Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
8.2.2008 | 14:54
Alveg að detta í 1000 heimsóknir... !!!!

Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.2.2008 | 13:27
Velkomnir allir bloggvinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.2.2008 | 17:56
Hvernig væri að láta vita af sér....
Virðist vera nokkuð mikið um heimsóknir á síðuna, hvernig væri að láta okkur vita hvernig ykkur líst á þetta og ræða málin aðeins....
Kveðja. MT
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.2.2008 | 22:27
Sunny Afternoon

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.2.2008 | 08:27
Endilega.....

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2008 | 20:37
Fréttir....
................húsið er fengið, Stormar eru í deiglunni - en eru áhugasamir. Fréttir fljótlega af því.
Annað - gjaldkerinn er búin að draga sig útúr stjórninni, sökum anna. Verðum að fá einhver í staðinn, en það reddast er það ekki ?
Horfum bjartsýn fram á veginn ! Magga
Fyrir þá sem ekki vita, minnir á Rolling Stones. Í mínum augum áttu allir að vita það. Dóttir mín sagði nefnilega hvað með þessa mynd mamma ?
Henni hefur líklega ekki litist á móður sína....hvað væri eiginlega i gangi ! MT
Bloggar | Breytt 7.2.2008 kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.2.2008 | 20:19
Fundur í Ketilásnefnd 4.nóv 2007
Fundur hefst kl.11.00 á heimili formanns. Hafði verið boðaður 3.nóv kl 16.00 á Bláu Könnunni. Gjaldkeri boðaði forföll. Formaður og ritari mættu en formaður frestaði fundi sökum mannmergðar á Bláu Könnunni.
Fundarefni:
1: Fá Ketilásinn kostnaður.
2: Ræða við Storma.
3: Opna síðu vegna hugmyndavinnu o.fl.
4: Önnur mál.
----
1: Ákveðið var að formaður negldi húsið helgina fyrir verslunnamannahelgi 2008 og fái tilskilin leyfi. Einnig ákveðið að ræða kostnað þegar nánar er vitað um hann.
2: Ritari ræði við Theódór Júlíusson um að fá hljómsveitina Storma til að spila á ballinu.
3: Ákveðið að opna bloggsíðu í framhaldinu undir nafninu Ketilás08.blog.is (Moggabloggið) sem vettvang umræðu fyrir come-backið.
Eftirfarandi opnunarávarp samið:
Haus á síðu Ketilás 2008
Undirritaðir hafa hist og talað saman um að standa fyrir come-back dansleik á Ketilási laugardaginn 26. júlí 2008. Dansleikurinn verður ætlaður fyrir 45 ára og eldri. Þ.e.a.s.aldurshóp frá gullaldarárum staðarins þar sem siglfirðingar, ólafsfirðingar og skagfirðingar komu saman til skemmtanahalds. Búið er að festa helgina og hljómsveitina Storma frá Siglufirði. Gaman væri að fá ykkur sem flest til liðs við okkur. Látið okkur endilega vita hvað ykkur finnst og einmitt til þess opnum við þessa bloggsíðu hér með!
F.h. sjálfskipaðrar undirbúningsnefndar:
Vilborg Traustadóttir, ritari
Aðrir í nefndinni:
Margrét Traustadóttir, formaður
Gísli Gíslason, gjaldkeri
4: Önnur mál: Allt sem við viljum er friður á jörð.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.35
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2008 | 20:17
Fyrsta fundargerð Ketilás 2008 - Fundurinn haldinn 23.júlí 2007
Undirbúningsfundur vegna fyrirhugaðs dansleiks bannaðs innan 45. ára á Ketilási í Fljótum sumarið 2008.
Staður: Bláa Kannan Akureyri kl: 21.00
Mættir voru Margrét Traustadóttir, Villborg Traustadóttir og Gísli Gíslason.
Fundurinn sem var fremur óformlegur en að sama skapi mjög skemmtilegur hófst stundvíslega. Fundarmenn skipuðu sér í undirbúningsnefnd, Margrét var kosin formaður, Gísli gjaldkeri og Vilborg ritari.
Ákveðið var að hafa Hippaárin sem þema dansleiksins.
Ákveðið var að byrja á því að athuga með húsið að Ketilási og kanna möguleika á að halda dansleikinn helgina fyrir verslunnamannahelgi á næsta ári (2008). Gísli mun kanna það í næstu viku. Í framhaldi af því verða næstu skref stigin en þau eru.
1. Að ná til áhugasamra til að kynna hugmyndina fyrir þeim og biðja fólk að skrá sig til þáttöku. Það verði gert hér á bloggum okkar auk þess sem það er hugmyndin að ná til fólks með því að auglýsa í Dagskránni, Tunnunni og á Sigló.is. Einnig að beita maður á mann aðferðinni alveg óspart! Fundargerðir verða birtar á þessu bloggi og vonandi víðar þegar nær dregur svo allir geti fylgst með gangi mála og komið með óskir og athugasemdir.
2. Athuga með hljómsveit sem spilar sixties lög og önnur sveitaballalög sem ómuðu um Fljótin árið 1968 til 1978 (cirka). Af nógu er að taka í þeim efnum og allar hugmyndir vel þegnar.
Ýmislegt annað var rætt á fundinum en ekki talið tímabært að ákvarða um frekari framvindu mála að sinni.
Fleira ekki gert og fundarmenn kvöddust með virktum á hlýju sumarkvöldi í göngugötunni á Akureyri kl. 10.30.
Ritari undirbúningsnefndar: Vilborg Traustadóttir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2008 | 18:32
Blómabörn....
...nú er komið að okkur að gera eitthvað skemmtilegt, þetta er okkar framlag til þess að hvetja ykkur til þess að við getum hist í sumar......
Hver man svo ekki eftir þessum snillingum...?
Og hver man ekki eftir Stormum ? Á ekki einhver góða mynd af þeim ?
Er ekki komin smá firðingur fyrir endurfundum ?
Kveðja
Magga Trausta
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2008 | 16:04
Ketilásball 2008
Undirritaðir hafa hist og talað saman um að standa fyrir "come-back" dansleik á Ketilási laugardaginn 26. júlí 2008. Dansleikurinn verður ætlaður fyrir 45 ára og eldri. Þ.e.a.s.aldurshóp frá gullaldarárum staðarins þar sem siglfirðingar, ólafsfirðingar og skagfirðingar komu saman til skemmtanahalds. Búið er að festa helgina og hljómsveitina Storma frá Siglufirði. Gaman væri að fá ykkur sem flest til liðs við okkur. Látið okkur endilega vita hvað ykkur finnst og einmitt til þess opnum við þessa bloggsíðu hér með!
F.h. sjálfskipaðrar undirbúningsnefndar:
Vilborg Traustadóttir, ritari
Aðrir í nefndinni:
Margrét Traustadóttir, formaður
Gísli Gíslason, gjaldkeri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 42
- Sl. sólarhring: 42
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 249391
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
agny
-
andres
-
baldurkr
-
birgitta
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
blues
-
brahim
-
gattin
-
dabbi
-
saxi
-
ea
-
geirfz
-
gthg
-
vild
-
hannesgi
-
herdis
-
smalinn
-
hlynurh
-
maggatrausta
-
ingibjorgstefans
-
astromix
-
jensgud
-
nonniblogg
-
jullibrjans
-
ksig58
-
kiddirokk
-
lks
-
maggimark
-
mariaannakristjansdottir
-
motiv
-
nanna
-
solir
-
ottarfelix
-
palmig
-
ronnihauks
-
seljanesaett
-
sigurjonth
-
sms
-
bjre
-
stebbifr
-
stefanjon
-
fugla
-
valgerdurhalldorsdottir
-
nytthugarfar
-
ippa