Strawbs

 Pistill frá Rögnvaldi Valbergssyni

 

Þá ætla ég að fjalla um bresku hljómsveitina Strawbs, voru víst fyrst kallaðir Strawberry hill boys, þeir stofnuðu bandið 1964 og tónlist þeirra var flokkuð sem þjóðlagarokk og bluegrass rokk og svo seinna progressive rokk sem á víst að vera þróaðra sem þeir og einnig urðu.
Margir komu við sögu í bandinu og ber fyrst að nefna David Cousins sem var aðalsöngvari og aðallagahöfundur og lék á gítar og Dulcimer sem er einhverskonar strengjahljóðfæri sem er slegið með litlum kjuðum og allan tímann í hljómsveitinni, af frægum skal nefna ofurhljómborðsleikarann Rick Wakemann sem var líka í súpergrúppunni Yes, einnig var annar gítarleikari sem nefndist Dave Lambert sem fylgdi Cousins mestallan tímann, á 30 ára afmæli hljómsveitarinnar héldu þeir tónleika undir yfirskriftinni, Svona á að spila rock'n roll, og komu þá flestir meðlimir sem verið höfðu meðal annars fjöldi hljómborðsleikara og skal hér meðal annars nefna Blue Weaver sem þótti hinn mesti furðufugl og hafði áður spilað í hljómsveitinni Amen Corner og einnig John Hawken sem var víst einnig synfóníu hljómsveitarstjóri, af bassaleikurum má nefna John Ford sem á meðal annars eitt vinsælasta lag hljómsveitarinnar , Part of the union, þessi hljómsveit var nú kannski ekki svo mikið þekkt hér á landi en ég var einn þeirra sem fannst þetta skemmtilegt

þeir sem komu við sögu voru þessir
Ron Chesterman. Bassa
Rod Coombes. Trommur
Chas Cronk Bassa
Tony Fernandes Trommur
John Ford. Bassi og söngur
John Hawkan. Hljómborð
Tony Hooper Gítar og söngur
Richard Hudson Trommur og söngur
Robert Kirby , Hljómborð og gítar
Dave Lambert. Gítar og söngur
John Mealing. Hljómborð
Andy Richards – keyboards
Rick Wakeman. Hljómborð og Clarinet
Blue Weaver. Hljómborð og harmonika
Brian Willoughby. Gítar
Dave Cousins Gítar , dulcimer og söngur

á You Tube má meðal annars finna Lay down, Part of the union, Tears and pavan ofl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Sæll og blessaður Röggi!  Gaman að þessari umfjöllun hjá þér, þetta rifjar upp og vekur gamlar minningar.   Endilega halltu þessu áfram

Gylfi Björgvinsson, 29.9.2008 kl. 23:19

2 Smámynd: Ketilás

Virkilega gaman að þessu. Kv. MT

Ketilás, 30.9.2008 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 245280

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband