Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
28.6.2008 | 18:03
Tæpur mánuður til stefnu..................
Halló öll sömul
Já, það er tæplega mánuður þar til við hittumst á balli aldarinnar 45. ára og eldri á Ketilási þann 26.07.08. Stormar sjá um fjörið.
Það verður gaman að sjá ykkur öll, ævin líður svo hratt og við gerum okkur varla grein fyrir hversu hratt ! Ég undirrituð er að vinna með ungu fólki í dag aðalega stelpum sem eru alveg æðislega skemmtilegar og tala við mig frjálslega um alla hluti, samt finnst mér ekkert hafa breyst, mér finnst ég detta inní það sem þær eru að ganga í gegn um í dag....óléttur, ótímabærar eða ekki, viðskilnaði við kærasta, grát og gnístran tanna, veröldin er alveg búin að snúa við þeim bakinu o.s.f.r.v......sem sagt allt komið í þrot oft en ....einhvernvegin vinnst þó vel úr þessu öllu - alltaf og einhvernvegin.
Maður getur svo sem ekki mikið sagt annað en það að einu sinni var ég líka ung, átti einhverja kærasta og það skiptust á skin og skúrir á þeim árum eins og í dag, en oftar en ekki fæ ég viðbrögð frá stelpunum mínum eins og þessi " Mér þykir svo vænt um þig" eða "Takk fyrir að sýna mér þessa tillitsemi"....." Hvernig getur þú skilið mig svona vel "?Comon, ég er nú ekki svo gömul hehehehe. Og þá hugsar maður..."Hvað hefur breyst" ? Akkurat ekkert - tilfinningar og þrár eru þær sömu - vonir og væntingar eru þær sömu, og ástin er óútreiknanleg.
En í dag erum við sem ætlum að hittast á Ketilási fullorðið fólk - hvernig sem okkur hefur tekist að vinna úr okkar lífi, þá langar okkur til þess að hittast og kasta kveðju hvort á annað tala saman og skemmta okkur og dansa með gamla laginu, eitthvað svona hippies og hliðar saman hliðar.
Nú er tækifærið.
" Allt sem við viljum er friður á jörð."
26.07.2008 er dagurinn. Ketilásball og STORMAR að spila við ætlum að syngja og tralla og vera hippar um stund eins og í gamla daga.
Mikið verður gaman hjá okkur - það verður sól og sumar og gleði í lofti !
Hittumst glöð og kát á Ketilási í sumar !
Þurfum við að segja nokkuð meira ?
En svo sannarlega höldum við áfram að setja inn á þessa síðu það sem er að gerast í undirbúningi að ballinu fram að því.
Meira síðar Kveðja til Djúpuvíkur þar sem Vilborg er þessa dagana og til Guggu sem sennilega er á Stóru Reykjum í Fljótum núna.
Love and peace !
Magga
Bloggar | Breytt 30.6.2008 kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2008 | 21:17
July morning
Ég fer á Strandirnar á morgun og verð í u.þ.b. viku. Magga formaður og Gugga gjaldkeri taka því við síðunni.
Þegar ég skrifa hér inn næst verður því kominn júlí-morgunn!
Farið vel með ykkur, Ippa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2008 | 10:27
Lovin´ you
Ótrúleg söngkona Minnie Ripperton.
Ippa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2008 | 20:11
Magga á afmæli í dag
Hún er xx ára... Til lukku!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.6.2008 | 23:58
17099
Nú nálagst heimsóknir á þessa síðu okkar ískyggilega 18000.
Gleðilegt!
Takk fyrir komuna!
Bloggar | Breytt 24.6.2008 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.6.2008 | 23:25
Þessi kappi er á leiðinni!!!
Hreint frábær!
Og svo áfram!
Bloggar | Breytt 23.6.2008 kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2008 | 13:05
Já, nú fer að færast fjör í leikinn...
Sammála Vilborgu. Stutt í ballið og allir að fara að máta dansskóna !
Það verður gaman að hitta ykkur á Ketilási þann 26. júlí.
Engin afsökun - bara að mæta !
MT
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2008 | 12:54
Allt komið á skrið.....
Ketilásnefndin hefur fundað stíft símleiðis en nýjasti meðlimur hennar er Guðbjörg G. Benjamínsdóttir (Gugga), gjaldkeri.
Nú eru hlutirnir að gera sig.
Gugga sem er stödd norður í Fljótum mun ræða við húsnefndina sem í eru þrjár skeleggar Fljótakonur.
Við ætlum svo að hittast fljótlega í júlí og ganga frá lausum endum.
Hljómsveitin Stormar er í æfingagírnum og það verður spennandi að sjá hvaða lög þeir ætla að taka og trylla þar með "lýðinn"!
Þetta verður æðislegt!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- agny
- andres
- baldurkr
- birgitta
- bjarkey
- bjarnihardar
- blues
- brahim
- gattin
- dabbi
- saxi
- ea
- geirfz
- gthg
- vild
- hannesgi
- herdis
- smalinn
- hlynurh
- maggatrausta
- ingibjorgstefans
- astromix
- jensgud
- nonniblogg
- jullibrjans
- ksig58
- kiddirokk
- lks
- maggimark
- mariaannakristjansdottir
- motiv
- nanna
- solir
- ottarfelix
- palmig
- ronnihauks
- seljanesaett
- sigurjonth
- sms
- bjre
- stebbifr
- stefanjon
- fugla
- valgerdurhalldorsdottir
- nytthugarfar
- ippa