Morgunútvarp rásar tvö....

Það var gaman að hlusta á viðtalið við Tedda Júll í Stormum í morgun í morgunútvarpi rásar tvö. Hann var hress og sagði meðal annars að uppistaðan í prógramminu á laugardaginn verði Stones lög og Bítlalög, Kinks og fleiri. LoL Þetta verður skemmtilegt !

Þetta verður dúndurball ! Við vitum um marga sem eru að koma á ballið og höfum verið beðnar að taka frá borð fyrir tvær heiðurskonur sem eiga örugglega met í aðsókn á böll á Ketilási. Það verður að sjálfsögðu tekið til athugunnar þar sem þær eru komnar af léttasta skeiði.

Annars, bara að mæta og næla sér í borð en við eigum nú frekar von á því að ekki verði nú mikið sest niður á þessu balli Whistling 

 Meira fljótlega.

Nefndin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er búið að vera gaman að fylgjast með þessari síðu undanfarna mánuði og hlusta og horfa á utube . Ég er '56 módel og ætla sko að mæta á staðinn.

Ég held úti bloggsíðu og kóperaði tilkynninguna ykkar í morgun til að auglýsa..

Vonandi mæta Ólafsfirðingarnir eins og í gamla daga en sleppi girðingarstaurunum!!

Frábært hjá ykkur stelpur!

kveðja úr austurbænum

Guðný Ágústsdóttir

Stórfrænkan (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 10:48

2 Smámynd: Ketilás

Takk fyrir þetta Guðný. Svona berst þetta á milli og ótrúlega margir sem eru búnir að vita þetta lengi þó auglýsingar hafi ekki verið byrtar firr en nýlega.

En við í nefndinni erum vissar um að það verður fullt af fólki og rosalega gaman, enda komin tími til að dansa aftur á Ketilásnum !

Girðingarstaurarnir voru notaðir einu sinni í slagsmálum- svo við óttumst ekkert núna enda "ALLT SEM VIÐ VILJUM ER FRIÐUR Á JÖRÐ" 

Sjáumst ! MT

Ketilás, 24.7.2008 kl. 10:59

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þakka góð orð í okkar garð (ef okkur skyldi kalla!) Við þrjár stöllurnar erum að vona að þetta verði árlegur viuðburður hér eftir og erum meira en fúsar til að gefa aðgang að síðunni ef fólk vill koma meira inn í þetta eða taka við boltanum. Okkar hugsun var að drífa þessa hugmynd inn í veruleikann. Hugmynd sem er búin að malla lengi og hjá mörgum. Magga Steingríms (siglfirðingur) og Valur Hilmars (ólafsfirðingur) bæði búsett á Akureyri, sögðu mér að þau hefðu ekkert átt eftir annað en að bóka húsið fyrir fáum átrum. Ég þakka þeim og fleirum fyrir skemmtilegar viðræður í vetur. Allt svoleiðis peppar mann upp til frekari verka.

Blessaðir girðingarstaurarnir mega alveg eiga sig þessa helgi, nú eru það bara blómin og "heysáturnar"!!!!!!

Sjáumst! ;-)

Vilborg Traustadóttir, 24.7.2008 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 81
  • Frá upphafi: 248228

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband