Meira um æskuástir.....

.....Frá ónefndum strák.... 16.02.2008.

 

" Skemmtilegt af ykkur að reyna að halda ball á 'Asnum.Ég var afar feimin í þá daga, oft stóð ég við húshornið á Ketilási og virti fyrir mér stelpurnar sem komu með rútunum frá Sauðárkróki, Siglufirði eða Ólafsfirði - einnig komu margir á einkabílum þær voru margar sætar..... Ég sá margar stelpur en var of feimin til að reyna við þær Eitt kvöld kom til mín "galvösk " stelpa sem endilega vildi dansa við mig. Ég lét tilleiðast þó ekki væri ég mikill dansmaður.  Whistling  En við erum gift í dag - svo ekki sé ég eftir neinu. Við mætum galvösk á Ketilásinn í sumar.....það verður gaman "

Já, ekki leiðinleg skilaboð .....MT


Æskuástir.......

....barst með póstinum mínum....byrt óbreytt og nafnlaust....

 

" Ég fór oft á Ketilásinn, og  sumarið 1968 hvað oftast. Ég hitti strák sem ég heillaðist af, hann var sætur og hress og við einhvernvegin smullum saman. Hvert laugardagskvöld beið hann eftir mér á Ketilási ,við héldumst hönd í hönd allt ballið, dönsuðum vangadans og keluðum smá og svo fór hvert heim til sín eftir ballið.

Sumarið leið og á síðasta balli haustsins sagði hann " Ég er að fara suður á vertíð" ég varð leið en sagði þó ekkert. Bara bless ! Þannig var það - engar skuldbindingar ekkert vesen en ástarsorg hjá mér í smá tíma.

Ég hef ekki séð hann síðan....veit að hann er giftur og á börn - það er ég líka.

Ef ég kem á Ketilás, þá er það ekki til þess að brjóta neitt upp, mitt samband við minn mann eða reyna að skemma neitt fyrir honum heldur - væri gaman að sjá hvernig hann lítur út í dag og hvernig honum hefur vegnað í lífinu. Það væri gaman. En ég er hamingjusöm í dag.

Okkur, mér og mínum Ketilásvini  var greinilega ekki ætlað að vera saman - og það er allt í lagi en hann á samt smáhólf í hjartanu mínu ! " InLove

Gaman að fá svona sögur. Frá Ketilási eigum við mörg góðar minningar. MT

 


Tíðarandinn

Það er óneitanlega dálítið snúið að kalla fram rétta tíðarandann á dansleikjum eins félagsheimilis norður í landi.  Félagsheimilis sem hefur hýst alls kyns dansleiki og samkomur í áratugi.  

Félagsheimili sem auk þess rúmaði barnaskóla undir sínu þaki í einhverja áratugi.

Við höfum farið rólega af stað.  Höfum leitað eftir tónlist frá hippaáunum og árunum fyrir þau.  Tónlist sem ruddi brautina fyrir þær breytingar sem urðu á hippaárunum.

Ást friður og frjálsar ástir.   Hvernig fer það annars saman?  Ég held að enginn geti gert sér í hugarlund hve gífurleg bylting varð á þessum árum.  Til góðs eða ills?  Það er ekkert hægt að alhæfa um það.  Það fylgja bæði kostir og gallar breytingum.  Fullvíst má þó telja að fordómar og afturhald hafi orðið að taka mörg skref aftur á bak á þessum árum og eftir þau.  Á sama tíma var kannski minna gefið fyrir tryggð og hina einu sönnu ást.  Þó auðvitað geti engar þjóðfélagslegar eða eigum við að segja vestrænar breytingar sett einhverjar skorður á hina einu sönnu ást.

 

 

Þessi söngkona var "mega hippi" , lifði og dó samkvæmt  því.....þegar lagið er búið hér á skjánum getið þið auðveldlega flett upp fleiri lögum með þessari stórkostlegu söngkonu í litlu gluggunum fyrir neðan.

 

 

Ippa 

  

 


Og þvílík innlifun

 
 
 Þær systur mínar "Ketilássjúklingarnir" héldu mikið upp á Díönu Ross og Supremes.InLove
 
 

Njótið,  Ippa

Bee Gees

Ippa

Í upphafi var orðið....

Set hér inn til gamans upphaflegu hugmyndina að því að halda "come-back" ball á Ketilási. Þetta er að finna í athugasemdum við færslu sem kallast "Eyjólfur að hressast" á bloggsíðu minni ippa.blog.is undir bloggflokknum bloggar. Stundum veltir lítil þúfa þungu hlassi......

 

"Athugasemdir

 

... ég keyrði langan bíltúr í dag... frá Akureyri til Þórshafnar og til baka seinnipartinn, var að detta inn fyrir klukkutíma síðan... landi okkar var mjööög fallegt og alveg hreint komið í blóma... svanir, gæsir og endur með ungviðið sitt á tjörnum og ám, gróðurinn stórkostlegur... Öxarfjarðarheiðin hægfara en fallegt útsýnið yfir Melrakkasléttuna... verst að ég kemst ekki í sumarfrí fyrr en um miðjan ágúst... hvernig er það annars á ekkert að hafa "come back" ball á Ketilási, bannað yngri en 40??? djöf... væri það góð hugmynd...Brattur, 29.6.2007 kl. 22:02

 

Frábær hugmynd. Set Möggu systir í málið! Hún er svo drífandi. Ætti að ganga með Miðaldamönnum eða Geirmundi gamla? Þó er ekkert sem jafnast á við Gautana einu og sönnu.Vilborg Traustadóttir, 29.6.2007 kl. 23:18

 

... í alvöru, þetta yrði gaman... veistu hver ég er???Brattur, 29.6.2007 kl. 23:25 Ég er ekki alveg viss en kannast við svipinn. Úr Ketilásþokunni. Magga systir er komin með málið með ballið!!!Vilborg Traustadóttir, 30.6.2007 kl. 11:53

 

Ég heiti sem sagt Gísli og er Gíslason og er frá Ólafsfirði, kallaður Gilli í gamla daga... Alli Gísla sem var nokkuð þekkt nafn á veitaböllunum í gamla daga er bróðir minn... svo voru þarna nöfn frá Ólafsfirði eins og Matti Sæm. Maggi Hófu og Böddi Hófu o.fl. o.fl... held hinsvegar að ég hafi oftast verið frekar stilltur og ekki áberandi... en óttalegur kjáni....Brattur, 30.6.2007 kl. 13:32

 

Já ég tengdi þig við Ólafsfjörð. Allir þekkja Alla "Ólafsfirðing", held m.a.s.að önnur hvor systra minna hafi eitthvað verið að slá sér upp með honum. Kannast við hin nöfnin sem þú nefnir.  Aðallega gegn um systur mínar. Það var svo alltaf spurning ef maður fór á Ketilásinn hvort maður vaknaði á Ólafsfirði eftir ballið! Veit ekkert um kjánaskapinn....... en hafir þú lent fyrir barðinu á okkur systrum er nú ekki að sökum að spyrja......... Hvað um það ball bannað innan 40 er nú í uppsiglingu á Ketilási ef Magga systir stendur sína plikt!!!!Vilborg Traustadóttir, 30.6.2007 kl. 15:14

 

Talandi um kjána....auðvitað man ég líka eftir Gilla Ólafsfirðingi!!! Hæ!!Halló!!Vilborg Traustadóttir, 30.6.2007 kl. 15:30"



Ippa

 


Mættum við fá meira að heyra............

.......frá ykkur, alveg að detta í þrjú þúsund heimsóknir !Happy Endilega látið vita af ykkur.

Svo má senda email á jose.mor@simnet.is  (Magga) og ippa@simnet.is okkur vantar skemmtilegt efni og svo væri gaman að fá myndir !

 

 


Varalitur í skyrtukraga

Það hefur ýmislegt gerst á honum Ketilási.  Mig langar að segja ykkur sanna sögu af mér og vinkonu minni.  Það hafði verið einhvers konar fundur hjá bændunum í Fljótum á Ketilási og ball um kvöldið. Ég og vinkona mín mættum hressar að vanda því ballið var opið öllum.  Okkur þótti bera vel í veiði þar sem svo margir af bændum og búaliði voru mættir á svæðið.  Skyndilega heyri ég hvellan hlátur Huldu vinkonu og sá einn bóndinn í öngum sínum reyna að þurrka varalit úr skyrtukraganum .

Þá datt henni í hug að láta hann líta illa út í augum eiginkonunnar þegar heim kæmi.  Auðvitað fengu allir hinir bændurnir sömu meðferð hjá okkur báðum.  Ballið snerist upp í baráttu okkar við að komast í návígi við karlpeninginn til að merkja skyrtukragann með varalit.

Það sem við skemmtum okkur við þessa iðju en bændurnir voru á hröðum flótta undan okkur allt kvöldið.  Ekki fylgir sögunni hvort Fljótamenn hafi þurft að endurnýja spariskyrturnar sínar eftir þetta kvöld.  Það væri kannski hugmynd að láta hluta af hugsanlegum ágóða af ballinu okkar 26. júlí 2008 renna í "skyrtusjóð" vegna þessara spjalla sem við vinkonurnar ullum?

Alla vega væri hugsanlegt að stofna einhvers konar sjóð til að huga að viðhaldi Ketiláshússins en ég þykist vita að sé aldrei vanþörf á peningum í slíkt? 

Bara hugmynd! Cool

Eiginkonur nú vitið þið sannleikann, þó seint sé... Ninja

 

Góðar stundir...Ippa 


Góðan daginn!

Talandi um hressa krakka og slagsmál!!!!!! 

 

Svo kemur Cliff Richards sjálfur.. 
Ippa 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 150
  • Frá upphafi: 251216

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband