22.4.2008 | 17:00
Hjálp!
Óskalag frá okkur Möggu. Við höfum fengið mikla og góða hjálp frá svo mörgum. Aldrei fáum við þó nóg. Þið réttið litla putta og við tökum alla hendina. Hvað sem ykkur dettur í hug látið það flakka! Okkur þætti vænt um að fá hugmyndir og uppástungur um hvaðeina tengt ballinu okkar 26. júlí n.k. á Ketilásnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það kom að máli við mig kona sem oft var á Ketilási í gamla daga. Hún bað mig að setja hérna fyrir sig smá pistil.......
Einhverntíman uppúr 1980 var hún á balli í félagsheimili úti á landi (ekki Ketilási þó í það skiptið) en hún hitti mann sem hún dansaði mikið við og vissi að hann var á þessu skipi, einhverju Felli heldur hún.....en það fór vel á með þeim og hann fylgdi henni heim eftir ball en kom ekki inn vegna þess að hún þorði ekki að bjóða hálf ókunnugum manni inn til sín og hún átti líka börn...hún hafði sagt honum hvar hún inni en lítið meira og þau kvöddust heitt og innilega, eða eins og hún sagði, "Ástríðufyllstu kossar lífs míns - ég gleymi þeim aldrei.
Daginn eftir í vinnunni var hringt af þessum vinalega manni og spurt hvort allt væri í lagi og hvernig henni liði ? Konan varð svo flemtri slegin þar sem hún sat þarna í vinnunni með samstarfsmennina forvitna allt í kring að hún varð vandræðaleg og lítið alúðleg við manninn og síðar þegar hún reyndi að hafa uppi á honum aftur gekk það ekki. En alltaf annað slagið blossar upp löngun til þess að hitta aftur þennan mann.
Nú lætur hún sig dreyma um að ef hann les þessar línur láti hann e.t.v. sjá sig á Ketilási í sumar. Ef hann les þetta væri gaman að fá einhverja vísbendingu frá honum til dæmis nafnið á fyrirtækinu sem konan vann hjá !
Gaman að þessu, rifjar upp gamla tíma og sumt gleymist ekki, þó árin líði !
E.t.v. náum við að komast í samband við þennan dularfulla sjómann !
Kv. Eigið góðan dag. MT
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.4.2008 | 12:56
Ketilásinn!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2008 | 11:24
Mikill áhugi
Ég hef rætt við þó nokkuð marga og sagt frá Ketilásballinu 2008.
Áhugi virðist vera mikill og yfirleitt er viðkvæðið "ég/við mætum" eða "sjáumst á Ketilásnum"! Mér finnst ánægjulegt að fá þessi viðbrögð. Flestir sem ég ræði við fylgjast með hér á síðunni eða fá upplýsingar um hana frá mér.
Ég veit að fleiri eru að ræða málin, spá og spekúlera. Allir segja sömu söguna, mikill áhugi. Ég vona að við fjölmennum á Ketilásinn þann 26. júlí n.k.
Kannski væri ekki úr vegi að leigja samkvæmistjald ef húsið springur utan af mannfjöldanum? Stundum verða hús svo stór í minningunni!
Kveðja Ippa

Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2008 | 20:23
Yfir 12.000 heimsóknir!
Það er gleðilegt að sjá hve margir hafa heimsótt þessa síðu okkar. Nú er að vinda sér í að skipuleggja það sem eftir er að skippuleggja. Endilega látið okkur vita ef þið eruð með góðar hugmyndir.
Þetta lag með Status Quo getur alveg lýst því hvernig stemmningin verður á Ketilásnum þann 26. júlí í sumar.
Kveðja ippaBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 18:12
Fullkomið par...
Óþarfi að kynna þessi tvö, þau sjá alfarið um það sjálf....Kveðja Ippa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 00:08
Tónlistarspilarinn
Set af og til inn á tónlistarspilarann efni sem mér er sent af áhugasömum. Var að skella Bad Moon Rising með Creedence clearwater revival. Það var vinsælt þegar ég var á Steinsstöðum ásamt öðrum lögum með þeim. Steinsstaðir var heimavistarskóli og er í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Kannski voru ekki svo margar plötur til í skólum landsins þessi ár (kring um 1970) og kannski komu sumir nemendur með plöturnar sínar. Yrði einhvern veginn ekkert hissa þó Jens Kristján Guðmunds hafi lagt í púkkið!
Ippa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2008 | 23:12
Take Me Home Counrty Roads
Þetta munum við vafalítið syngja á leiðinni á Ketilásballið 26. júlí í sumar!!!
John Denver góður.
Kveðja Ippa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2008 | 13:40
Paula Abdul
Frábær skemmtikraftur....! Sjálf dómarinn í American Idol. kveðja Ippa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2008 | 22:50
Bay City Rollers
Góða helgi og farið vel með ykkur. Kveðja Ippa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 20
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 154
- Frá upphafi: 251179
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
agny
-
andres
-
baldurkr
-
birgitta
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
blues
-
brahim
-
gattin
-
dabbi
-
saxi
-
ea
-
geirfz
-
gthg
-
vild
-
hannesgi
-
herdis
-
smalinn
-
hlynurh
-
maggatrausta
-
ingibjorgstefans
-
astromix
-
jensgud
-
nonniblogg
-
jullibrjans
-
ksig58
-
kiddirokk
-
lks
-
maggimark
-
mariaannakristjansdottir
-
motiv
-
nanna
-
solir
-
ottarfelix
-
palmig
-
ronnihauks
-
seljanesaett
-
sigurjonth
-
sms
-
bjre
-
stebbifr
-
stefanjon
-
fugla
-
valgerdurhalldorsdottir
-
nytthugarfar
-
ippa