24.7.2008 | 21:46
Þakklæti
Þá er komið að þriðju þakkargjörð. Húsráðendur og "staðarhaldarar" á Ketilási eiga þakkir skildar fyrir að bregðast vel við og leigja okkur húsið ásamt því að greiða fyrir um tjaldstæði. Það er mikill munur fyrir þá sem koma langt að að geta slegið upp tjaldi og haldið kyrru fyrir á staðnum.
Einnig er okkur ljúft að beina þakklæti okkar til Storma fyrir að taka okkur svona vel og vilja umsvifalaust spila á ballinu. Án þeirra yrði einfaldlega ekkert ball! Þeir hafa líka gengið í ýmis verk eins og að kanna aðstæður á staðnum og látið bæta úr því sem þurfti. Einnig komið með góðar og gagnlegar ábendingar til okkar í nefndinni varðandi praktísk atriði. Mætt í viðtöl í fjölmiðlum o.s.frv. Þetta er eitthvað svo áreynslulaus samvinna í alla staði. Allir gera sitt besta og aðeins betur og enginn er að hafa óþarfa áhyggjur af einu eða neinu. Þetta er frábært.
Þakklætiskveðjur frá "Nefndinni" Möggu, Ippu og Guggu til ykkar allra sem hafið á óeigingjarnan hátt hjálpað til við að gera Hippaballið 26. júlí 2008 að veruleika. Gleymum ekki ykkur sem skoðið síðuna okkar allra og öllum sem mæta á ballið. Kveðjunni fylgir þetta lag sem á vel við hugrenningar okkar. M.a.s. líka "wondering what dress to wear now" passar við þær þessa stundina!!
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 28
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 248228
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- agny
- andres
- baldurkr
- birgitta
- bjarkey
- bjarnihardar
- blues
- brahim
- gattin
- dabbi
- saxi
- ea
- geirfz
- gthg
- vild
- hannesgi
- herdis
- smalinn
- hlynurh
- maggatrausta
- ingibjorgstefans
- astromix
- jensgud
- nonniblogg
- jullibrjans
- ksig58
- kiddirokk
- lks
- maggimark
- mariaannakristjansdottir
- motiv
- nanna
- solir
- ottarfelix
- palmig
- ronnihauks
- seljanesaett
- sigurjonth
- sms
- bjre
- stebbifr
- stefanjon
- fugla
- valgerdurhalldorsdottir
- nytthugarfar
- ippa
Athugasemdir
Tæknin er líka frábær, margt sem við höfum getað gert, án mikillar fyrirhafnar með tölvupósti, og svo miðlað fréttum á þessari síðu. Eftir frábær coment hér og víðar er maður bjartsýnn á að ballið verði vel sótt. Vonandi getum við eftir helgina sest niður og notað þessa reynslu í framtíðinni - gaman væri að ræða við fólkið í sveitinni og henda boltanum til þeirra - erum með fullt af hugmyndum sem hægt væri að nýta. Sjáumst heil. MT
Ketilás, 25.7.2008 kl. 08:32
Einmitt svo er Björk á Hraunum í framleiðslu með Hippabönd fyrir Dísu á Melbreið o.fl. Vona að hún hafi haft okkur í huga eins og þú baðst um! VT eða Ippa
Ketilás, 25.7.2008 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.