Ketilás

Ég hringdi í Þór í Saurbæ í gær.  Að áeggjan pabba.  Ég hef verið forvitin um hvers vegna Ketilás heitir Ketilás.

Þór í Saurbæ kvaðst ekki vita það fyrir víst en dregur þá ályktun að hæðin sem húsið stendur á heiti Ketilás. Hann gæti þá verið í laginu eins og ketill eða eitthvað því um líkt.  Hann benti á að ýmsir Ásar eru þarna í kring eins og Lambanesás, Holtsás o.fl sem bera þá nöfn sín af 

Lambanesi og Holti (Stór-Holti og Minn-Holti) o.s.frv.

 

 

Það er spurning hvort einhver kannast við þetta? 

 

 

Ippa 


Styttist í stuðið!

Stórdansleikur á Ketilási.

Allt sem við viljum er friður á jörð.

 26.07.2008.

 Laugardagskvöldið 26. júlí

mun hljómsveitin Stormar leika á dansleik á Ketilási í Fljótum, öll gömlu góðu lögin.

5 - Stormar(1)

 

 

 

 

 

 

 

Aldurstakmark 45. ár (nema í fylgd með fullorðunum).

Húsið opnar klukkan 21.30

Dansað verður fram eftir nóttu.

Missið ekki af "comeback " dansleik Hippakynslóðarinnar.

 

Tjaldstæði með snyrtingu er á Ketilási og er frítt þessa helgi.

 

Nefndin 


Lúkkið...........

Svona í framhaldi...

LoL 

Peace merkið er til hér neðar á síðunni..

MT


Fréttablaðið og DV á morgun....

Áframhaldandi umfjöllun um ballið í þessum miðlum á morgun ! Þetta ball fer sko ekki framhjá neinum.

Vilborg systir þeysist nú um allt í Reykjavík í leit að rétta "hippa lúkkinu"  Hvernig stendur á því að maður hendir svona "heimildum" eins og öllum hippa dressunum ? Það er eitthvað lítið úrval af svoleiðis fatnaði í dag. Ég átti mín dress lengi en þau enduðu flest lífdaga sína í leiksýningu austur á fjörðum fyrir mörgum árum og þar urðu þau bara eftir - held ég. Pinch  En þá er ráð að kaupa sér hvítan bol, teikna á hann peace merkið og nafnið á Stormum - og einhverjum fleiri hljómsveitum frá þessum árum (þetta gerðum við Anna Stína og Solla) þá er þetta fullkomið, nokkrar hálsfestar og stórir eyrnalokkar fyrir okkur konurnar og hippabandið - það er algjört forgangsatriði Cool 

Mikið sakna ég jesus skónna sem voru reimaðir uppað hnjám og ég fann í Svíþjóð á okkur systur............

MT


Nefndin.........

Vorum beðnar að setja hérna hverjir eru í þessari nefnd um Ketilásballið.

Margrét Traustadóttir (formaður) margr.tr@simnet.is  Hs:461 1295

Vilborg Traustadóttir (ritari)   ippa@simnet.is  HS:568 9685 og GSM 660 1724

Guðbjörg Benjamínsdóttir (gjaldkeri) guggab@emax.is  

Annars vinnum við þetta bara allt saman og skiptum með okkur verkum.

Svo er fullt af hjálpsömu fólki í kring um okkur og þetta verkefni !

Nefndin


Morgunútvarp rásar tvö....

Það var gaman að hlusta á viðtalið við Tedda Júll í Stormum í morgun í morgunútvarpi rásar tvö. Hann var hress og sagði meðal annars að uppistaðan í prógramminu á laugardaginn verði Stones lög og Bítlalög, Kinks og fleiri. LoL Þetta verður skemmtilegt !

Þetta verður dúndurball ! Við vitum um marga sem eru að koma á ballið og höfum verið beðnar að taka frá borð fyrir tvær heiðurskonur sem eiga örugglega met í aðsókn á böll á Ketilási. Það verður að sjálfsögðu tekið til athugunnar þar sem þær eru komnar af léttasta skeiði.

Annars, bara að mæta og næla sér í borð en við eigum nú frekar von á því að ekki verði nú mikið sest niður á þessu balli Whistling 

 Meira fljótlega.

Nefndin.


Ástin er ekta!

Stórdansleikur á Ketilási.

Allt sem við viljum er friður á jörð.

 26.07.2008.

 Laugardagskvöldið 26. júlí

mun hljómsveitin Stormar leika á dansleik á Ketilási í Fljótum, öll gömlu góðu lögin.

5 - Stormar(1)

 

 

 

 

 

 

 

Aldurstakmark 45. ár (nema í fylgd með fullorðunum).

Húsið opnar klukkan 21.30

Dansað verður fram eftir nóttu.

Missið ekki af "comeback " dansleik Hippakynslóðarinnar.

 

Tjaldstæði með snyrtingu er á Ketilási og er frítt þessa helgi.

 

Nefndin 


Þakkargjörð áfram...

Þakklætið er móðir svo margra góðra tilfinninga.  Þess vegna er gott að vera þakklátur.  Þakklæti okkar í nefndinni beinist að svo mörgum en við erum að reyna að koma því skipulega til skila.  Við erum afar þakklátar öllum þeim sem hafa hjálpað okkur við kynningar á Kome back hippaballinu okkar á laugardaginn. Þar má nefna blað Siglfirðingafélagsins og vef Fjallabyggðar, "Lífið á Sigló" og Steingrím Kristinsson, skagafjordur.com og Rögnvald Valbergsson, Morgunblaðið og hann Hjálmar blaðamann sem kom kaffihúsakjaftæðinu í okkur stöllum í undirbúningsnefndinni ótrúlega vel til skila. DV og Jón Bjarki eiga einnig okkar þakklæti jafnvel þó umfjöllunin sé ekki komin erum við traustið uppmálað þar sem við könnumst við kauða og vitum að vönduð vinnubrögð eru hans ær og kýr,  sveitarfélögin Skagafjörður og Fjallabyggð sem hafa létt undir með okkur og greitt götu okkar með stuðningi við að auglýsa atburðinn,  þakklátar Tunnunni og Sjónarhorni og RUVAK sem tók okkur afar vel og það verður spennandi að vita hvernig tekst til með viðtal hjá þeim sem stendur til að verði á föstudaginn.  Svo þökkum við auðvitað ykkur öllum sem hafið fylgst með og breitt út "boðskapinn" og sem mætið gallvösk á Ketilásinn á laugardagskvöldið. Wink   Ef fleiri fjölmiðlar vilja fá þakkir í þessari þakkargjörð verða þeir hinir sömu að bregðast skjótt við og hafa samband við okkur og óska eftir viðtali eða upplýsnigum um ballið góða! Wizard 

P.S Fréttablaðið er komið í hóp velgjörðarmanna okkar og verður viðtal við Möggu formann í blaðinu á morgun, föstuaginn 25. júlí. Blaðamaður Fréttablaðsins hyggst aukin heldur mæta á ballið takk fyrir!  Einnig var Morgunútvarp Rásar 2 með viðtal við Theódór Júlíusson söngvara Storma í morgun.   Glæsilegt!!


Helgarblað DV og Svæðisútvarpið, hárgreiðslustofa og hippakjóll

Við munum láta ljós okkar skína í Helgarblaði DV og einnig í Svæðisútvarpinu að öllum líkindum "Helgarpakkanum" sem er mjög skemmtilegur og fræðandi.  Hann fjallar um það sem er um að vera á Norðurlandi um helgar.  Magga formaður fer í viðtal þar.  Bráðskemmtilegur blaðamaður DV hafði samband við okkur og tók m.a. viðtal við hljómsveitarmeðlim í Stormum.

Hippie-Girl-at-Woodstock-Music-Festival-Photographic-Print-C13879041

 

 ----

 

Það er gaman hve jákvæð viðbrögð við fáum alls staðar. Ég fór í klippingu í dag og hárgreiðslukonan mín var svo hrifin af þessu framtaki okkar að hún bauðst til að lána mér hippakjól!! 

 

 

.......Ippa Kissing

 


Endalaus ást!!

 Stórdansleikur á Ketilási.

Allt sem við viljum er friður á jörð.

 

26.07.2008.

 

Laugardagskvöldið 26. júlí

mun hljómsveitin Stormar leika á dansleik á Ketilási í Fljótum, öll gömlu góðu lögin.

5 - Stormar(1)

 

 

 

 

 

 

 

Aldurstakmark 45. ár (nema í fylgd með fullorðunum).

Húsið opnar klukkan 21.30

Dansað verður fram eftir nóttu.

Missið ekki af "comeback " dansleik Hippakynslóðarinnar.

 

Tjaldstæði með snyrtingu er á Ketilási og er frítt þessa helgi.

 

 

Nefndin 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 86
  • Frá upphafi: 249557

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband