Hvernig var "á Geirmundi"?

Það væri gaman að fá fréttir af ballinu með Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar sem var núna um Verslunnamannahelgina á Ketilásnum!

Var ekki fjör?

Ég trúi að hin eina sanna Ketilásstemning hafi ríkt.  Þó svo að Geirmundur hafi meira spilað í Miðgarði og í kring um Sauðárkrók í "denn", þá er alltaf gaman að fara í syngjandi sveiflu með honum.

Full-Swing-II

 

 

 

 

 

 

 

 

      .......Ippa 


Niðurtalning er hafin

"Á sama tíma að ári" sem verður hinn 25. júlí 2009. Sjá hér til vinstri......Nefndin...Gugga, Ippa, Magga...

Nefndin

Á sama tíma að ári..... !

Ég komst nú ekki til Sigló í dag eins og ég ætlaði en skrepp á morgun. Hringdi þess vegna í hana Stefaníu Hjördísi á Brúnastöðum sem er í húsnefnd Ketiás og hún er búin að bóka húsið á sama tíma að ári svo nú hefst undirbúningsvinna og við höfum hugsað okkur að hitta þá ágætu húsnefnd sem stýrir húsinu á Ketilási í haust og vita hvort við getum ekki gert meira úr þessum degi. Fjölmargar hugmyndir á sveimi varðandi það !

Svo allir saman nú - það var gaman þann 26.07.2008 en stefnum á metaðsókn á hippaball á Ketilási eftir ár 2009!Wink Það hefur sýnt sig að, það að taka góðan undirbúningstíma, borgar sig.

Höldum að sjálfsögðu áfram með síðuna og lofum ykkur að fylgjast með gangi mála. !

Nefndin "óstöðvandi" 


Á sama tíma að ári....fleiri myndir....

Dyravarsla

Það er alveg pláss fyrir fleiri myndir af Hippaballinu 26. júlí s.l. með Stormum.

Vinsamlega sendið þær á  ippa@internet.is  

Einnig ef þið viljið koma einhverju á framfæri þá er það meira en vel þegið.  

Nú tala allir um "á sama tíma að ári".  

Það væri bara snilld!  InLove



Ball um helgina

Sveiflan verður engu lík, góða skemmtun!  W00t

Stórdansleikur

Laugardaginn 2. ágúst

að Ketilási

Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar heldur uppi fjörinu.

hljomsv_geirmundar

 

 

 

 

 

 

 

 

Dansleikurinn hefst kl 23.00

Aldurstakmark 16 ár

Miðaverð 2500 kr 

Geirmundur

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvetjum alla til að mæta á ball með sjálfum sveiflukóngi Íslands og hljómsveit hans! 


Fjör um Verslunarmannahelgina á Ásnum!

 

Stórdansleikur

Laugardaginn 2. ágúst

að Ketilási

Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar heldur uppi fjörinu.

hljomsv_geirmundar

 

 

 

 

 

 

 

 

Dansleikurinn hefst kl 23.00

Aldurstakmark 16 ár

Miðaverð 2500 kr 

Geirmundur

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvetjum alla til að mæta á ball með sjálfum sveiflukóngi Íslands og hljómsveit hans!


Sumir lifa af í bransanum!!!!

 

Eins og Hollies......og Stormar Cool!!! Það sáum við á Ketilásnum s.l. laugardagskvöld.  Skrollið yfir kallinn sem talar ef þið nennið ekki að hlusta á hann, annars er það fróðlegt sem hann segir....Lagið frábært, átti það á vynil...

 

Ippa 


Myndir frá Öllu

Ég setti myndirnar okkar Öllu í sama albúm, Ketilásball 2008.  Undir myndunum er svo tekið fram hver ljósmyndarinn er, þannig að fólk getur séð hvers er hvurs á þv! Wink  Það eru fleiri myndir frá Öllu sem ég er að setja í albúmið.  Takk Alla!
Grúv-píur

 

 

 

 

Þarna eru Alla og Gugga gjaldkeri 

 

Ippa 


Bréf frá Guðnýju


Sælar skvísur J

Takk kærlega fyrir skemmtunina á laugardagskvöldið.

Við komum þrjár vinkonur og rifjuðum upp gamla takta á Ketilásnum. Og skemmtum okkur alveg hreint konunglega!!

Þetta var nú fyrsta ballið sem við fórum á með Stormum, og strákarnir voru alveg meiri háttar og lögin æææðislegJ

Við byrjuðum ekki að “stelast” á Ásinn fyrr en um 1970 en það var nú fermingarárið.!

 

Þannig að við stefnum að sjálfsögðu á ballið með Gautum um Versló.Og bíðum svo spenntar eftir balli með Miðaldarmönnum sem við þekktum nú best.

 

Ég tók eitthvað af myndum og langaði að senda ykkur þær. Vonandi nægilega stórar til að nota á vefnum ykkur. J

með bestu kveðju úr austurbænum.

 

Guðný Ágústsdóttir

 

Birt með leyfi Guðnýjar.  Myndirnar eru komnar hér til hliðar,  takk Guðný! Kissing

Ippa 


Nýju myndirnar....

Flottar myndir frá Guðnýju. Takk.

Feiri þurfa að gefa sig fram og senda myndir, þar sem skiljanlegt er að hóparnir sem komu saman á ballið tóku myndir af sínu  fólki og augnablikinu......Okkur vantar meira af myndum til að sýna þeim sem ekki komu að það má ekki koma fyrir aftur að missa af Kelásballi. Ever.

Ketilásball er Ketilásball !!

Peace merkið sem klippt var út úr flottum blómapappír sem Vilborg keypti og ég klippti út eftir minni, skilar sér afar vel á myndunum....Hippinn er í manni ennþá LoL þrátt fyrir aukakíló og aldur Ninja Eihhverstaðar þarna inni blundar hann ,hippinn og það er bara að þora að sýna hann !!!

Látum ekki aldur eða annað aftra okkur frá því að eiga góðar stundir saman.

En aðalatriðið var kvöldið góða sem stefnt var að í heilt ár og skilaði okkur dásamlegri kvöldstund með miklum samhug og gleði og var svo sannarlega alveg í anda "blómabarnanna"

 

Myndir, myndir ....TAKK.

MT

P.s.

Ekki vera feimin við að gera athugasemdir eða að skrifa í gestabókina, það væri svoooooooooo gaman fyrir okkur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 87
  • Frá upphafi: 249558

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband