26.7.2008 | 17:42
Góða skemmtun !
Síðast en ekki síst. Skemmtið ykkur vel í kvöld. Nú verður sungið með svo undir tekur í Ketilásnum.
Sjáumst.
Ippa, Magga og Gugga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.7.2008 | 17:37
Í kvöld Laugardagskvöldið 26. júlí
Stórdansleikur á Ketilási.
Allt sem við viljum er friður á jörð.
26.07.2008.
Laugardagskvöldið 26. júlí
mun hljómsveitin Stormar leika á dansleik á Ketilási í Fljótum, öll gömlu góðu lögin.

Aldurstakmark 45. ár (nema í fylgd með fullorðunum).
Húsið opnar klukkan 21.30
Dansað verður fram eftir nóttu.

Missið ekki af "comeback " dansleik Hippakynslóðarinnar.
Tjaldstæði með snyrtingu er á Ketilási og er
frítt þessa helgi.
Nefndin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.7.2008 | 17:27
Frábært veður og góður andi
Við stöllurnar sem stöndum að hippaballi á Ketilási í kvöld komum þar saman í dag til að yfirfara málin á staðnum og skapa smá stemningu í salnum. Veðrið er yndislegt og fólk var að tínast á staðinn.
Ég fékk skýringu á nafninu Ketilás hjá Steina frá Nýrækt. Það mun hafa verið maður að nafni Ketill þarna sem gekk aftur og er talinn ganga enn ljósum logum á staðnum (Ekki skrítið að presturinn sem fermdi okkur Öllu hafi hrokkið við þegar við vorum að leika drauga í kolakjallaranum undir skólastofunni og létum sótug fótspor liggja upp í stofuna með því að ganga aftur á bak niður í stórum sótugum stígvélum)
Stelpurnar á Ketilásnum sögðu mikinn áhuga vera fyrir ballinu og mikið hafi verið spurt um það.
Hlökkum til að sjá ykkur öll...
Nefndin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.7.2008 | 08:14
Á síðustu metrunum.........
Upp er runnin balldagurinn mikli og stefnir í gott ball á Ketilási í kvöld. Okkur langar til að minna ykkur á að húsið opnar kl.21,30 og seldir verða gosdrykkir á ballinu og samlokusala verður einnig. Aðgangseyrir er 2.500 krónur.
Aðra drykki (ef þið kjósið) þurfið þið að taka með ykkur. Að sjálfsögðu eru reykingar ekki leyfðar inni í húsinu en stutt er að skjótast út í góða veðrið. Í dag skreppum við á Ásinn og athugum hvort við getum ekki gert þar smá hippalegt. Ippa hitti Stormana í gær þar sem þeir voru að ljúka síðustu æfingu og voru þeir að sjálfsögðu í "góðum gír". Gugga er komin í Fljótin og margir sem ég þekki bruna þangað í dag og í kvöld. Nokkra Akureyringa þekki ég sem ætla að mæta. Sjálf er ég að henda niður í tösku því sem mér dettur í hug að dugað geti sem hippaklæðnaður í kvöld. Bruna bráðum af stað vestur.
Meira síðar í dag.
Kveðjur úr rjómablíðunni á Akureyri. Sennilega allra besti sumardagurinn hér til þessa í sumar. Mikið erum við heppin.
Já, og takk fyrir áhugann á síðunni. Heimsóknir hafa aukist jafnt og þétt síðustu dagana. E.t.v. náum við 25.þúsund heimsóknum fyrir kvöldið !
Fyrir nefndar hönd.
MT
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.7.2008 | 11:13
Einstakur viðburður! Gleði og gaman!
Stórdansleikur á Ketilási.
Allt sem við viljum er friður á jörð.
26.07.2008.
Laugardagskvöldið 26. júlí
mun hljómsveitin Stormar leika á dansleik á Ketilási í Fljótum, öll gömlu góðu lögin.

Aldurstakmark 45. ár (nema í fylgd með fullorðunum).
Húsið opnar klukkan 21.30
Dansað verður fram eftir nóttu.

Missið ekki af "comeback " dansleik Hippakynslóðarinnar.
Tjaldstæði með snyrtingu er á Ketilási og er
frítt þessa helgi.
Nefndin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.7.2008 | 11:08
Og konur lúkkið í lagi...skoðið...
Og var einhver að tala um lúkkið?
Nefndin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2008 | 08:45
Akið varlega...........
Við vitum um marga sem eru á ferðinni norður í dag og á morgun. Þetta verður mikil ferðahelgi og greinilegt að straumurinn liggur norður, hér er margt um að vera og spáir besta veðrinu. Akið bara varlega hvaðan sem þið eruð að koma og við hittumst svo bara hress og kát á Ketilásnum góða.
Á morgun bíða okkur nokkur verkefni að leysa á Ásnum og svo er það bara BALLIÐ ! Góða ferð.
Sjáumst heil.
Nefndin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.7.2008 | 23:28
Ný lög á tónlistarspilaranum
Við bætum alltaf nýjum lögum á tónlistarspilarann af og til. Í kvöld var það Cliff Richards með The young ones o.fl. góð. Njótið.
Ippa og Alla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2008 | 22:18
Í fylgd með fullorðnum....
Stórdansleikur á Ketilási.
Allt sem við viljum er friður á jörð.
Athugið!!!
Laugardagskvöldið 26. júlí n.k.
mun hljómsveitin Stormar leika á dansleik
á Ketilási í Fljótum, öll gömlu góðu lögin.

Aldurstakmark 45. ár (nema í fylgd með fullorðunum).
Húsið opnar klukkan 21.30
Dansað verður fram eftir nóttu.
Missið ekki af "comeback " dansleik Hippakynslóðarinnar.
Tjaldstæði með snyrtingu er á Ketilási og er frítt þessa helgi.
Nefndin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2008 | 21:46
Þakklæti
Þá er komið að þriðju þakkargjörð. Húsráðendur og "staðarhaldarar" á Ketilási eiga þakkir skildar fyrir að bregðast vel við og leigja okkur húsið ásamt því að greiða fyrir um tjaldstæði. Það er mikill munur fyrir þá sem koma langt að að geta slegið upp tjaldi og haldið kyrru fyrir á staðnum.
Einnig er okkur ljúft að beina þakklæti okkar til Storma fyrir að taka okkur svona vel og vilja umsvifalaust spila á ballinu. Án þeirra yrði einfaldlega ekkert ball! Þeir hafa líka gengið í ýmis verk eins og að kanna aðstæður á staðnum og látið bæta úr því sem þurfti. Einnig komið með góðar og gagnlegar ábendingar til okkar í nefndinni varðandi praktísk atriði. Mætt í viðtöl í fjölmiðlum o.s.frv. Þetta er eitthvað svo áreynslulaus samvinna í alla staði. Allir gera sitt besta og aðeins betur og enginn er að hafa óþarfa áhyggjur af einu eða neinu. Þetta er frábært.
Þakklætiskveðjur frá "Nefndinni" Möggu, Ippu og Guggu til ykkar allra sem hafið á óeigingjarnan hátt hjálpað til við að gera Hippaballið 26. júlí 2008 að veruleika. Gleymum ekki ykkur sem skoðið síðuna okkar allra og öllum sem mæta á ballið. Kveðjunni fylgir þetta lag sem á vel við hugrenningar okkar. M.a.s. líka "wondering what dress to wear now" passar við þær þessa stundina!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 86
- Frá upphafi: 249557
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
agny
-
andres
-
baldurkr
-
birgitta
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
blues
-
brahim
-
gattin
-
dabbi
-
saxi
-
ea
-
geirfz
-
gthg
-
vild
-
hannesgi
-
herdis
-
smalinn
-
hlynurh
-
maggatrausta
-
ingibjorgstefans
-
astromix
-
jensgud
-
nonniblogg
-
jullibrjans
-
ksig58
-
kiddirokk
-
lks
-
maggimark
-
mariaannakristjansdottir
-
motiv
-
nanna
-
solir
-
ottarfelix
-
palmig
-
ronnihauks
-
seljanesaett
-
sigurjonth
-
sms
-
bjre
-
stebbifr
-
stefanjon
-
fugla
-
valgerdurhalldorsdottir
-
nytthugarfar
-
ippa