Einstakur viðburður! Gleði og gaman!


Stórdansleikur á Ketilási.

Allt sem við viljum er friður á jörð.

 

26.07.2008.

Laugardagskvöldið 26. júlí

mun hljómsveitin Stormar leika á dansleik á Ketilási í Fljótum, öll gömlu góðu lögin.

5 - Stormar(1)

 

 

 

 

 

 

 

Aldurstakmark 45. ár (nema í fylgd með fullorðunum).

Húsið opnar klukkan 21.30

Dansað verður fram eftir nóttu.

Peace-and-love-Puna-Style-Giclee-Print-C12387151

 

Missið ekki af "comeback " dansleik  Hippakynslóðarinnar.                                           

Tjaldstæði með snyrtingu er á Ketilási og er 

frítt þessa helgi.

Nefndin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Langar að segja  smávegis  frá því þegar Ketilásböllin  voru og HÉTU það var á áttunda áratug síðustu aldar  sem  mesti ljóminn var yfir þeim  allavega hvað mig snerti. Þá var ég um tvítugt og kominn á fullt að vinna í Reykjavík eins og svo margir. Þá lét maður sig hafa það að keyra norður eftir vinnu og mæta á ball sem byrjaði  yfirleitt kl  22.00 og jafnvel fyrr. Þetta með eftir vinnu. Þá var unnið til kl 16.00  jafnvel til kl 17.00  á laugardegi og þótti bara sjálfsagt,  það var þá sem maður lagði í hann norður  á ónýtum dekkjum á holottum vegi og engin Hvalfjarðargöng. Oftast var komið beinnt á ballið sem stóð sjaldnast nema til kl 2. Svo var keyrt suður á sunnudeginum. Þannig að mikið var á sig lagt til að missa ekki af þessum böllum. Í minningunni er ákveðinn glæsileiki yfir þessum böllum

Gylfi Björgvinsson, 25.7.2008 kl. 22:55

2 Smámynd: Ketilás

Gaman að þessu Gylfi. Það virðist vera sami ljóminn yfir þessu hjá þér og hjá okkur sem vorum þarna á sjöunda áratugnum, alltaf stuð og alltaf gaman og maður beið eftir laugardagskvöldinu til þess að komast á ball, hlustaði á "Lög unga fólksins", jafnvel "þáttinn við vinnuna" og auðvitað "Óskalög sjómanna" til þess að undirbúa sig fyrir ballið og vita hvaða tónlist var í gangi .Og í þessum þáttum var tónlistin sem mann langaði til þess að hlusta á. Við systkinin komum frá Sauðanesi oft í Rússajeppa með blæju, síðan eftir að Strákagöngin komu, stundum með rútunni eða með kunningjum. Já, mikið var á sig lagt á holóttu vegunum sem þá voru.

Nú er þetta allt auðveldara, samt miklar fólk fyrir sér að keyra frá Reykjavík og norður...........við eigum bágt með að skilja það þrátt fyrir að vera komin yfir miðjan aldur - en aldrei verið hressari

Stefnir í gott ball á morgun. Sjáumst hress. MT

Ketilás, 25.7.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 84
  • Frá upphafi: 249262

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband