Nýjar myndir

Ég notaði veðrið til að setja inn myndir frá henni Guðnýju Ágústsdóttur, hún sendi skemmtilegt bréf sem ég vona að við megum birta á síðunni. Tónlistarspilarinn þagnaði við bilunina á blogginu en við eigum öll lögin frá Öllu og setjum þau inn aftur smám saman. Friðarkveðjur, svona var stemningin á ballinu.  

Njótið myndanna!  Ippa og NefndinHeart

Give peace a change

 


Myndir úr Austurbænum (Ólafsfirði)

Papparazzi7277698 (Medium)

Hún Guðný Ágústsdóttir sendi okkur nokkrar myndir sem verða birtar síðar í dag.  Af því að við auglýstum sérstaklega eftir Paparazzi birtum við þessa strax af þessum myndarlega manni og fallegum konum sem soguðust að honum (Ég er enn með í hnjánum). Wink

 

Ippa daðurdrós! Kissing



 


Fleiri myndir?

Endilega sendið okkur fleiri myndir ef þið eigið.    ippa@internet.is

              Stormar í stuði


Spilarinn inni aftur en hljóðlaus - ball um helgina

Eins og sjá má þá er tólistarspilarinn kominn á sinn stað og aðeins betur. Það var eins og lögin væru ekki inni en svo kom þetta allt og ég henti honum inn aftur.

Maður fer allur í flækju þegar eitthvað svona óvænt gerist eins og bilun í bloggheimum!

Setti inn nokkrar myndir af ballinu okkar góða og um leið minnum við á ball á Ketilásnum um verslunarmannahelgina.

Nánar um það fljótlega.   Ippa

Danses-Print-C13704727



Tónlistarspilarinn datt út

Svo virðist vera sem tónlistarspilarinn okkar hafi glatast í þessu bilaríi hjá blog.is.  Ég bíð eftir svari frá þeim með það.  Þangað til geri ég ekkert en við eigum öll lögin svo ég fer þá að setja hann upp aftur ef hann hefur tapast í hræringunum.

Kannski var þetta spennufall eftir ballið? Wink  Bloggið hrynur! Sideways Þangað til smá  sárabót.InLove

 

Nefndin

Myndir frá ballinu

Ég var að setja inn myndir af Hippaballi aldarinnar, Woodstock Fljótamanna.  Þær eru í albúmi sem heitir Ketilásball 2008.  Mikið væri gaman að fá fleiri frá ykkur og setja inn.  Netfangið er ippa@internet.is

Gólfið stútfullt

Bloggið er ekki komið í lag aftur, en blog.is var úti vegna bilunar í diskastæðu, við verðum bara að biða þolinmóð þar til það verður lagað alveg og þá setjum við inn fleiri myndir. Við fengum margar flottar myndir frá Öllu í gær.  

Svo er Mogginn í dag með frétt af ballinu.

Ippa og hinar í nefndinni óstöðvandi eins og sagt hefur verið.Wizard

 


Hinn sanni andi....

Rétt hjá Vilborgu það ríkti hinn sanni andi blómabarna hippatímabilsins á Ketilásballinu. Það var einstök upplifun að standa að þessu balli og margt sem við getum nýtt okkur og eflir okkur til frekari dáða. Svo var Þetta eins og að hoppa til baka í tíma og maður gleymdi sér alveg í tónlistinni.

Það er nú einu sinni þannig að þegar einu verkefni líkur fer maður að hugsa um annað. Við stöllur erum með nokkrar hugmyndir sem við gætum séð fyrir okkur að virkuðu vel, ef af öðru svona balli gæri orðið á næsta ári. Það eina sem hægt er að segja um það hér og nú er að við viljum gera meira úr deginum. Til þess að það geti orðið ætlum við að leita til heimafólksins í sveitinni og viðra þær hugmyndir. En nógur tími til vangaveltna Smile En þegar vel hefur gengið kvikna draumarnir og hugurinn sveimar og sveimar.

Og Stormar eru góðir, ekki bara það að þeir geti spilað réttu tónlistina heldur líka það að þeir upplifðu þennan tíma og vita allt um það hvað var í gangi á þessum árum og það finnur maður þegar þeir spila. Frábært !

Mér fannst æðislegt hjá Stormum að brjóta dagskrána upp annað slagið og taka "Allt sem við viljum er friður á jörð" Það var svo sannarlega vel til fundið að skella þessu svona inn á milli. BARA FLOTT - og undirtektirnar - maður minn ! Enda yfirskrift dansleiksins sú sama...InLove

Og - þeir sem komu á ballið sýndu svo sannarlega að þeir kunna að skemmta sér og stemmingin var mögnuð.  Til hamingju öll og takk fyrir komuna, án ykkar hefði þetta ekki orðið svona gott, það gefur augaleið.

Er orðin spennt að sjá myndirnar sem Vilborg tók W00t

Nefndin "óstöðvandi"

MT

 


Tapað - fundið!

Ear-with-Sound-Wave-Photographic-Print-C12459331Heyrnartæki tapaðist á Ketilásballinu í gærkvöldi (þann 26. júlí).  Í eða við húsið.  Finnandi vinsamlega komi því til stelpnanna í búðinni á Ketilási eða látið okkur vita hér í athugasemdakerfinu hvar er hægt að nálgast það.

 

 

 

 

 

    Ippa 


Á sama tíma að ári?

Ég var að uppgötva það að ég ( Ippa) er að verða "atvinnulaus"!  Það hefur verið í nógu að snúast við undirbúning hippaballsins sem við héldum á Ketilási í gærkvöldi.    Nú er það um garð gengið og tókst vægast sagt mjög vel.  Allir mættu í góðu skapi og ákveðnir í að skemmta sér.  Allir létu girðingarstaurana eiga sig og féllust í faðma í hinum eina og sanna anda blómabarna hippatímabilsins.  Frjálsar ástir voru þó ekki viðhafðar að því er ég best veit en því meira var um saklaust kossaflens og innileg vinarfaðmlög og viðræður.  Hippaþemað var tekið misalvarlega og má til gamans geta þess að Björk á Hraunum mætti með fulla tösku að dásamlega fallegum hippaböndum sem hún hafði búið til og útbýtti.  Eða eins og hún sagði "fyrstir koma, fyrstir fá".  Þar sem ég var að skríða í hús heima hjá mér eftir að hafa ekið í einum rikk úr Brú, ætla ég að láta bíða morguns að setja inn nokkrar myndir og munuð þið þá fá að líta augum öll herlegheitin.  Einnig væri mjög gaman að fá myndir frá ykkur til að birta á síðunni (ippa@internet.is) og ekki væri verra að fá eins og eina "pararazzi" !!! Wink

Þetta var allt æðislega gaman.  Takk öll fyrir frábæra samveru og góða skemmtun á hinum margumrædda Ketilás.  Við í nefndinni Ippa, Gugga og Magga sendum ykkur ástar og saknaðarkveðjur með laginu Someone.Kissing

Atvinnulaus hvað?  Hittumst á sama tíma að ári!

Stormar eru æðislegir og hitta beint í hjartastað. 

Ippa InLove


Auðvitað var gaman....

Við getum sagt þær fréttir að ballið tókst í alla staði vel og aðsóknin var MJÖG góð. Erum að fara að klára dæmið og segjum frekari fréttir síðar Smile 

Takk fyrir síðast öll sem voruð á Ketilási í gær, þið voruð frábær. Vonandi hittumst við aftur að ári !

Nefndin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 87
  • Frá upphafi: 249558

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband