26.7.2009 | 19:24
Nú er ballið búið.........
Takk öll sem mættuð á frábært ball á Ketilási í gær. Allt tókst mjög vel og engan skugga bar þar á. Þið eruð auðvitað skemmtilegust af öllum.
Stormar - takk fyrir frábært stuð !
Aðeins færri mættu en á síðasta ári og vildu margir kenna þar um kuldakastinu á Norðurlandi - en engum var kalt og meira að segja "gjörningurinn" á túninu tókst vel. Það verða settar inn myndir hér á síðuna fljótlega af öllum herlegheitunum !
Uppboðið gekk vel og við erum stoltar af því systur hversu vel þessu var tekið og svo bætti hún Áshildur Ö Magnúsdóttir um betur og gaf einnig mynd á uppboðið svo þær urðu alls sjö ! Einnig komu ungar stúlkur úr Fljótunum sem voru að selja ýmsa hluti á markaðnum og gáfu sinn hlut í söfnunina. Þannig að vonandi verður þetta góð viðbót í söfnunarsjóðinn hennar Þuríðar Hörpu sem við munum hafa samband við í dag eða á morgun.
Markaðurinn gekk vel og mjög góð mæting.
Meira seinna frá bara "smáþreyttum" en sælum nefndarkonum sem nú eru hver á fætur annarri að skila sér heim til sín !
En þessi síða heldur áfram auðvitað og vonandi verðið þið dugleg að kíkja hérna við, skoða myndirnar og fylgjast með framvindu mála.
Fallegt lag með honum Cliff Richard,Visions og vel við hæfi að enda á því. Stormarnir spiluðu það auðvitað af mikilli snilld og við fórum auðvitað einhver uppá stóla og veifuðum höndunum með friðarboðskapinn í huga
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 28
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 248228
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- agny
- andres
- baldurkr
- birgitta
- bjarkey
- bjarnihardar
- blues
- brahim
- gattin
- dabbi
- saxi
- ea
- geirfz
- gthg
- vild
- hannesgi
- herdis
- smalinn
- hlynurh
- maggatrausta
- ingibjorgstefans
- astromix
- jensgud
- nonniblogg
- jullibrjans
- ksig58
- kiddirokk
- lks
- maggimark
- mariaannakristjansdottir
- motiv
- nanna
- solir
- ottarfelix
- palmig
- ronnihauks
- seljanesaett
- sigurjonth
- sms
- bjre
- stebbifr
- stefanjon
- fugla
- valgerdurhalldorsdottir
- nytthugarfar
- ippa
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Af mbl.is
Innlent
- Fjóla ráðin sveitarstjóri
- Björn segir sig úr Flokki fólksins
- Þið voruð hægfara, ég beið eftir ykkur
- Stakk móður sína yfir tuttugu sinnum
- Breiðholtsmál: Frestar að taka afstöðu um sök
- Ákærður fyrir tilraun til manndráps
- Stórfelld kannabisrækt í Mosfellsbæ
- Meira um ónæmar bakteríur hér á landi
- Yfir níu þúsund atvinnulausir í desember
- Ekki tekist að vernda börn þrátt fyrir vitneskju
Erlent
- Hvað er Trump búinn að gera?
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trumps vekur ólík viðbrögð
- Skotinn til bana við skyldustörf
Athugasemdir
Takk fyrir frábært ball, þetta var mjög gaman.
sendi þér e-mail fljótlega með myndum og einnig myndir og nöfn af ungu stúlkunum sem gáfu í sjóðinn .
kv. Alla V.
Alla Valbergs. (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 20:28
Takk Alla mín. Þetta var frábært og tónlistin hljómar í eyrunum ! Gaman hvað allt gekk vel. Og takk fyrir alla hjálpina - Hvað það er gott þegar allir leggjast á eitt um að gera allt sem best...Er það ekki einmitt hugsun blómabarnanna ? Það held ég ! Knús til ykkar allra.
Ketilás, 26.7.2009 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.