19.8.2008 | 21:20
Djúpavík - saga um síld
Eins og margir vita erum við systur fæddar á Djúpuvík og fluttum þaðan með fjölskyldunni árið 1959 að Sauðanesi, þá var ég (Ippa) tveggja ára gömul.
Sumarið 2007 kom Jón Bjarki frændi minn í heimsókn til okkar á Djúpuvík með vini sínum. Þeir höfðu verið á heimshornaflakki saman og Jonny kom að heimsækja hann. Þeir skelltu sér saman til Djúpuvíkur þar sem Jonny filmaði okkur stíft og ræddi við mig um sögu staðarins.
Hann hefur nú skellt afrakstrinum inn á Youtube.
Njótið.........Vilborg.....Ippa
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 28
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 248228
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- agny
- andres
- baldurkr
- birgitta
- bjarkey
- bjarnihardar
- blues
- brahim
- gattin
- dabbi
- saxi
- ea
- geirfz
- gthg
- vild
- hannesgi
- herdis
- smalinn
- hlynurh
- maggatrausta
- ingibjorgstefans
- astromix
- jensgud
- nonniblogg
- jullibrjans
- ksig58
- kiddirokk
- lks
- maggimark
- mariaannakristjansdottir
- motiv
- nanna
- solir
- ottarfelix
- palmig
- ronnihauks
- seljanesaett
- sigurjonth
- sms
- bjre
- stebbifr
- stefanjon
- fugla
- valgerdurhalldorsdottir
- nytthugarfar
- ippa
Athugasemdir
Dúpavík er magnaður staður!
Ég vann þar sumarið ' 85 við að gera upp hótelið sem er þar núna.
M.a. sanskúra og mála.
Náði mér svo í kall frá Hólmavík en það er nú önnur saga.
Gaman að þessu :)
Ester Júlía, 19.8.2008 kl. 21:37
Það á vel við að leika Sigurrós undir þar sem þair héldu tónleika í verksmiðjunni þetta sama sumar. Gott hjá þér að ná í Hólmvíking! ;-)
Ketilás, 19.8.2008 kl. 22:13
Ippa sendi síðustu aths...... Ippa
Ketilás, 19.8.2008 kl. 22:14
Æðislegur staður Djúpavík, fórum hjónin í fyrsta sinn í sumar og gistum á hótelinu og gengum upp fjallið, skoðuðum verksmiðjuna, þessi staður virkaði mjög sterkt á okkur og við erum ákveðin að fara þangað aftur, þarna var reist síldarverksmiðja á mettíma og á þessum tíma var þarna æðasláttur þjóðarinnar eins og seinna á Siglufirði þar sem vinnan var og peningarnir, trúbadorinn Svavar Knútur fór þarna vestur og hljóðritaði lagið Ástarsaga úr fjöllunum eftir samnefndri sögu Guðrúnar Helgadóttur inn í lýsistanki og notar ekkóið og öll umhverfishljóð eins og lækjarniðinn, ég held að þetta lag sé á you tube. ath. svavar knútur
Rögnvaldur S Valbergsson (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 21:08
Hæ, heyrðu þetta finnst á You tube, Svavar Knútur og lagið heitir Ástarsaga úr fjöllunum
kveðja Röggi
Rögnvaldur S Valbergsson (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.