Hressir krakkar....

Hvað er það sem gerir árin frá 1968 og næstu ár þar á eftir svona eftirminnileg fyrir okkur sem vorum dugleg að fara á Ketilás böllin. Fyrst og fremst vorum við náttúrulega á þeim aldri sem unglingar skemmta sér hvað mest þeir mega, svo var það hippamenningin, mjög spennandi og sá fatnaður sem fylgdi, og svo  auðvitað tónlistin. Allar þær frábæru hljómsveitir sem lifa með okkur enn í dag og þeirra tónlist.

 Það var sérstök tilfinning að fara með rútunni frá Sigló, allir í syngjandi góðu skapi og strákarnir með pela í rassvasanum – stundum keyptum við stelpurnar eitthvað saman, einn “ungling” eða svo, sem svo var kallaður og blönduðum í gos. Hvað var svo helst drukkið ? Ekki var það bjórinn – ja nema einhver hefði verið að koma úr siglingu – nei genever, wodki og íslenskt brennivín held ég að algengast hafi verið að fólk hafi verið með með sér. Já og hvannarótarbrennivín. Svo var auðvitað sungið hátt og mikið í rútunni. 

Stundum urðu slagsmál á milli manna á Ketilás hlaðinu eða túninu og oft voru það Ólafsfirðingar og Siglfirðingar sem slógust. Alltaf var lögreglubíll frá Siglufirði á hlaðinu og mönnum þá stungið þangað ef á þurfti að halda. En oftast tókst mönnum að leysa málin og halda áfram að skemmta sér.

Þegar ég bjó á Reyðarfirði samdi ég leikrit og setti upp ásamt krökkum í níunda bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar og við kölluðum það “68 kynslóðin” Það var skemmtileg vinna og tókst vel til. Hressir krakkar þar líka.Síðast vissi ég til þess að það leikrit var sett upp í Reykholtsskóla með unglingum, þar og frænka mín ein lék í leikritinu, en vissi því miður ekki af þeirri uppsetningu firr en síðar. 

Svona getur fortíðin orðið til þess að maður finnur þörf hjá sér að reyna að endurspegla gamla tíma.  Já, þetta voru skemmtileg ár.  Og hressir krakkar. 

“Allt sem við viljum er friður á jörð” 

MT


No milk today


Mjólkin fyrir heimavistina á Nýrækt/Ketilási var alltaf sótt í Brúnastaði.  Ég og Alla höfðum oft það hlutverk og máttum þá stundum mæta aðeins seinna í skólann.  Það var alltaf til mjolk á Brúnastöðum!
Þetta lag var vinsælt á fystu Ketilásárunum get ég ýmindað mér.....Njótið vel... 
Ippa

Barnaskólabrek

Ég og vinkona mín Alla á Nýrækt vorum í fermingarfræðslu á Ketilásnum.  Þar sem við vorum í barnaskóla.  Presturinn séra Sigurpáll Hofsósklerkur var eitthvað seinn fyrir einn daginn.  Í litlu kjallaraherbergi undir kennslustofunni á Ketilásnum sem er uppi í litlu hliðarherbergi var kolageymsla.  Þarna var ennþá kolaryk.  Okkur datt það snjallræði í hug að athuga hvort presturinn hræddist drauga.  Ég fann stór stígvél þarna niðri og ataði þau í kolasalla.  Héldum við svo á stígvélunum upp í kennslustofuna og ég gekk svo aftur á bak niður tröppurnar og svo földum við okkur í kjallaranum

Þegar séra Sigurpáll svo loksins mætti lágu sótug stór stígvélaför upp tröppurnar en enginn var í stofunni!

VM._CR0,0,216,216_SS80_.jpg

Ég held að þessi gáta gæti enn verið óleyst ef við hefðum ekki komið upp um okkur með tísti og "píkuskrækjum" úr kjallaranum!

 Ketilásinn geymir góðar minningar.  Set hér inn eina og eina sögu meðfram upplýsingum um "dansleik aldarinnar"! 

 Ippa

 


Svar til Margrétar....

....svar við fyrirspurn úr gestabókinni. Já, ballið er fyrirhugað 26. júlí. MT

Meira fyrir "Möggurnar" mínar

Mér er farið að líða eins og plötusnúð!W00t

 

 

Wink  Ippa 


Fyrir "Möggurnar" mínar!

Kær kveðja, Ippa

Allt í fullum gangi

Hef heyrt í mjög áhugasömu fólki á undanförnum dögum. Áhugasömum um Ketilásball 2008 bannað innan 45 ára. Það er nú kannski svona viðmið sem við setjum okkur.  Plús mínus einhver ár ætti nú alveg að sleppa til. Án þess að ég ætli að vera með einhliða tilslakanir þá finnst okkur eðlilegt að t.d. hjón komist saman á þetta ball þó einhver aldursmunur sé á þeim. Ein sem ég heyrði í í dag sagðist hafa verið komin langleiðina með að bóka húsið ásamt fleirum fyrir svipað ball. Það var fyrir c.a. tveimur árum. Áhuginn er því greinilega fyrir hendi. Okkur langar að biðja ykkur sem hér lítið við að vinna ötullega með okkur að því að kynna þetta og endilega benda öðrum á þessa síðu.Margar hendur vinna létt verk.

Siglfirðingar, fljótamenn, ólafsfirðingar og allir þeir sem hafa skemmt sér á "Ásnum" gegn um tíðina verum með og látum í okkur heyra. W00t

 

Ippa 


Styttist í 2000 heimsóknir....

Happy ....já, það er mikil umferð hérna en við bíðum eftir fleiri "comentum" Væri gaman ef fleiri vildu tjá sig eða skrifa í gestabókina og láta vita að þeir hafi kíkt hérna inn og fyrir áhugasama sem vilja segja Ketilás-sögur - þá má senda okkur póst og við leysum málið jose.mor@simnet.is merkt Margréti og ippa@simnet.is. Og við munum byrta sögurnar ykkar á Ketilásvefnum.

Verðum í sambandi.

kv. MT

 

 

 


Fyrir nóttina


Ippa og Magga

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 150
  • Frá upphafi: 251216

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband