5500 gestir

Reyndar yfir 5600 búnir að heimsækja síðuna. Nú er lag að koma á framfæri óskum um fyrirkomulag á ballinu okkar 26. júlí n.k. Ætlað fyrir 45 ára og eldri. Við erum sem sagt búnar að bóka Ketiláshúsið það kvöld og hljómsveitin Stormar var mjög áhugasöm síðast þegar fréttist. Uppi eru hugmyndir um að lengja partýið og hafa helgina undir ýmsa listviðburði. Gaman væri að heyra í ykkur um hver áhuginn er. Gaman væri að heyra í Fljótamönnum um það hvort þeir verði í stuði fyrir mikið gaman og mikið grín þessa helgi. Gaman væri að heyra í Siglfirðingum og Ólafsfirðingum (sameiginlegum Fjallabyggðarbúum) um það hvort þeir mæti ekki gallvaskir á staðinn? Skagfirðingar eins og þeir leggja sig mega alveg láta i sér heyra. Koma svo......Wizard

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Ippa, ég var byrjaður að pússa gömlu dansskóna fyrir nokkrum árum akkúrat í þessum tilgangi að halda ball á Ketilási, sælla minninga. Bar erindið undir nokkra félaga frá Sigló og Ólafsfirði, allir fengu þeir stjörnur í augun þannig að ég held það sé fínn grundvöllur fyrir balli. það væri líka spennandi að vera líka með annarskonar uppákomur þessa helgi tónlist, myndlist, leiklist, matarlist eða hvað eina. Allavega þá er ég til í að leggja hönd á póginn.

Kveðja Valur, Ólafsfirðingur

P.s. verða ekki settar upp heysátur??? 

Valur Þór Hilmarsson (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 15:04

2 Smámynd: Ketilás

Hæ Valur. Gaman að heyra í þér. Jú heysátur er málið! ;-) . Það er gott að heyra þetta með að eiga von á aðstoð frá þér, það vantar gjaldkera ennþá (höfum ekki gert mikið í að fá nýjan). Flott ef þú eða Magga Steingríms væri til í það. Ég er með e-mail ippa@simnet.is

Við þyrftum að hittast og leggja á ráðin um þetta allt saman! Ég get alltaf skroppið norður til möggu systir eins og eina helgi eða svo.

Bæ í bili.

Ketilás, 25.2.2008 kl. 17:45

3 Smámynd: Ketilás

Sæll Valur. Gott að fá einhver viðbrögð, takk fyrir það. Og gaman að heyra að fleiri hafa haft áhuga fyrir að rusla upp balli á Ketilási, á ekki að vera neitt stórmál. Það þótti við hæfi þegar við þrjú byrjuðum að ræða um ballið að heysátur yrðu á túninu....þetta þarf allt að ræða og ef ég þekki hana Ippu rétt verður hún búin að svara þér í kvöld.

Kv. MT

Ketilás, 25.2.2008 kl. 17:45

4 Smámynd: Ketilás

mikið vorum við systur samtaka..... MT

Ketilás, 25.2.2008 kl. 17:46

5 Smámynd: Ketilás

He he Ippa hér .....ótrúlega samtaka

Ketilás, 25.2.2008 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 245407

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband