Mín stund í rigningunni sem nú er á Akureyri...

...það rignir og rignir og ég ákvað að skoða öll lögin sem plötuspilarinn hér til hliðar hefur uppá að bjóða, og ég ráðlegg ykkur að hlusta á öll þau lög ! Ég var við tölvuna og spurði manninn minn jafnóðum um hverjir væru að spila, hann var bara nokkuð góður, náði flestum rétt enda mikill tónlistarunnandi. En mikið er ég búin að skemmta mér yfir þessum lögum...Bad moon rising og fleiri lögum, þetta er líka gott til þess að æfa textana og æfa samsönginn fyrir laugardaginn............InLoveWhistling Textarnir rifjast fljótt upp ! Rennið yfir þetta og njótið endilega og stemminginn verður dúndur góð W00t Sjáumst heil á Ketilási á laugardaginn !

En eitt er gott - það spáir góðu veðri norðanlands um helgina.....krossum fingur og vonum að það standist.....vonandi getum við litið út á Miklavatnið og séð sólina hverfa í djúpið fyrir utan, - annars bara draga fram pollagallann !

Óskum Stormum góðra æfinga svo við getum sungið og sungið og dansað og dansað á laugardaginn - tuff, tuff, tuff Stormar, get ekki beðið eftir að fá að hlusta á öll góðu gömlu lögin ! Og ég skal sko taka undir og það gera Ippa og Gugga og og Alla og Valdís og Röggi og allir hinir líka. Whistling

BARA AÐ MÆTA OG HAFA GAMAN AF.

Allt sem við viljum er friður á jörð !

Magga



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hæ, þetta er komið inn á skagafjordur.com og kemur einnig í fréttablaðinu Feyki á fimmtudag

Rögnvaldur S Valbergsson (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 20:36

2 Smámynd: Ketilás

Flott, þetta getur ekki klikkað ! MT

Ketilás, 21.7.2008 kl. 20:47

3 Smámynd: Ketilás

Flott greinin á skagafjordur.com ....takk Röggi....hef heyrt af mörgum konum sérstaklega sem vilja taka rútur og mæta, frá Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri.......hm....hm...voru strákarnir svo heitir að það gleymist stelpunum ekki - strákar, þurftuð þið ekkert að hafa fyrir þessu, þið gleymist greinilega ekki  ???? En föllumst í faðma á laugardaginn og sameinum Fjallabyggðina....og Skagafjörðin allann  endanlega, því allt sem við viljum er friður á jörð. Og eins og við vitum þá flytur tónlistin fjöll ! MT

Ketilás, 21.7.2008 kl. 20:56

4 Smámynd: Ketilás

Glæsilegt hjá ykkur. Það má ekki líta af ykkur þá gerast hlutirnir!!! Komin auglýsing á www.skagafjordur.com og í Feyki sjálfan á fimmtudaginn. Nú bíðum við eftir Mogganum á morgun, DV síðar í vikunni og vonandi fleiri fjölmiðlum sem sjá sér hag í að koma að verkefninu með okkur. Takk Röggi og takk öll sem komið hér við. Ippa

Ketilás, 21.7.2008 kl. 21:54

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þetta verður stuð! Já og Björk og Gylfi og Viðar og aðrir fljótamenn, siglfirðingarnir og ólafsfirðingarnir og skagfirðingarnir og allir hinir eins og þú segir mætast allir í sveiflu á "Ásnum"!!! ;-)

Vilborg Traustadóttir, 22.7.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 81
  • Frá upphafi: 248228

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband