22.7.2008 | 15:37
Góð viðbrögð....
Við höfum fengið góð viðbrögð við viðtalinu, þó við létum þetta vaða með girðingarstaurana, en það er að vísu satt. Þetta gerðist ! En bara einu sinni held ég.
Frétti af fólki sem dreif í því strax að panta sér gistingu fyrir norðan.
Við erum að klára að undirbúa það sem við getum gert núna,en Stormar standa í ströngu við æfingar á Sigló. Þeir eru hressir og við trúum því öll að þetta ball verði dúndurgott.
Hvernig er annað hægt þegar allt þetta hressa fólk frá frábærum tíma og með alla þessa góðu tónlist í æðunum kemur saman til að skemmta sér.
Sjáumst hress á Ásnum, þangað til farið vel með ykkur.
Setjum örugglega nýjustu fréttir inn áfram fram að helginni ! MT
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 28
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 248228
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- agny
- andres
- baldurkr
- birgitta
- bjarkey
- bjarnihardar
- blues
- brahim
- gattin
- dabbi
- saxi
- ea
- geirfz
- gthg
- vild
- hannesgi
- herdis
- smalinn
- hlynurh
- maggatrausta
- ingibjorgstefans
- astromix
- jensgud
- nonniblogg
- jullibrjans
- ksig58
- kiddirokk
- lks
- maggimark
- mariaannakristjansdottir
- motiv
- nanna
- solir
- ottarfelix
- palmig
- ronnihauks
- seljanesaett
- sigurjonth
- sms
- bjre
- stebbifr
- stefanjon
- fugla
- valgerdurhalldorsdottir
- nytthugarfar
- ippa
Athugasemdir
Já ég held m.a.s. að það hafi verið sett skemmtanabann á staðinn um tíma vegna girðingastaurabardagans!
Those were the day´s........
Ippa
Ketilás, 22.7.2008 kl. 15:55
Frábært viðtal stelpur. Þetta var sko ekki svona þegar ég var á Ketilásböllunum ..... þá börðust menn bara með hnefunum ... en það er ekki að marka, ég er svo ung, ég kemst ekki inn á laugardaginn.... ég held nefnilega að helv... glugginn sé orðinn of lítill .
En ég sá að þið gleymduð alveg að nefna af hverju strákarnir voru alltaf að slást ...
Herdís Sigurjónsdóttir, 22.7.2008 kl. 20:18
Tímarnir eru breyttir Herdís. Þarna kúrðu þessi tvö þorp yfir vetrartímann í einangrun sinni. Lágheiðin lokuð og strákagöngin ekki virk firr en ......góð spurning. Svar óskast 1964...???? Svo var öllum sleppt út að vori - stelpurnar sem voru vísar yfir veturinn voru allt í einu frjálsar til að líta á aðra stráka, frá Ólafsfirði ( ÞEIR VORU HEITIR) eða úr Skagafirðinum og öfugt ! Stelpur eru engin undantekning....og þá upphófust slagsmálin - en engin voru morðin eða slæm eftirköstin......segir sína sögu um að við vorum og erum frisamir einstaklingar og tókum okkar örlögum, öll sem eitt !
Allt sem við viljum er friður á jörð.
Það verður framkvæmdur gjörningur á Ketilási um miðnætti 26.07.2008. EF MÆTTIR VERÐA 150. manns........
Spennandi ??????
MT
Ketilás, 22.7.2008 kl. 20:42
B.T.W. glugginn verður bara stækkaður fyrir þig ! MT
Ketilás, 22.7.2008 kl. 20:44
Herdís er svoooo lítil að hún kemst inn um kjallaragluggann og inn í kolageymsluna þar sem við fermingarsysturnar földum okkur fyrir prestinum og hræddum næstum því líftóruna úr honum með meintum draugagangi!!! Þegar Herdís er kominí kolageymsluna þá verður sko heitt í kolunum!
Vilborg Traustadóttir, 22.7.2008 kl. 21:24
Halló. Þetta er frábært framtak þarna hjá ykkur og mikið óskaplega langar mig til að koma líka, en vegna þess að ég er enn svo ung þá kemst ég ekki inn ha ha fyndið. Ég ætla mér ekki að troða mér inn um neinn glugga enda þurfti ég þess ekki því að ég komst inn vegna hæðar minnar og var ég 14 ára þá . Kannski get ég reynt það aftur. HVER VERÐUR ANNARS Í DYRUNUM?
Ég veit að það verður mikið stuð þarna á Ketilási næstu helgi og ég verð þarna í anda kem á næsta ári , verð 45 þá. Þetta er vonandi rétt að byrja,verður vonandi árlegur viðburður.
Elva Gunnlaugsdóttir frá Sigló
( búsett á Sefossi)
Elva Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 23:49
Sæl Elva. Þú ert velkomin í fylgd með fullorðnum MT
Ketilás, 23.7.2008 kl. 07:02
Dyraverðirnir verða tveir öðlingar MT
Ketilás, 23.7.2008 kl. 07:07
...og Elva ef þú ert systir Önnu Stínu sem mig grunar nú....veistu hvort hún kemur norður ? MT
Ketilás, 23.7.2008 kl. 10:18
Sælar stelpur þetta er frábært framtak hjá ykkur, ég er ekki viss um að ég geti mætt Magga mín Trausta en svo sannarlega langar mig og ef einhverjar ættu að vera þarna þá eru það við ásamt Sollu .Vonandi verður góð mæting.
Kveðja Anna Stína
Anna Stína (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 13:02
Hæ. Anna Stína. Þú verður bara að koma. Rétt hjá þér við sem bjuggum næstum á Ketilási, allavega tvö sumur ! Mikið væri gaman að hitta þig !Ég held að við höfum nú alltaf verið mjög hressar og kátar þar ! Það var aldrei leiðinlegt eða lognmolla í kring um okkur - er búin að leita mikið að hippabandinu fræga sem ma og pa keyptu í Ameríku Sjáumst ! MT
Ketilás, 23.7.2008 kl. 13:26
Sælar stelpur! (Er ekki gaman að vera kallaðar stelpur!) Anna Stína ég man svo vel eftir ykkur þegar þið voruð að fara á böllin uppstrílaðar og sætar og hressar. Þá var ég ábyggilega í gammósíum og gúmmískóm að veiða silung í fjörunni eða reka beljurnar! Það væri æðislegt ef þú mættir og tækir "litlu systuir" með. Svo hún komist nú inn í "fylgd með fullorðnum"!!!!
Ippa
Ketilás, 23.7.2008 kl. 16:20
Magga eða bolina frægu sem þú teiknaðir á Friðarbolina þeir gerðust ekki flottari, ég fer bara á fortíðarflipp þvílík stemming. Vippa mín þú varst örugglega á gúmískóm að veiða silung þegar við sytur þínar vorum á ferðinni það sáust ekki flottari stelpur. Ég held bara að ég tali við hana litlu systir og sannfæri hana um hversu flott það væri að hún keirði okkur eldri systur sínar norður þá er hún örugg með að komast inn.
Anna Stína (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 16:37
Já, þvílík stemming ! Sannfærðu litlu systur, sláið saman í bensín í kreppunni og brunið norður í Fljótin góðu ! Gaman að fara á fortíðarflipp með þér Anna Stína
Ketilás, 23.7.2008 kl. 17:00
Magga skrifaði...
Ketilás, 23.7.2008 kl. 17:01
Kæru systur kæru systur. Já reynið nú að dobla litlu systur að keyra á ball á Ketilás. Hva!!það er nú ekki langt frá Selfossi bara 4 tímar. Ég man þá tíð þegar þið voru að fara á böllin og ég að fara að sofa,það var stemming í kringum þetta allt saman meir að segja ég fann hana.
Elva Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 21:51
Elva, já þetta er rétti andinn og ef þú ferð um ísbjarnarslóðir (Þverárfjall) þá er þetta bara 3 tímar og 45 mínútur, tjaldstæði frítt á Ketilásnum og við í syngjandi sveiflu þegar þangað er komið!!! Ippa ;-)
Ketilás, 24.7.2008 kl. 00:12
Þetta er engin vegalengd, bara að aka af stað og.......ekki gleyma að taka Önnu Stínu með !
Ketilás, 24.7.2008 kl. 07:02
Magga átti síðustu athugasemd
Ketilás, 24.7.2008 kl. 07:03
Er bara að bíða eftir að mega tilkynna á síðunni - að Anna Stína mæti !.........ég bíð og bíð........... MT
Ketilás, 24.7.2008 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.