Frækilegur fundur...

Jæja dúllurnar mínar !

Lengi er von á að finna gamla gripi. Þannig var að árið 1992, fluttum við hjúin til Portugal í eitt sumar og fengum inni hér aðeins utan við bæinn fyrir búslóðina okkar. Um haustið fengum við bíl til að sækja dótið en einhverra hluta vegna urðum við að skilja eftir nokkra kassa. Um daginn hitti ég svo þennan góða mann sem geymdi "góssið" og hann minnti mig á þessa kassa sem eftir voru - sem ég var alveg búin að gleyma !

Í morgun fór ég síðan með eina góða konu með mér til að kíkja á þetta drasl ! En hvað leyndist þá þar - gamla hippadótið mitt sem ég hafði aldrei viljað henda ! Áteiknuðu buxurnar og bolurinn og hippabandið mitt sem mamma og pabbi keyptu í Ameríku af indjánum í kring um 1970. YES - þetta var eins og að finna fjársjóð og gott að hann kom í leitirnar núna fyrir hið væntanlega hippa ball sem verður þann 25. júlí n.k.

Ég ætla að gefa ykkur nokkrar áletranir af buxunum -

STORMAR - HR'IM - KETILÁS - KINKS - MONKEES - TÓNAR - DÁTAR - BEATLES - ROLLING STONES - FLOWERS -  o.fl. ofl.

Þessar buxur og fleira sem ég fann verður auðvitað til sýnis á Ketilási 25.07. Ekki séns að maður komist hálfa leið í þessi föt núna en samt langleiðina ! W00t

Semsagt skemmtilegur fundur og verður gaman að deila þessum heimildum með ykkur á Ketilási í sumar Heart

Nú er bara að ná úr þessu 20. ára geymslulyktinni því ekki þori ég að þvo þessa fínu gripi ,en læt þá dingla úti á svölum til hreinsunar, fram að balli Wink

Kær kveðja

Magga Trausta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott, eitthvað rámar mig í þessar buxuþegar þið Solla voruð að undirbúa ykkur fyrir Ketilásböllin, því ef maður átti eitthvað sem manni þótti flott þá gekk maður helst ekki í öðru, kveðja. Röggi

Rögnvaldur S Valbergsson (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 22:30

2 identicon

Passaðu bara að þetta fjúki ekkiaf svölunum, annað eins hefur víst gerst, annars man ég aðeins eftir fötum ykkar systra, þótti þau alltaf langflotust, fékk meira að segja lánaða kápu af annarri hvorri ykkar systra þegar ég var fermd, það var flott kápa.

kv. Alla Valbergs

Alla Valbergs. (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 23:20

3 Smámynd: Ketilás

Læt þetta sko ekki fjúka Alla - en þefa reglulega til að athuga hvort lyktin hefur minnkað ! Líklega verið svört kápa með belti, þær voru æði ! Rauðu peysuna mína með kögrinu fann ég ekki þarna en kannski er hún frammi í geymslu ! En ég man að ég fór í þessum áskrifuðu buxum og bol á Ketilásinn og víðar !

Ketilás, 12.6.2009 kl. 10:47

4 Smámynd: Ketilás

Magga skrifaði...........

Ketilás, 12.6.2009 kl. 10:47

5 identicon

Já það passar með kápuna, á enn mynd af henni(ég að sjálfsögðu í henni)

Alla Valbergs. (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 23:11

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

að var flott að þetta fannst. Já ég man eftir að ég fékk lánaðan áteiknaða bol þegar ég var í Steinsstaðaskóla og mætti í honum í mat. Á honum stóð m.a. Hippies, hass, LSD og Che Guvara. Kennarinn okkar hann Erlingur E. Halldórsson spratt upp og þusti á dyr úr matsalnum með þeim orðum að hann léti ekki bjóða sér það að sitja til borðs með manneskju sem setti nafn Che Guvara í flokk með eiturlyfjum! ( Og ég sem var svo skotin í Sævari og hann heyrði þetta):-( ( kannski varð ég bara meira spennandi fyrir vikið? Hver veit?) :-)

Þetta voru tímar þegar fólk virkilega virti skoðanir sínar.

Við krakkarnir hlógum þó að þessu en ég man að ég fann dálítið til með Erlingi að hafa sært sannfæringu hans svona (gegn um Möggu systir).......

Man eftir kápunni þegar þið segið það....

Vilborg Traustadóttir, 13.6.2009 kl. 17:44

7 identicon

Já, Erlingur Ebenezer Halldórsson var mikill kommi, ég held það hafi verið trúarbrögð hjá honum, kveðja Röggi

Rögnvaldur S Valbergsson (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 81
  • Frá upphafi: 248228

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband