Hollies

Frá Rögnvaldi Valbergssyni

Ég ætla að taka fyrir bresku hljómsveitina Hollies, þetta var band sem var stofnað snemma ársins 1960 og áttu að mér skilst uppruna sinn í Manchester, þeir vöktu athygli fyrir fallega röddun eins og reyndar fleiri bresk bönd sem við nefnum síðar, þeir voru td mjög vinsælir í Ástralíu og áttu mörg vinsæl lög. t.d. He aint' heavy, he's my brother sem Björgvin Halldórsson söng á sólóplötu sem Tónaútgáfan gaf út og þá hét lagið Með þöglu brosi, meðlimir þessarar hljómsveitar voru fjölmargir en þekktastur er líklega Graham Nash sem gekk til liðs við Crosby Stills Nash & Young en hér eru nöfn þeirra fjölmörgu sem komu eitthvað nálægt þessu bandi
Toty Hicks, Bobby Elliot, Ray Stiles, Steve Lauri, Ian Parker, 
Peter Howart, Graham Nash, Allan Clarke, Terry Sylvester
Eric Haydock, Allan Coates, Don Rathbone, Bernie Calvert
Mikael Rickfors og Carl Wayne
Allan Clarke var söngvari hljómsveitarinnar en hann og Graham Nash voru miklir félagar og byrjuðu ungir að spila saman
Hollies komu hér til lands með tónleika í Háskólabíó í byrjun febrúar 1966 og svo á balli í Lídó , þeir klikkuð svo út með að gefa hljómsveitinni Hljómum fötin af sér sem voru alveg glæný frá Carnaby street og Hljómar létu víst mynda sig í þessum fötum og gengu í þeim þangað til þau pössuðu ekki lengur vegna breytt vaxtarlags eins og gerist og gengur.



Á you tube má finna dæmigerð lög fyrir Hollies eins og Carrie Anne, On a carousel og Sorry Suzanne og Bus stop ofl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ætli fötin séu í Keflavík? Á Rokksafninu?

Vilborg Traustadóttir, 14.9.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 247475

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband