Gestur nr 10.000 hefur gefið sig fram

Húrra og óskar eftir óskalgi fyrir vikið..

..og ef ég tala um óskalag með þessu, þá er það svo sem alveg sama, en eitt lag er samt ansi skemmtilegt og ætti vel við eftir ballið, en það er lagið Walk like a man  með four seasons...ef þú átt það ekki skal ég senda þér það.

Kveðja ...Alla 


Heart of gold

Ég sendi mínar bestu kveðjur til skólasystkina minna af Ketilásnum, sérstaklega þeim Nýræktarsystkinum og einnig Gunnari í "Holti" (Stóra-Holti) sem ég held (þrátt fyrir að hafa sparkað í rassgatið á mér einu sinni) að hafi hjarta úr gulli. Einnig fær "hinn síðuhaldarinn"  baráttukveðjur frá mér.  

Keep up the good spirit!!!

Ippa 


Bráðum kemur betri tíð................

.....með blóm í haga....

Sendum ykkur blómakveðjur, hvar sem þið eruð niðurkomin.

Það verður gaman að sjá ykkur í sumar.

MT og Ippa


Stóra spurningin er...........

Hver laumaðist hér inn í skjóli nætur og var númer 10. þúsund en lét ekki vita af sér...?????

Endilega látið heyra frá ykkur í gestabókinni hér á síðunni eða á blogginu eða sendið okkur email. Er einhver spenningur fyrir svona balli ? eða ????

 

ippa@simnet.is

magga.tr@simnet.is

 

Annars - eigið góða daga....meira síðar. MT


Óskalag

Ein ofsa pæja frá Sigló sem ég dansaði við sumarið 1968 fær  ástar og saknaðarkveðjur frá einum misheppnuðum af Ketilásnum.  Sjámst hress í sumar.

Liði......

Ippa setti inn. 


Simon says

Annað óskalag frá Öllu á Nýrækt komið í spilarann hér við hliðina.  Njótið,

 

Kveðja Ippa 


Fyrsta óskalagið

Setti upp tónlistarspilara fyrir fyrsta óskalagið okkar. Það er kveðja frá henni Öllu á Nýrækt og er á spilaranum hér til vinstri á síðunni.

Take good care of my baby.  Spurning dagsins er,  Hver flytur það?

 

Kveðja Ippa 

 

Auðvitað!!!! Kissing


10.000 heimsóknir... alveg að koma.....

Sá sem verður númer 10. þúsund hingað inn verður að kynna sig.

 

Vinafundur....

Kv.

MT


Óskalögin

Við ákváðum að hafa óskalagaþátt hér á síðunni.  Þeir sem óska eftir einhverju ákveðnu lagi geta sent kveðjur og ósk um lög á netfangið ippa@simnet.is eða magga.tr@simnet.is  en einnig er hægt að koma þeim á framfæri í athugasemdakerfinu hér eða einfaldlega við efstu færslu á blogginu hverju sinni.

Við munum reyna að uppfyllla óskir um lögin ef þau eru aðgengileg einhvers staðar á netinu.

Það er stundum erfitt að ná í íslensku lögin en það má alltaf reyna.

Ég leyfi mér að hefja leikinn og sendi öllum unnendum Ketilássins mínar bestu kveðjur.  Sjáumst hress þann 26. júlí 008 á Ketilásnum!

Með laginu: Dont let me down með Bítlunum! Wink

 

 

Kveðja Ippa

Læt loksins heyra frá mér......

...hef verið eitthvað of upptekin til að skrifa hér inn og er farin að skammast mín. Þökk sé Ippu fyrir að vera svona dugleg við að setja inn allar þessar perlur sem við eigum frá gullaldarárum tónlistar í heiminum !

Þegar ég hlustaði á Engilbert...hugsaði ég um rauða litla sæta plötuspilarann minn sem var eins og taska og ég gat farið með hann hvert sem ég vildi og tengt við rafmagn. Þvílík dýrð ! Á honum gatslitum við hverri plötunni á eftir annari, ég á þær samt allar ennþá og strík þeim annað slagið og hlusta á þær þó aðeins ískri í..............

Ég á nefnilega ennþá þá Engilbert og Tom og Rod og Bítlana og Stones og fl. og fl. á vinil. Og það sem betra er þá er til plötuspilari á heimilinu sem getur spilað vinil ...........Kissing Það er svo dásamlegt !

Annars allt í góðum gír og stittist alltaf í hittingin okkar á Ketilási, vonum bara að fólk taki nú saman höndum og mæti á þetta ball sem á að verða ofurgott ball !Smile Í skjóli heystakka og góðrar tónlistar á Ketilási í Fljótum, 26. júlí með STORMUM frá Siglufirði !

 

 

Minn plötuspilari var í þessum stíl bara rauður.

Heyrumst. MT

 

Þessi er þó líklega svona tíu árum eldri, minn var einfaldari......

 

Það er eitthvað mjög sjarmerandi við þetta - ekki rétt ? Og tónlistin ómaði !

Góða helgi. MT

Love is in the air.......vonandi hafa það allir sem best.....Peace !


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 21
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 155
  • Frá upphafi: 251180

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband