás, 21.7.2008 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 81
  • Frá upphafi: 248228

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband