Færsluflokkur: Bloggar

Dagurinn komin...verður leynigestur?

 

 

Gjörningameistarinn okkar og uppboðshaldarinn eru í startholunum og það erum við líka.

Vonum að þið hafið verið ánægð með fjölmiðlaumfjöllunina á síðustu metrunum !

Allir að búa sig til ferðar og svo njótum við samvistanna síðar í dag...Heart

Við eigum gott í vændum !

Mætum öll heil á svæðið og skemmtum okkur saman í anda blómabarnanna ! Ekki gleyma gjörningnum klukkan 22:00 stundvíslega !

Og markaðnum klukkan 14:00 - 17:00 !!!! Allskonar vörur, fallegt handverk, hippamussur og skart, hippabönd, gamlar bækur, Tupperware, Volare snyrtivörur, harðfiskur og hákarl, brauðmeti og fleira gott. Sölufólk úr Fljótum, Akureyri, Ólafsfirði, Sauðárkróki og Siglufirði. Hermann frá Lambanesi tekur í nikkuna á markaðnum. Það verður líf og fjör !

Málverkauppboð til styrktar Þuríði Hörpu verður bæði á Markaðnum um klukkan 15:00 og síðan  snemma á ballinu. Boðin verða upp 6. málverk.

Minnum ykkur á að ekki eru margar konur með "posa" fyrir kort á markaðnum en hægt verður að nota öll kort fyrir kaup á aðgöngumiðum og fyrir málverkauppboðið. Aðgangseyrir að ballinu er þrjú þúsund krónur.

Stóra spurnigin er, verður leynigestur með Stornum?

Góða skemmtun !

Nefndin.ketilas-2009


Og koma svo - stuðið er rétt að byrja....Ketiás 2009

Vel við hæfi. Dagurinn runnin upp ....Woodstock Fljótanna.

Sjáumst heil og sæl !

Ketilás 25.07.2009.

Fjörið er í kvöld.

Sjáumst Heart

Nefndin.


Síðan mikið skoðuð...

...og ég má til með að bæta einu góðu lagi í safnið fyrir nóttina.

En þarf að vakna snemma og aka vestur . Góða nótt !

Í anda blómabarnanna, sendum ykkur góðar kveðjur og sjáumst heil á morgun InLove

MT og nefndin.

p.s.

Flott núna á norðurlandi - gerist ekki betra, hitastigið ekki hátt en allt svo fallegt samt !


Stormar standa fyrir sínu

 Ég leit við á æfingu há Stormum á Ketilásnum og hafi þeir verið góðir í fyrra þá eru þeir enn betri núna.

Ég get varla beðið eftir að sveifla mér á morgun eftir músikinni hjá þeim.

Það er allt smollið saman og markaðurinn verður æðislegur. Ég hitti mann og annan í Kaupélaginu á Ketilási þ.á.m. harmonikkuleikarann sem mun halda uppi stemningu á markaðinum.

Svo hitti ég konu og aðra í Kaupfélaginu á Siglufirði og þar er bullandi stemning fyrir viðburðunum. Hittumst á Ketilásnum....Ippa og hinar nefndarkonurnar....W00t ketilas-2009

 


Það var lagið....

..Og við tjúttum og tröllum,  Ippa, Magga og Gugga....ketilas-2009


Jæja...Ketilás á morgun !

ketilas-2009

Þetta verður spilað.

Og þetta....

Eruð þið ekki orðin spennt ?

Nefndin.


Svar til Ninnu.

Fyrirspurn um það hvort ballinu verði aflýst ? Vegna veðurs....ó, nei.

Spáin er ágæt fyrir þetta svæði á morgun. Við erum nú einu sinni Íslendingar.

Markaðurinn verður inni á Ketilási !

Nei, nei, nei, við aflýsum sko aldeilis ekki. Nú er að hlýna og eini staðurinn sem ég veit um til að gista á Ketilási er auðvitað tjaldstæðið en svo eru gistiheimili á Siglufirði eða vinir og vandamenn ? Einhver sem hefur lausn á þessu fyrir þrjár konur ? Þær segjast vera "gamlar" sem er örugglega djók !

Smile Ninna - Því var hvíslað að mér að það mætti spyrjast fyrir með gistingu á Bjarnagili.

 


Og nú hefst stuðið !

Allt á fullu....

Gaman !


Van Morrisson

... ég man hvað mér þótti þetta lag flott og notaði það í leiksýningu austur á fjörðum fyrir margt löngu og krakkarnir "fíluðu" það í botn . Lagið hefur verið birt hér áður en.....hver stenst freistinguna..????

 

MT

Njótið !


Undurfallegt....

....eitthvað fyrir okkur að hugsa um ....

... og syngjum með......

Öll sem eitt erum við með fallegar minningar frá æskuárunum og þær eru margar frá Ketilásnum.

Fyrsti kossinn, fyrsti vangadansinn ???......Öll vorum við ung og þráðum líf og fjör !
Þetta lag er tileinkað okkur öllum.

 

Sjáumst öll, akið varlega.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 32
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 250991

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband