Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Simon say´s

Símon á Steinaflötum (Barði/Bæ) stjórnaði málverkauppboði til styrktar Þuríði Hörpu af röggsemi.  Hér er hann með eina "bláa" eftir Margréti sem var slegin Viðari á Hraunum,  Hvað annað? Þess má til gamans geta að Vilborg gaf Viðari eina bleika dagin eftir svo nú er það "bleikt og blátt" á Hraunum......Viðar og Anna Fríða keyptu svo eina bleika til úr safni Vilborgar (Ippu).....Þess má til gamans geta að myndirnar sem Ippa var að þvælast með á markaðinum eru nú til sýnis í Sauðanesvitanum þar sem hver listviðburðurinn rekur annan í listaþema hjá "vinum vitanna"....m.a. spilaði þar hljómsveit í dag (set inn nafnið um leið og ég fæ það staðfest).  Magga mun svo setja þar upp myndir seinni partinn í ágúst. 

IMG_3589Ippa fer að sofa núna....GaspSleeping

Niðurtalning hafin!

Við erum ekkert að tvínóna við það...vonandi verður sama rjómablíðan og sama stuðið á öllum....Ég hitti fólk á Siglufirði sem tók "allan pakkan"og fór með Jóni á Sleitó í sætaferð...."þetta verður að vera aftur næsta ár"...sögðu þau.....Já Stína Boga við stefnum að því.....Heart

 

Og gólfið var aldrei autt

 

 


Myndir komnar frá Öllu

Ég setti inn nokkrar myndir af ballinu frá Öllu.  Set fleiri frá henni og mér og af markaðinum á morgun. Þarna eru Magga og Röggi greinilega ánægð með gjörninginn....og ballið.....Wink

Magga og Röggi

 

Við stöllur erum búnar að panta húsið að ári!


Myndir

Eins og sjá má var veðrið yndislegt á Ketilásnum.  Gjörningurinn er þarna í fullum gangi.  Hann fólst í því að Röggi spilaði undir og allir sungu "Allt sem við viljum er friður á jörð" og mynduðu Peace merki í hring á túninu á Ketilási.

Skemmtileg uppákoma. Meira á morgun..

Ippa komin heim...Heart 

Gjörningur

 


Ketilás, myndir....

Róleg þær koma. - Ippa er á suðurleið og vonandi nær hún að skella þeim inn í kvöld !

Það verður gaman að virða fyrir sér herlegheitin Wink

Gleymdi að skrifa að húsið var pantað á sama tíma að ári !

Heart

MT.


Nú er ballið búið.........

Takk öll sem mættuð á frábært ball á Ketilási í gær. Allt tókst mjög vel og engan skugga bar þar á. Þið eruð auðvitað skemmtilegust af öllum.

Stormar - takk fyrir frábært stuð !

Aðeins færri mættu en á síðasta ári og vildu margir kenna þar um kuldakastinu á Norðurlandi  - en engum var kalt og meira að segja "gjörningurinn" á túninu tókst vel. Það verða settar inn myndir hér á síðuna fljótlega af öllum herlegheitunum !

Uppboðið gekk vel og við erum stoltar af því systur hversu vel þessu var tekið og svo bætti hún Áshildur Ö Magnúsdóttir um betur og gaf einnig mynd á uppboðið svo þær urðu alls sjö ! Einnig komu ungar stúlkur úr Fljótunum sem voru að selja ýmsa hluti á markaðnum og gáfu sinn hlut í söfnunina. Þannig að vonandi verður þetta góð viðbót í söfnunarsjóðinn hennar Þuríðar Hörpu sem við munum hafa samband við í dag eða á morgun.

Markaðurinn gekk vel og mjög góð mæting.

Meira seinna frá bara "smáþreyttum" en sælum nefndarkonum sem nú eru hver á fætur annarri að skila sér heim til sín !Heart

En þessi síða heldur áfram auðvitað og vonandi verðið þið dugleg að kíkja hérna við, skoða myndirnar og fylgjast með framvindu mála.

Heart Fallegt lag með honum Cliff Richard,Visions og vel við hæfi að enda á því. Stormarnir spiluðu það auðvitað af mikilli snilld og við fórum auðvitað einhver uppá stóla og veifuðum höndunum með friðarboðskapinn í huga Heart


Dagurinn komin...verður leynigestur?

 

 

Gjörningameistarinn okkar og uppboðshaldarinn eru í startholunum og það erum við líka.

Vonum að þið hafið verið ánægð með fjölmiðlaumfjöllunina á síðustu metrunum !

Allir að búa sig til ferðar og svo njótum við samvistanna síðar í dag...Heart

Við eigum gott í vændum !

Mætum öll heil á svæðið og skemmtum okkur saman í anda blómabarnanna ! Ekki gleyma gjörningnum klukkan 22:00 stundvíslega !

Og markaðnum klukkan 14:00 - 17:00 !!!! Allskonar vörur, fallegt handverk, hippamussur og skart, hippabönd, gamlar bækur, Tupperware, Volare snyrtivörur, harðfiskur og hákarl, brauðmeti og fleira gott. Sölufólk úr Fljótum, Akureyri, Ólafsfirði, Sauðárkróki og Siglufirði. Hermann frá Lambanesi tekur í nikkuna á markaðnum. Það verður líf og fjör !

Málverkauppboð til styrktar Þuríði Hörpu verður bæði á Markaðnum um klukkan 15:00 og síðan  snemma á ballinu. Boðin verða upp 6. málverk.

Minnum ykkur á að ekki eru margar konur með "posa" fyrir kort á markaðnum en hægt verður að nota öll kort fyrir kaup á aðgöngumiðum og fyrir málverkauppboðið. Aðgangseyrir að ballinu er þrjú þúsund krónur.

Stóra spurnigin er, verður leynigestur með Stornum?

Góða skemmtun !

Nefndin.ketilas-2009


Og koma svo - stuðið er rétt að byrja....Ketiás 2009

Vel við hæfi. Dagurinn runnin upp ....Woodstock Fljótanna.

Sjáumst heil og sæl !

Ketilás 25.07.2009.

Fjörið er í kvöld.

Sjáumst Heart

Nefndin.


Síðan mikið skoðuð...

...og ég má til með að bæta einu góðu lagi í safnið fyrir nóttina.

En þarf að vakna snemma og aka vestur . Góða nótt !

Í anda blómabarnanna, sendum ykkur góðar kveðjur og sjáumst heil á morgun InLove

MT og nefndin.

p.s.

Flott núna á norðurlandi - gerist ekki betra, hitastigið ekki hátt en allt svo fallegt samt !


Stormar standa fyrir sínu

 Ég leit við á æfingu há Stormum á Ketilásnum og hafi þeir verið góðir í fyrra þá eru þeir enn betri núna.

Ég get varla beðið eftir að sveifla mér á morgun eftir músikinni hjá þeim.

Það er allt smollið saman og markaðurinn verður æðislegur. Ég hitti mann og annan í Kaupélaginu á Ketilási þ.á.m. harmonikkuleikarann sem mun halda uppi stemningu á markaðinum.

Svo hitti ég konu og aðra í Kaupfélaginu á Siglufirði og þar er bullandi stemning fyrir viðburðunum. Hittumst á Ketilásnum....Ippa og hinar nefndarkonurnar....W00t ketilas-2009

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 81
  • Frá upphafi: 248228

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband