Stormar á stífum æfingum

Hljómsveitin Stormar hefur verið á stífum æfingum fyrir ballið á Ketilásnum í sumar.  Mörg ný lög verða á prógramminu og þau sem voru á því í fyrra verða æfð enn frekar.

Einnig verður leynigestur sem stígur á stokk með hljómsveitinni svo nú má enginn missa af neinu. Meira um það síðar. 

Nú verðum við að fara að pússa dansskóna og máta frjálslegan hippaklæðnaðinn til að verða ballhæf laugardaginn 25. júlí n.k.

Hér með fylgir sýnishorn af því nýja sem þeir Stormar bjóða upp á.  

Ég býð þér upp í dans kæri lesandi og nú verður tekið ærlega á því! 

Það verður dansað um öll tún og....mýrarnar með.....eins og í "denn".....  

Ippa  W00t

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Fjörlegar umræður hafa myndast á facebook síðunni minni og birti ég þær hér með. Það er svo gaman að skiptast á skoðunum!

Þetta verður fjör aldarinnar á Ketilásnum í sumar, Magga var að negla húsið bæði fyrir markað fyrr um daginn og ballið um kvöldið sem við vorum reyndar búnar að bóka fyrir ári síðan.

Kær kveðja Vilborg (Ippa)

Soley Sigurdardottir og Kristín Sigurjónsdóttir kunna að meta þetta.

Kristín Sigurjónsdóttir skrifaði kl. 23:29 þann 31. maí

Ekki læt ég mig vanta á Ketilásinn frekar en síðasta sumar.

Það gleður mig að geta stuðlað að frekari framkvæmdum á viðhaldi Ketiláss, sem hefur gefið mér hlýjar minningar um uppvaxtarárin í gegnum tíðina.

Svo eru Stormarnir einstakir stuðboltar og þvílíkt stuð í fyrrasumar þegar þeir stigu á stokk...ógleimanlergt...

Látum Ketilás vaxa og dafna með dugnaði þeirra Sauðanessystra.

Kveðja Kristín

Birgir Eðvarðsson skrifaði kl. 23:37 þann 31. maí

Bíddu nú hæg. Hvað með Bigga Ölmu Band, Frum, Hljómsveit Guðmundar og Miðaldamenn. Fara þær hljómsveitir ekkert að koma inn í myndina?

Vilborg Traustadóttir skrifaði kl. 00:29 þann 1. júní

Leynigesturinn víkkar sviðið frá því í fyrra ;-), um að gera að mæta og taka þetta út......þetta var svoddan dúndrandi stuð og nú er slíkur hugur í Stormunum að þeir eru hreint út sagt óstöðvandi!!

Margrét M Steingrímsd skrifaði kl. 00:50 þann 1. júní

ég er sammála Bigga, hvað með allar hinar grúbburnar sem spiluðu þegar við vorum upp á okkar besta ?

Vilborg Traustadóttir skrifaði kl. 01:00 þann 1. júní

Já hvar eru þær? Það er reyndar heilmikið mál að koma svona saman eftir mörg ár og æfa. Það er mikill metnaður í þessu hjá Stormum og æfingar stífar. Ballið verður enn betra núna en í fyrra ef einhver sem mætti á það vill trúa því? Það var svo mikil samheldni og ánægja með að hittast og nú verður þetta árviss viðburður þessa helgi. Hinar helgarnar eru allar meira og minna lausar fyrir ykkur og þær áhugasömu fyrrum hljómsveitir sem vilja láta ljós sitt skína aftan úr fortíðinni! ;-) Það verður bara erfitt að toppa Storma í stuði! :-)

Margrét Traustadóttir skrifaði kl. 14:49 þann 1. júní

Þetta verður frábært...og Stormar með fullt af fleir góðum lögum. Allt klárt með húsið !

Vilborg Traustadóttir skrifaði kl. 15:04 þann 1. júní

Verð að játa að ég er mjög forvitin um Bigga Ölmu band! Væri það kannski til í að koma og leika karnivalmúsik á markaðinum fyrr um daginn????

Þetta er allt meira og minna sjálfboðavinna eða unnið fyrir góðgerðastarfsemi. ;-)

Vilborg Traustadóttir, 1.6.2009 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 20
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 98
  • Frá upphafi: 248248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband