Á síðustu metrunum.........

Upp er runnin balldagurinn mikli og stefnir í gott ball á Ketilási í kvöld. Okkur langar til að minna ykkur á að húsið opnar kl.21,30 og seldir verða gosdrykkir á ballinu og samlokusala verður einnig. Aðgangseyrir er 2.500 krónur.

Aðra drykki (ef þið kjósið) þurfið þið að taka með ykkur. Að sjálfsögðu eru reykingar ekki leyfðar inni í húsinu en stutt er að skjótast út í góða veðrið. Í dag skreppum við á Ásinn og athugum hvort við getum ekki gert þar smá hippalegt. Ippa hitti Stormana í gær þar sem þeir voru að ljúka síðustu æfingu og voru þeir að sjálfsögðu í "góðum gír".  Gugga er komin í Fljótin og margir sem ég þekki bruna þangað í dag og í kvöld. Nokkra Akureyringa þekki ég sem ætla að mæta. Sjálf er ég að henda niður í tösku því sem mér dettur í hug að dugað geti sem hippaklæðnaður í kvöld. Bruna bráðum af stað vestur.

 Meira síðar í dag. Wink

Kveðjur úr rjómablíðunni á Akureyri. Sennilega allra besti sumardagurinn hér til þessa í sumar. Mikið erum við heppin.

Já, og takk fyrir áhugann á síðunni. Heimsóknir hafa aukist jafnt og þétt síðustu dagana. E.t.v. náum við 25.þúsund heimsóknum fyrir kvöldið !

Fyrir nefndar hönd.

MT


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Hugsa til ykkar í kvöld.....góða skemmtun

Svanhildur Karlsdóttir, 26.7.2008 kl. 08:43

2 Smámynd: Ketilás

Takk Svana, verst að þið komuð ekki. Knús til þín Magga

Ketilás, 26.7.2008 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 81
  • Frá upphafi: 248228

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband