29.6.2009 | 21:42
Fundargerð 2009
Fundur í Ketilásnefnd haldinn á Akureyri þann 27. júní 2009
Mættar Margrét formaður og Vilborg ritari, Gugga gjaldkeri var fjarverandi en hafði verið í símasambandi við ritara fyrir fundinn.
Ákveðið að halda markað á Ketilásnum laugardaginn 25. júlí í tengslum við hippaballið um kvöldið sama dag. Vilborg fjárfesti í hippamussum og skarti tengdu hippatímanum og verður það á boðstólum á góðu verði ásamt mörgu öðru sem hverjum og einum dettur í hug að bjóða upp á. Það má nefna matvörur eins og t.d. harðfisk og hákarl, prjónavörur, vatnslitamyndi, málverk o.m.fl.
Margrét heldur utan um "Markaðsmálin" á Ketilásnum þar sem Norðurport hefur ákveðið að flytja sig um set og vera með sína starfsemi þar þennann dag og hafa lokað á Akureyri þessa helgi.
Ákveðið að hafa málverkauppboð á laugardeginum og verður það auglýst nánar. Boðnar verða upp sex myndir eftir okkur systur og erum við að athuga með uppboðshaldara.
Ákveðið að ballið hefjist klukkan 22.00 um kvöldið.
Auglýst verður með svipuðum hætti og síðasta ár eða í dagskrám og á netinu. Einnig vonumst við til að fjölmiðlar telji þetta fréttnæmt og spjalli við okkur um framtakið og einnig hve vel tókst til í fyrra.
Við munum birta auglýsingu þegar texti og annað liggur fyrir en auglýsa þarf markað og ball samhliða.
Hljómsveitin Stormar hefur æft stíft og sent okkur ágrip af lagalista sem við reynum að setja inn á síðuna af og til. Þess ber þó að geta að mörg af þeim lögum sem við birtum hér tengjast þessum tíma og ekki er gefið mál að Stormar flytji þau öll á ballinu. Enda væri það að æra óstöðugan að ætla þeim að flytja allt það magn laga sem vinsælt var á þeirra gullaldarárum.
Ákveðið var að hefja dansleikinn með Gjörningi sem Margrét mun sjá um og fá vaska liðsmenn til liðs við sig til að útfæra hann nánar á staðnum.
Ákveðið að leita til þeirra aðila sem aðstoðuðu okkur í fyrra með miðasölu, dyravörslu og þess háttar.
Aldurstakmark verður sem fyrr 45 ár, eða í fylgd með fullorðnum.
Ákveðið að húsið njóti góðs af dansleiknum.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Vilborg Traustadóttir ritari.
Góðar stundir.....
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 28
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 248228
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- agny
- andres
- baldurkr
- birgitta
- bjarkey
- bjarnihardar
- blues
- brahim
- gattin
- dabbi
- saxi
- ea
- geirfz
- gthg
- vild
- hannesgi
- herdis
- smalinn
- hlynurh
- maggatrausta
- ingibjorgstefans
- astromix
- jensgud
- nonniblogg
- jullibrjans
- ksig58
- kiddirokk
- lks
- maggimark
- mariaannakristjansdottir
- motiv
- nanna
- solir
- ottarfelix
- palmig
- ronnihauks
- seljanesaett
- sigurjonth
- sms
- bjre
- stebbifr
- stefanjon
- fugla
- valgerdurhalldorsdottir
- nytthugarfar
- ippa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.