Markaður og ball.....

Jæja gott fólk.

Nú er orðið stutt eftir í ball sumarsins á Ketilási í Fljótum þar sem Hipparnir koma saman og dansa og skemmta sér við undirleik hinna stórgóðu Storma.

Allt að verða klárt - miðar og annað og svo erum við að herja á fjölmiðlana !

Allt hefst þetta með markaðsstemmingu kl. 14:00 til kl. 17:00 En þar verður margt til sölu. Meðal annarra verður sölufólk frá Norðurporti á Akureyri á svæðinu og svo auðvitað heimafólk og nærsveitamenn. Hippamussur, hippabönd og allt mögulegt í boði, einnig eitthvað matarkyns eins og harðfiskur og hákarl. Ef einhver lumar á sviðakjömmum sem hann vill elda og selja væri það alveg í takt við tíðarandann  + rófustöppu auðvitað......

Svo tökum við til fyrir kvöldið og gerum klárt fyrir þetta langþráða ball.

Stundvíslega klukkan 22:00 biðjum við fólk að mæta því þá tökum við öll þátt í táknrænum gjörningi á Ketilástúninu sem verið er að undirbúa. Þess vegna skiptir máli að sem flestir mæti snemma !

En áfram heldur undirbúningurinn og allt verður gert til þess að allir eigi ánægjulega stund með vinum og vandamönnum frá fornri tíð !

Sjáumst brosandi á Ketilási 25.07.2009.

Magga, Ippa og Gugga. Heart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 21
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 119
  • Frá upphafi: 248269

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband