Ballið byrjað - You really got me

Ég (Vilborg) fór að versla í Krónunni á miðvikudaginn ásamt mínu fólki.  Þar hitti ég Árna Jör forkólf hljómsveitarinnar Storma.  Hann var þar að versla ásamt "spúsu" sinni.

Við bundumst fastmælum um að þeir Stormar muni spila á ballinu okkar á Ketilásnum í sumar.  Nánar tiltekið laugardagskvöldið 25. júlí. 

Hann kvað almenna og góða stemningu meðal hljómsveitarmeðlima fyrir ballinu.

Við ákváðum líka að þetta ball yrði enn betra en það sem var í fyrra, þó svo að erfitt verði að "toppa" það þar sem það var einstaklega vel heppnað í alla staði.

Auðvitað má alltaf gera gott betra og það erum við ákveðin í að gera. Margrét  "markaðsfræðingur" Traustadóttir frá Sauðanesi (systir) sem rekur "Norðurport" á Akureyri mun vera okkur stoð og stytta við að hafa góðan og skemmtilegan markað á Ketilásnum fyrr um daginn.  Takið daginn því frá þar sem þetta verður endalaus gleði!  W00t

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta 5 júlí, en ekki síðustu helgi fyrir verslunarmannahelgi ?

Rögnvaldur S Valbergsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 18:59

2 Smámynd: Ketilás

Takk fyrir að leiðrétta þetta Röggi, búin að breyta þvi í textanum. Auðvitað er þetta helgin fyrir verslunnamannahelgi. 25. júlí. Fæ ég kannski leigt á "stelpnavistinni" á Nýrækt! ;-)

Ketilás, 10.4.2009 kl. 23:14

3 identicon

fjúhhhhhh,,,,, ég var einmitt búin að fá Nýrækt helgina 25 júlí svo mér brá þegar ég sá fyrri dagsetninguna, vertu velkomin, þú hefur sennilega ekki komið þarna síðan við áttum heima þarna, þetta verður bara frábært, svo fer ég að senda eitthvað fljótlega

Rögnvaldur S Valbergsson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 22:00

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já mér datt í hug að þér hefði ekki orðið um sel! Kannski maður skelli sér í stelpnaherbergið ;-), við Alla og Valdís og Lína á Deplum o.fl. gætum þá spilað fatapóker eins og við gerðum stundum við misjafnr undirtektir enda fylgdu háværir skrækir jafnan spilinu.....eða ég gæti sagt mergjaðar draugasögur sem mér skilst á stelpunum að hafi gert þær skíthræddar.

Það verður gaman að fá meira efni frá þér á síðuna! Bestu kveðjur norður.

Vilborg Traustadóttir, 13.4.2009 kl. 22:52

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Lína var reyndar kennd við Knappsstaði í þá gömlu góðu daga (þegar Röggi var með hár:-).......

Vilborg Traustadóttir, 20.4.2009 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 81
  • Frá upphafi: 248228

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband