Popp og politík.......

Datt inn á sérlega áhugaverðan þátt á RÚV núna eftir hádegið að vísu þáttur 2 af 3....en þarna er fjallað um tónlistina og politíkina á 6 og 7unda áratugnum. Áhugavert fyrir okkur sem erum að standa að "Hippes" balli á Ketiási í sumar og auðvitað alla hina líka.

Áhrif tíðarandans hafa skilað sér vel til okkar kalda lands og unga fólkið á Íslandi hefur verið vel með á nótunum þrátt fyrir fjarlægð frá þeim svakalegu atburðum sem áttu sér stað úti í heimi.

Martin Luter King var myrtur svo og John F Kennedy - einnig var það hið hræðilega Vietnam stríð í gangi - þetta er allt í fersku minni, fréttir af dauða og blóði, fólk var borið lemstrað af vígvelli, hafði jafnvel misst útlim eða annað sem nauðsynlegt er hverjum lifandi manni.

-

Ekki skrítið að við höfum brugðist við eins og við gerðum, þrátt fyrir það að vera hér á okkar kalda landi, langt,langt í burtu frá öllu því sem þarna var að gerast. En við tókum svo sannarlega þátt í þessu, vorum vel í sambandi við tónlist þessa tíma og tíðaranda og þjáðumst með meðbræðrum okkar.

Í okkur var líka uppreisn og við klæddum okkur eins og meðbræður okkar í útlandinu, sungum sömu lögin, dönsuðum eins og þau og vorum bræður í raun !

Það var margt sérstakt við þessa tíma og sá kraftur sem bjó í unga fólkinu smitaðist um heiminn gjörvallan - Eruð þið ekki sammála mér ?

Ég segi eins og Bubbi.

Bræður og systur, hvar eruð þið ? Okkur vantar meiri umræðu á Ketilás síðuna.

 

Bræður og systur, hvar eruð þið ? Okkur vantar að heyra frá ykkur - verið með.......

Gleymum ekki sögunni - tölum saman.

 

Sendið okkur email eða óskið eftir aðgangi ....

margr.tr@simnet.is

ippa@simnet.is

Stöndum saman

Peace.

MT

Hvert horfðu hermennirnir í stríðinu í Vietnam ? Upp í gegn um skóginn í leitinni að ljósinu sem þeir annað hvort fundu eða fundu ekki.............

Sorglegt stríð eins og svo mörg önnur stríð svo tilgangslaus.....................

 

Guð gefi ykkur gleðilegan sunnudag.

Peace, not war.

MT


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já það er sorglegt hvert vald getur leitt heiminn. Á þessum árum myndaðist sterk vitund gegn stríði. Með ástina að "vopni" voru allir vegir færir... Love you...

Vilborg Traustadóttir, 9.3.2008 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband